Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 50

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 50
STERKAR Fæst aðeins í lyfjabúðum MEÐ ÓKEYPIS FERÐAHYLKI ADDIS TANNBURSTI TANNBURSTI Á HEIMSMÆLIKVARÐA þá grátbið ég þig um að láta hann lausan. Hann verður áreið- anlega svo feginn frelsinu, að honum dettur ekki í hug að fara að reyna að ná sér niðri á þér fyrir það sem þú hefur gert hon- um. Hann býr vafalaust til trú- verðuga sögu um minnisleysi og heldur fast við hana. Engin viðbrögð mátti greiná á andlitsdráttum Rees. Svipur hans virtist undarlega fjarrænn. — Ef þú elskar mig, Rees, hélt ég áfram, þá trúi ég ekki, að þú hafir hugsað þér að draga þetta mál inn í líf okkar. — Þetta mál kemur sambandi okkar ekkert við. — Hvernig get ég sætt mig við, aS þú elskir mig og látir vel að mér, þegar þú kemur beint frá því sem þú gerir þarna í steinhúsinu? Og þú heiðrar ekki minningu Valeries með því að vera níðingur og illmennL — Illmenni? Þú veizt ekki hvað þú ert að tala um. Hvað heldurðu að hafi haldið mér uppi 50 VIKAN 3-tbL allan þennan tíma; veitt mér eitthvað til að lifa fyrir? —¦ Ég hélt að tilvera Tims gæti veitt lífi þínu nægilegan tilgang. En þú hefur lika lagt fjötra á hann blásaklausan. Hann er lika fangi binn á sama hátt og Stephen Faraday. Að vísu níð- ist þú á þeim með ólíkum aðferð- um. Hvílík örlög að vaxa upp utangátta og einangraður og án þess að fá nokkurt tækifæri til þess að ganga í skóla! Hann fær ekki einu sinni að ganga eins og hann getur, af því að þú hefur sett á hann spelkur, sem hann þarfnast ekki. Þú sagðist hafa farið til sérfræðings hans vegna. Er ekki orðið býsna langt siðan það var, eða hvað? Ég var staðráðin í að segja hug minn allan, tala, þangað til hann þaggaði niður í mér. Ég ætlaði svo sannarlega ekki að leggja ár- ar í bát og gefast upp, án þess að berjast — Þú pantaðir engan tíma hjá sérfræðingi, eins og þú sagðri mér á laugardaginn. Er það kannski ekki rétt hjá mér? Ég reis á fætur og stóð tein- rétt fyrir framan hann og sagði hönum skoðun mína undan- bragðalaust. — Og þú virðist njóta stuðn- ings ónefnds aðila hér á heimil- inu. Er það takmark þitt að ná þvingandi þrælatökum á sem flestum manneskjum, jafnvel konum og börnum? Hann var eins og steingerving- ur, nema hvað augun glönsuðu, líkt og hann væri með sótthita. Ég tók eftir. að varir hans voru þurrar um leið og ég heyrði hann tauta: — Tim er sonur minn. Hann er það eina, sem ég á, siðan Valerie dó. Hann mun ætíð verða mín eign. Ég ætla mér að sjá til þess. Hann skal aldrei svíkja mig. Heyrði ég rétt? Eða lagði hann ekki sérstaka áherzlu á þetta litla orð hann? — En sveik hún þig hins veg- ar? spurði ég. — Er það kannski orsökin, sem veldur þessu öllu saman? Þú hegnir sem sagt Step- hen ekki fyrir dauða hennar, heldur fyrir ást hennar til hans? Það hlaut að koma að því. Mig logsveið i kinnina og riðaði aft- ur á bak, unz ég féll í stólinn. Andartak hringsnerist allt fyrir augum mínum. Örskömmu síðar sá ég hann lúta yfir mig og heyrði hann segja rólega og ákveðið: — Þú skalt gera þér ljóst, að þú munt aldrei sleppa héðan. Hann gekk út og læsti hurð- inni. Og síðar heyrði ég hann læsa annarri hurð einnig. Það var hurðin sem lá frá herbergi Tims og inn í baðherbergið. Löðrungurinn gerði það að verkum, að ofdirfska mín rauk aftur út í veður og vind, en í staðinn skynjaði