Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 7
átt slíku að venjast, prentun á blaðapappír hérlendis hefur um árabil verið algjör hörmung þar til fyrir hálfu ári, að VTKAN snarsnerist, eða gjörbreyttist. Þetta er í og með veðmál, svo við treystum svari. Virðingarfyllst, Áhugal j ósmyndari. Við þökkum þetta ánægjulega bréf. Engar breytingar hafa orð- ið á prentun Vikunnar tækni- lega séð, svo að okkur hlýtur bara að vera að fara fram. Og batnandi manni er bezt að Hfa, ekki sízt á nýbyrjuðu ári. Sjónvarpsþulir Kæri Póstur! í sumar sem leið birtuð þið viðtöl við sjónvarpsþulina þrjá, og hafði ég nokkuð gaman af. Nú i eru komnar tvær í viðbót; hvern- ig væri að heimsækja þær og spjalla örlítið við þær? 5§g er viss um að það yrði vel þegið. Vertu svo ævinlega blessaður. Siggi. Jú, við höfum svo sem hugleitt þetta og erum að því enn, því bæði þær Sólveig og Bryndis eru hinar huggulegustu stúlkur og við hefðum sjálfir gaman af því að heimsækja þær — en nú er bara eftir að bera þetta undir þær sjálfar. Vikan vinstrisinnuð Kæri Póstur! VIKAN er eina blaðið sem ég kaupi og er það vegna þess að hún er eina blaðið sem ekki er bundið við einhvern sérstakan stjórnmálaflokk. Jú, og svo er hitt og þetta skemmtilegt í blað- inu. En upp á síðkastið hefur mér fúndizt þið full vinstrisinn- aðir og hefur þetta gengið svo langt að komið er út í algjört Bandaríkjahatur. — Væri ekki skynsamlegra að játa fyrir lands- lýð öllum að þið fylgið þessari vissu stefnu(leysi) í stað þess að vera að fara í kringum þetta eins og köttur í kringum heitan graut? Ó.H. Við getum nú ekki fallizt á það sjónarmið, að við séum vinstri- sinnaðir og enn síður að við hðt- um Bandaríkjamenn. En þú munt eiga við þáttinn „Síðan síðast", þar sem við tökum fyrir það sem efst er á baugi í heim- inuin og sitthvað fleira. Við höf- um reynt að fara meðalveginn í þessum e.fnum, en langgleggstar og mestar fréttir berast frá Bandaríkjunum, svo það er ekki nema von að þær sitji í fyrir- rúmi. Já, og svo er margt af því svo ljótt að það á ekkert frekar skilið en fordæmingu. Smásögur og framhaldssögur Virðulegi Póstur! Nú get ég hreinlega ekki orða bundizt lengur. Þessar smásögur ykkar eru alveg hörmung. Það er rétt einu sinni við og við að þær eru lesandi. Tómt kjaftæði allt saman, ef mér leyfist að taka svona sterkt til orða. En það megið þið eiga að framhaldssög- urnar hafa verið nokkuð góðar — síðan Angelique hvarf af sjón- arsviðinu. Póstur minn! Reyndu að beita alvizku þinni til að breyta þessu til batnaðar. Kristján Ó., Selfossi. Það má með sanni segja að erf- itt er að gera svo öllum líki, en við tökum allar kvartanir til greina og lofum að reyna að gera þér, Kristján minn, til hæfis í framtíðinni. EFTA-forsíðan ... Kæri Póstur! Eg var að lesa 1. tölublaðið 1970. Þar las ég m. a. um heit- strengingu um áramót, og þar sem áramótin eru nýliðin, ætla ég að strengja þess heit að skrifa þér nokkur bréf á þessu ári, en það er þitt að ráða hvort þú birt- ir þau eður ei. Hver ræður ekki í sínu ríki? Hvað skyldi íslendingum vera efst í huga um þessi áramót? Ef- laust hugsa flestir um það hvað skeður á nýbyrjuðu ári. Nú, aðr- ir hugsa um EFTA. En það er nú með þetta EFTA, að hvar sem maður fer, kemst maður ekki hjá því að heyra eitthvað minnzt á EFTA. Dagblöðin geta þeir vart gefið út nema að hafa einhverja klausu eða stórfrétt um EFTA. Er það nema von að sumir séu orðnir hringlandi vitlausir og vart við þá talandi. Forsíðan á 1. tölublaðinu er alveg stórkost- leg. Það er auðs^ð að mýsnar eru ekkert hrifnar af EFTA-björg- uninni. Eg skora á ykkur að koma með fleiri skopmyndir af ríkisstjórninni, svipaða þessari og þeirri sem birtist um áramót- in '68—'69, þegar okkar nafn- kunna ríkisstjórn sigldi krónu- brotinu fræga. Mér finnst of lít- ið af svona myndum og það er hægt að hlæja oftar en um ára- mót. Við skulum vona að árið 1970 verði ár friðar og mannúð- arstarfsemi aukist til muna þar til jafnrétti næst hvar sem er í heiminum. Við skulum hugsa vel um ríkisstjórnina okkar (baktala hana aðeins í laumi), svo hún geti hugsað í ró og næði sitt ell- efta ár sem hún situr, þar til hún stendur upp og gerir eitthvað. Og að lokum skulum við vona að ísland gangi í EFTA á ell- EFTA ári stjórnarinnar. Þinn S. B. Strákurinn, sem ég er með, gaf mór minnsta kveikjara setn ég hef séð — svo lítinn að ég fae varla nógu litla steina í hann. Annar strákur gaf mér kveikjara, sem hann keypti 'f siglingu — honum er fleygt þegar hann er tómur. Ekki tnan óg, hvorn ég lét róa fyrr, kveikjarann eða strákinn. Ég er alltaf að kaupa eldspýtur, en þær misfarast með ýmsum haetti. En eld þarf ég að hafa. Hver vill gef a mér RONSON? TILVALINN TIL TÆKIFÆRISGJAFAR Mig langar svo í einhvern af þessum Milady gas kveikjari Comet gas kveikjari Adonis gas kveikjari Empress gas kveikjari Til gefenda RONSON kveikjara: Afyllingin tekur j-i_jtLm. ¦ 5 sekúndur, og endist svo mánuðum skiplir. Og plCjlx^íOI^ kveikjarinn — hann getur enzt að eilífu. ¦ 1 Einkaumboð: I. Guhmundsson i Co. hf. 3.,tw. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.