Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 11
En þrátt fyrir það, þó við
ræktum dálítið sjálfir, kaupum
við mikið af framleiðendum, sér-
staklega afskorin blóm.
Ég er alveg hættur að vinna í
skrúðgörðum utan við minn
heimareit, og kemur oft að mér
að renna, á vorin, öfundaraugum
til þeirra, er þar vinna. — Það
er talsvert annað og má ef til
vill kallast frjórra starf, að hand-
vinna. Þegar mest er að gera á
sumrin og einnig um og fyrir
jólin, kemst starfsliðið upp í
þrjátíu manns.
— Jólin eru orðin blómahátíð
á íslandi?
— Já, það eru miklar blóma-
skreytingar um jólin. Reyndar er
hægt að segja, að blóm séu notuð
til skreytinga og gjafa við öll
tækifæri á hátíðum og í meiri
fjölda af skrautgörðum hér í
borginni, og hagað þeim í sam-
ræmi við óskir þeirra, sem þar
hafa átt hlut að. — Einfalda 'fyr-
ir þá, er ekki telja sér fært að
leggja fram mikla vinnu við um-
hirðu þeirra, en fjölbreyttari að
formi fyrir hina, sem yndi hafa
af að byggja upp garðinn sinn,
og geta leyft sér að fórna til þess
nokkrum tíma og dálitlu fé.
Ég var sendisveinn á unglings-
árum. Það sem laðaði mig að
þessu starfi fremur öðrum, sem
kostur var á, var útiveran og
það að geta starfað í tengslum
við náttúruna. Það hefur mér
alla tíð verið hugleikið.
í fyrstu menntaði ég mig sem
garðyrkjukennari og hugðist
starfa á þeim vettvangi. Á því
sviði varð þó minna úr en til
var stofnað. Mátti segja að ég
liti aðeins inn fyrir dyrnar á
garðyrkjuskóla ríkisins.
Fjögur ár kenndi ég við fram-
haldsdeild Vogaskóla hér í
Reykjavík. Þau ár hafði starfs-
fólk mitt Alaska á leigu.
Virðist þér nokkuð sam-
band milli þess að fást við upp-
eldi barna og blóma.
— Já, víst finn ég skyldleika
þar á milli. Blóm jafnt sem börn
þurfa skilning og umönnun, ná-
kvæmni í allri meðferð og um-
gengnisháttum, ef vel á til að
takast. Enginn hugulsamur garð-
yrkjumaður, sem sjá vill ávöxt
iðju sinnar, umgengst blóm eins
og þau væru kaldur, lífvana hlut-
ur.
Það er mjög áþekkt, að koma í
gróðurreitinn í skini morgunsól-
ar, sjá blómin brosa á móti birt-
unni og breiða út krónuna og að
sjá æskuglaðan hóp ungmenna
lauga sig í ljóma rísandi sólar.
— Þetta er all umfangsmikill
rekstur hjá þér?
— Já, kannske hægt að segja
það. Þó hefur nokkur breyting á
orðið. Áður var hér fyrst og
fremst gróðrarstöð, sem sá fyrir
Jón Björnsson og hlutl af starfsfólki hans.
plöntum í skrautgarða borgar-
innar. Nú er þessu á allt annan
veg háttað, stór liður í starfsem-
inni er sala pottaplantna og ým-
iss konar afskorinna blóma.
Miðstöð þessa reksturs höfum
við hér skammt frá Miklatorgi,
en auk þess útsölustaði á öðrum
stað í borginni. Einnig trjárækt
og grænmetisræktun í Bræðholti.
Þar var gamalt bændasetur.
fjatla nýgræðinginn á vorin, í
skjóli trjánna, sem bera brum
og barr, heldur en fást við þras-
kenndan rekstur fyrirtækis.
Helztu ókostir garðyrkju sem
alvinnu er hve hún er árstíða-
bundin. — Þó er talsverð breyt-
ing á þessu síðan vermihúsarækt-
un hófst í stórum stíl.
Núna er fjöldi starfsfólksins í
lágmarki, aðeins ellefu, sem hér
háttar mannfagnaði, t.d. við
fermingar, í stúdentaveizlum,
merkisafmælum, við brúðkaup
o.fl.
Þá er einnig talsvert að því
gert, að láta blóm og kransa
fylgja látnum vini að hinzta beði.
— Eru blómin ekki misjafn-
lega vinsæl, rétt eins og mann-
fólkið?
— Öll blóm eru vinsæl, en lík-
Jón Björnsson, skrúðgarðaarkitekt.
lega njóta rósir og nellikur
mestrar hylli, þegar þeirra er
völ. Sérstaklega fyrst þegar þær
koma á markaðinn og svo um
það leyti ,sem þær eru að fara.
Á þeim árstíma, sem nú líður,
eru Chryseanthinum mest á ferð-
inni. Eftir áramótin koma svo
laukarnir.
Hvert er viðhorf almenn-
ings til garðyrkjumannsins?
— Starfi mínu hefur verið vel
tekið og samband mitt við fólk-
ið alla tíð gott. Þau samskipti
eru orðin talsvert fjölþætt og
nokkuð á öðru sviði en áður, síð-
an gróðrarstöðin breyttist þann-
ig að geta samhliða annarri fyr-
irgreiðslu látið fólkið fá þau
blóm sem það óskar eftir.
Mér finnst jafn auðvelt að fá
fólk til að koma inn í gróðrar-
stöð og veita því þar fyrir-
greiðslu, eins og það er stundum
erfitt að laða það til viðskipta
við blómabúð.
Blómabúðum fjölgaði nokkuð
meðan góðærið var mest, en nú
er svo komið, vegna minnkandi
kaupgetu, að sumum veitist erf-
itt að halda þar í horfinu. Hér
er þó ekki um að kenna að al-
menning skorti áhuga fyrir
blómum og garðagróðri heldur
skortur á fjármunum. Sennilegt
er þó, að samdráttur í blóma-
verzlunum sé tiltölulega minni
Framhald á bls. 39.
s.tbi. vnCAN 11