Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 8
ELDVÖRN VELJUM ÍSLENZKT <9> ÍSLENZKAN IÐNAÐ MIG DREYMDI Hjarta, kross og lykill Kæri Draumráðandi! Mér finnst koma til mín mað- ur, þegar töluvert er hjá mér af gestum. Þessi maður er mér kunnugur, og þegar hann fer, lætur hann eitthvað detta niður um hálsmálið á kjólnum mínum. Mér finnst ég endilega eiga það, og þegar ég fer að skoða þetta, er það gullhálsmen, kross, hjarta og lykill á festi. Síðar í draumnum er ég búin að eignast annað svona, en þá bara úr silfri, og með bláum steini í hverjum hlut. Kveðja, GAA. Draum þennan er varla hægt að ráða nema á einn veg. Þú munt eignast nýja og góða kunningja á næstunni og sennilegast er að þú gangir í einhvern félagsskap. Þú kemst til valda og vinsælda þar og farnast þér allt vel úr hendi — þar til En lykill- inn bendir til þess að þér gangi vel að leysa fram úr vandræðun- um. Þáði ekki kossinn Kæri Draumráðandi: Mér fannst við; ég, strákur sem ég hef verið með í vetur og er hrifin af (þó við séum hætt að vera saman, erum við oft saman í partýum og þar látum við eins og enginn kuldi sé á milli, amk. ég) og tvær systur hans, sem ég þekki vel. Við vorum á úti- skemmtun á borð við Húsafells- hátíðina, og mikið fólk allt í kringum okkur. Strákurinn sem ég var með var með stráhatt á höf ðinu. Ég ætlaði að kyssa hann, en þá skældi hann sig og sneri sér undan. Eg varð mjög sár er hann fór burtu. Þá fannst mér systur hans labba framhjá mér og líta á mig sigri hrósandi og með fyrirlitningu eins og þær vildu segja: „Huh, hann vill þig ekki." É'g vildi tala um eitthvað ann- að en þetta en þær horfðu allt- af á mig, að mér fannst. E.S. Ég er komin á giftingar- aldur. Lóa R. Þessi draumur er ábending til þín: Hættu alveg að hugsa nokk- uð um þennan strák — systur hans höfðu rétt fyrir sér ... Hundsbit Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma, sem mig dreymdi um daginn, báða sömu nóttina. Þeir eru svona: Mér fannst ég vera niðri í þvottahúsi hérna heima. Þá kem- ur þar inn hundur. sem ég hef aldrei séð áður, en þó vissi ég, að hann var grimmur. Hann kemur á móti mér með dingl- andi skottið, eins og hann vildi láta klappa sér. Ég rétti á móti honum höndina og ætla að klappa honum, en þá bítur hann mig í höndina. Ég brást reið við, tók í hnakkadrambið á honum og fleygði honum út. Lengri varð sá draumurinn ekki, en hinn er svona: Mér fannst ég og systir mín, sem er eldri en ég og gift, vera úti að renna okkur á skíðum. Við erum úti á hól, sem er hér skammt frá bænum. Við rennum okkur þar niður. Þá sé ég hvar stendur hestur fyrir neðan hól- inn. Systir mín heldur áfram framhjá hestinum, en ég stanza hjá honum og fer að klappa hon- um. Hann stendur grafkyrr. E'g legg höndina utan um hálsinn á honum og gæli við hann, en allt í einu snýr hann til hausnum og bítur mig í bakið. Við það vaknaði ég. Og fleira dreymdi mig ekki þá nóttina. Nú bið ég þig, kæri draumráð- andi, að ráða þessa drauma mína, ef þeir boða eitthvað. Mér þykir einkennilegt, að mig skyldi dreyma tvo drauma næstum al- veg eins, hvern á fætur öðrum. Virðingarfyllst, Ein 19 ára í Svarfaðardal. Það er algengt, að menn dreymi hvern drauminn á fætur öðrum, sem allir eru ný og ný útgáfa af sama efninu. Þessi draumur boð- ar líklega einhvers konar svik, en erfitt er að sjá á hvaða sviði. Allavega er um einhvern, mann, konu eða aðila, að ræða, sem þú treystir fullkomlega og berð hlýjan hug til. En þú verður fyr- ir miklum vonbrigðum. Þetta þarf alls ekki að vera stórvægi- Iegt atriði, sem gjörbreytir lífi þinu. Allt eins getur verið um ósköp lítilvægan og ómerkileg- an hversdagsatburð að ræða. — Ég keypti hann handa sjálfum mér, þá þarf ég ekki að bera pakkana urn næstu jól! 8 VIKAN 3-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.