Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 33
Rétt fyrir frumsýningu á söngvakvilcmyndinni „Funny Girl“, kynntist Barbra Slreisand, sem er bezt launaöa söngstjarnan núna, hinum þeklcta, kvenliolla forsætisráðherra Kanada. Það var i London að fundum þeirra bar saman, og eins og sjá má á myndinni fer ljómandi vel á með þeim. Þessi ungi stjórnmála- maður, með Cesar-klippinguna og Barnardsvipinn vakti næstum eins mikla eftirtekt og hin fræga söngstjarna. Árið 1963 giftist Barbra Streisand ungum leikara, Elliott Gould. Eftir sex ára lijónaband skildu þau að skiptum, en Barbra segir að það geti alveg eins verið að þau taki saman aftur. Þetta sagði liún i febrúar 1969. Hún hittir hinn fyrrverandi eiginmann ein- staka sinnum, enda er liann mjög hrifinn af syni þeirra. Barbra Streisand og mótleikari hennar, Omar Sharif, voru viðstödd frumsýningu á kvikmyndinni „Funny Girl“ í London. Við það tækifæri sýndi Margret prinsessa þeim þann sóma að beilsa upp á þau. En þá kynntist Barbra líka hinum glaða for- sætisráðherra, og eru nú uppi ýmsar getgátur um samband þeirra. Barbra hefir litinn tíma til að sinna syni sinum, en meðan Hún giftist leikaranum Elliot Gold árið 1963. Þau eru nú skilin. I 4 Omar Sharif og Bar- bra í „Funny Girl“ — og eftir frumsýninguna í London ásamt Marga- ret prinsessu. -v- lmn vann að „Halló Dollý“, reyndi hún að liafa liann sem mest hjá sér. — Ilann er prinsinn minn, segir hún, — eina raunverulega liamingja mín. En nú ætlar fólk á Fifth Avenue og á lúxusveitingahúsum New York borgar að snúa sig úr hálsliðnum, þegar Barbra Streisand (27 ára) og Pierre E. Trudeau, hinn 48 ára gamli forsætisráð- herra Kanada, láta sjá sig saman, og það hefir verið nokkuð oft í seinni tið. Þessi einþykki stjórnmálamaður, sem hefir verið forsætisráð- herra síðan i apríl 1968, hefir nú að undanförnu haft áhuga á aðeins einni konu, konu sem enginn þekkti fyrir fimm árum. Hann, sem er afkomandi auðugrar fjölskyldu, sér nú ekki sól- ina fyrir þessari lconu, sem fyrir fimm árum var hláfátæk, en er nú Oscarverðlaunahafi og ókrýnd drottning söngleikjanna, á Broadway og á kvikmyndatjaldinu um allan heim. Barbra, sem meðal samstarfsmanna sinna er þekkt fyrir að vera einþyklc og óbilgjörn, er sögð vera ljúf eins og lamb, þegar hún er með for- sætisráðherranum. Þegar þetta er skrifað, stendur frumsýning á „Halló Dollý“ fyrir dyrum, og eru um það ýxnsar getgátur, hver muni þá sitja við hlið hennar í áliorfendastúkunni, hvort það muni vera Phil- ippe Pierre Elliol Trudeau, forsætisráðherra Kanada... : •' •.'■••• • •••.•. '•

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.