Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 9

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 9
HANNHKKÍHD- INN FYHI CAliAS í myndinni á Maria í hlutverki Medeu að vaSa eld á leiS sinni aS undirheimafljótinu Stýx. En sem María kom aS eldinum, varð hún að gjalU og urSu menn aS ganga undir henni afsíSis. Þótti kvenskörungurinn heldur setja ofan við þetta undanhald. Staðgengillinn, Paolo Chiappa, veltist um á gólf- inu, öskrandi af kvölum, meðan verið er að Staðgengillinn hljóp þegar úr eldinum, klæði slökkva f honum. Það tókst, en hann skaðbrennd- hans logandi. Aðstoðarmenn brugðu óðara ist. Já, sitthvað verður á sig að ieggja fyrir list- við til hjálpar. ina. Maríu Callas ætti ekki að þurfa að kynna; hún hefur svo áratugum skiptir ekki aðeins verið heimsfræg sem söngkona, heldur og einkum og sér í lagi fyrir samlíf þeirra Onassisar útvegsmanns. Þess utan hefur hún alltaf séð til þess að halda athyglinni vakandi með smáskandölum annað veif- ið, til dæmis grýtti hún einu sinni hlekbyttu í for- stjóra Metropolitan-óperunnar í New York og öðru sinni sagði hún við tyrkneskan ráðherra, sem var eitthvað að þreifa fyrir sér hjá henni: „Ég vil ekki sjá yður." Nú ætlar hún að fara að leggja kvikmyndirnar fyrir sig, og byrjar með því að fara með aðalhlut- verkið í kvikmynd, sem ítalska filmskáldið Pier Paolo Pasolini er að gera um grísku goðsagna- og harmleikapersQnuna Madeu. En þar hefur ekki allt gengið slysalaust, eins og meðfylgjandi myndir sýna. Við kvikmyndatökur eru alltaf til staðar staðgenglar, sem ætlazt er til að hlaupi i skarðlð fyrir stjörnurnar og láti limlesta sig og drepa fyrir þær, ef svo ber til í hættuleg- um atriðum. Staðgengill Callasar hljóp á eldinn, en líklega heldur djarflega, því að samstundis kviknaði í skrúða hans.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.