Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 35
STJORNUSPA -•*&.**-
Hrútsmerkið (21. marz — 20. apr(l):
Tími þinn verður ódrjúgur, hann fer mikið í biðir
og tafir. Þú færð gesti, en þeir hafa skamma við-
dvöl. Þú sieppur vlð útgjöld sem þú hefur kviðið
fyrir. Þú kynnist skemmtilegum manni.
Vogarmerkið (24. september — 23. októberj:
Þú hefur nokkrar áhyggjur af gestum sem væntan-
legir eru, en þeir fresta komu sinni um sinn. Þú
kynnist hlutum sem reynist síðar meir mikils virði
að hafa þekkingu á. Heillalitur er blár.
Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí):
Þér gefst góður tími til hvildar og nýtur hans vel.
Líkur eru á ferðalagi þar sem rómantík og fjör
skipa æðsta sess. Þú tekur framförum á einhverju
sviði. Föstudagur er heilladagur.
éfi
Drekamerkið (24. október — 22. nóvember):
Frítími þinn fer mikið í að snúast fyrir aðra. Góð
vika til að ganga frá ýmiskonar samningum sem
varða atvinnu þína. Leggðu áherzlu á að fá öll lof-
orð staðfest. Miðvikudagur heppilegur til verzlunar.
•& «©i
TvíburamerkiS (22. mo( — 21. jún():
Þú tekur ákvarðanir sem valda þáttaskilum í lífi
þínu. Þú hefur töluverðar fjárhagsáhyggjur og verð-
ur að ganga að óhagstæðum kjörum. Eldri maður
kemur mikið við sögu þína.
f#
BogmannsmerkiS (23. nóvember — 21. des.):
Þú tekur merka ákvörðun sem á eftir að hafa mik-
il áhrif á afkomu þlna. Kunningjar þínir reynast
einkar samvinnufúsir, þegar til á að taka- Allt sem
þú gerir einkennist af nákvæmni og hagsýni.
¦vm
KrabbamerkiS (22. iúní — 23. júlf):
Þú vinnur mjög kappsamlega að áhugamáli þínu.
Þú kemur auga á nýjar fjáröflunarleiðir, en ættir að
fá einhvern félaga þinn með þér til frekari ráða-
gerða. Vertu varkár.
Steingeitarmerkið (22. desember — 20. ianúar):
Þú átt erfitt með að losna við gamlan hlut, hann
virðist tolla merkilega við þig. Það er mlkils virði
að samband þitt við nágrannana sé gott. Þi8 þurfið
að vinna mikið saman á næstunni.
Liónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst):
Þú notar allar frístundir til heimsókna og smærri
ferðalaga. Þú fyrtist við kunningjakonu þína, en
láttu ekki reiðina valda ykkur frekari erfiðleikum.
Gleymdu ósættinni sem fyrst.
4á*
Meyiarmerkið (24. ógúst — 23. septemberV.
Nágranni þinn opnar fyrir þér nýja möguleika. Þú
verður spurður álits á vissum málefnum, en vafa-
samt er hvort þú átt að segja eins og þér finnst.
Þú skemmtir þér vel með fjölskyldunni.
Ífe
Vatnsberamerkið C21. janúar — 19. febrúar):
Þú kynnist persónu sem þér fellur afar vel við,
vegna skoðana hennar. Metnaðardraumur þinn er
að rætast, en hafðu taumhald á tilfinningum þín-
um. Þú færð óljósar fréttir sem rugla þig í ríminu.
Fiskamerkið (20. febrúor — 20. marz):
Störf þín hafa tekizt með prýði. Þú gerir eitthvað
eða segir sem þér finnst hafa komið upp um þig.
Það gerir það að verkum að þú nýtur þin ekki sem
skyldi, þér finnst allir horfa á þig.
ALLT A SAMA GOLFI
TIL AÐ SPARA YÐUR TÍMA 0G FYRIRHÖFN
Tíminn er yður dýrmætur. Þróunin er f þá átt að
mynda stórar heildir. ÞaS á Kka við ( verzlun, eklci
sízt þegar um er að ræða hluti eins og húsgögn,
innréttingar, heimilistæki, hillusamstæður, eldhús og
barnarúm. Með öðrum orðum: Allt til heimilisins.
Allt á einu gólfi, úrvalsvörur eingöngu. Merkin
tala sínu máli: Pira-hillusamstæður, Neff-rafmagns-
tæki, Dúna-sófasett og dýnur, hlaðrúm og stólar frá
Krómhúsgögn. Og þannig mætti lengi telja. Þér
veljið í stofuna, í eldhúsið, í barnaherbergin og
húsbóndahergergið. Allt á einu bretti — allt a
sama gólfi.
HÚS OO SKIP
ÁRMÚLA 5
SÍMI 84415 0G 84416