ég aðstöðu mína á raunsæjan hátt og án allra blekkinga. Ég vildi ekki sætta mig við þá staðreynd, að ég yrði að deyja. Og það var ég ein og enginn annar, sem gat komið i veg fyrir það. En líkurnar til þess að mér tækist það voru sannarlega ekki miklar. Þegar ég hafði jafnað mig svo- lítið, reyndi ég báðar dyrnar. Þær voru harðlæstar. Fyrir ut- an gluggann minn var hvorki renna né brík, sem ég gæti not- fært mér. Óvænt hreyfing utan frá vakti athygli mína. Rees gekk yfir grasflötina í áttina að skógar- stígnum. Nú var ég sem sagt ein í húsinu og eina von mín var að geta opnað hurðina. Skyndilega skaut gömul bernskuminning upp kollinum í huga mér. Hún hafði líklega lif- að lengur en önnur atvik bernsku minnar í undirvitundinni, af því að afi hafði orðið svo reiður við bróður minn og mig í það skiptið. Eftir innbrot, sem fram- ið hafði verið í litla þorpinu, þar sem við áttum heima, höfðu blöðin sagt frá því, að þjófarnir hefðu notað harðplast, sem hefði verkað eins og þjófalykill. Þegar afi reiddist og lokaði okkur inni fyrir eitthvert prakkarastrik, þá notfærðum við okkur aðferð þjófanna með góðum árangri. Læsingin hlýtur að hafa verið mjög einföld, nákvæmlega eins og á dyrunum hérna uppi, hugs- aði ég. Skjálfandi höndum klippti ég bita af kápu á vasabókinni minni. Síðan var ég fullkomlega ró- leg og vann af ákveðni og þolin- mæði, sem kom sjálfri mér á óvart. Ég hélt ekki að ég byggi yfir slíkum kostum, eins og allt var nú í pottinn búið. En þetta heppnaðist og fyrr en varði stóð ég frammi í forstofunni. Ég lok- aði hurðinni aftur á eftir mér og fór inn í herbergi Rees. Enda þótt ég væri næstum viss um, að Rees væri í steinhúsinu og Tim og Roberts niðri við ströndina, vogaði ég mér ekki að fara nið- ur. Mér hafði þegar misheppn- azt svo oft. .. . Mér leið illa þá stuttu stund, sem ég stanzaði í herbergi Rees. É"g fann í sannleika sagt slæma strauma þar og það fór hrollur um mig. Allar aðstæður voru hinar ákjósanlegustu fyrir utan gluggann. Ég þurfti ekki annað en opna hann og skríða út á þak- ið á veröndinni fyrir neðan. Ég kom mjúkt niður í ilmandi blómareit. Eg var rétt í þann mund að taka til fótanna í átt- ina að skóginum þar sem ég ætl- aði að fela mig, þegar Tim og Roberts birtust. — Carol, hrópaði Tim litli og það var sambland af undrun og skelfingu í röddinni. Auðvitað hefði ég getað tekið til fótanna eins og ég hafði ætl- að mér og komizt undan. Þeir hefðu ekki náð að stöðva mig á flóttanum, þótt þeir hefðu reynt. En þegar ég sá og heyrði til Tims, var mér allri lokið. Það var engu líkara en ég værí að yfirgefa mitt eigið barn. Ég gat ekki misskilið svip- brigðin á andliti Roberts. Hann starði ýmist á mig eða opinn gluggann. Tim kom til mín eins fljótt og hann gat. Ég hikaði enn og vissi ekki hvað ég ætti að taka til bragðs. Ég var sem löm- uð og gat ekki hrært legg né lið, hvað þá hugsað. — ÍEg er svo feginn, að þér skuli vera batnað, sagði Tim litli. Svipur Roberts herptist og var- ir hans skulfu, þar til honum tókst að segja með sínum venju- lega hljómlausa rómi: — Hlauptu! Notaðu tækifær- ið! Það er ekki víst, að þú fáir það aftur. Hugsaðu ekki um okk- ur! Það trúir enginn því, sem hér hefur gerzt. Og það er heldur ekki hægt að sanna neitt. Flýttu þér! E*g vil ekki eiga hlutdeild í morði. Framhald í næsta blaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.