Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 4

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 4
Æ kafna hviksögur fyrir góðr- 1 ar konu dyrúm. íslenzkur málsháttur. fólk í fréttunum Jafnvel spámennirnir verða að sæta ákúr- um frá feðrum sínum við og við. Allen Ginsberg, hinn 43 ára „guru" blómakyn- slóðarinnar fékk allavega skammir frá föður sínum nýlega, er þeir feðgar komu fram í Miami í Bandaríkjunum og lásu ljóð; hvor eftir sig. Þegar Ginsberg lofaði fiknilyfin á sinn fræga hátt (ég er oftar undir áhrifum (turned on) en ég horfi á sjónvarp), reis sjötíu og fjögurra ára gam- all faðir hans, Louis, upp og beindi skjálf- andi fingri að syni sínum. „Skammastu þín, Allen," sagði hann. „Þú ert gruru blómakynslóðarinnar og þú ert oft staðinn að því að mæla með LSD og marijuana. Þú veizt það sjálfur að löggan getur komizt í það og þá eru þessi krakkagrey í vandræðum. Mér finnst þú gefa slæmt fordæmi og ég vil bara ekki hafa þetta." í fyrsta skipti varð Ginsberg orðlaus. Hinn ungi og hugaði lögregluþjónn, Bar- dot, í franska þorpinu Pont-sur-Sambre og kona hans voru alveg í sjöunda himni yfir tilkomu nýs meðlims í fjölskylduna. Þetta var lítil og snotur stúlka. — Hvað eigum við að láta hana heita? spurði faðirinn. — Auðvitað Brigitte, svaraði móðirin. Og faðirinn féllst líka á þetta naín. En þegar þau sneru sér til sóknarprestsins, sagði hann alvöruþrunginn: — Brigitte Bardot? Kæru börn, hafið þið hugsað um þau örlög, sem bíða barns með slíku nafni? Og svo var barnið skírt Marianne. Leikkonan Zsa Zsa Gabor segir í hinum bersögulu endurminningum sínum, sem komu út fyrir nokkrum árum: — Meðan ég var gift George Sanders, hafði ég oft ástæðu til að vera afbrýði- söm. Einu sinni komst ég á snoðir um, að hann gekk með grasið í skónum á eftir Marilyn Monroe. Til að byrja með hélt ég að það væri ekki hættulegt, en þá fór hann að tala um, að Marilyn gæti ort ljóð og sér fyndist ljóðin hennar falleg. Mér varð ekki um sel, þegar hann sagði þetta. Ég var ekki hið minnsta hrædd við feg- urð Marilynar Monroe. En hvernig í ósköpunum getur maður barizt við' skáldskap? í gamla daga: Townsend (til hægri) ásamt tveimur félaga sinna/ meS- an orrustan um Bretland stóS yfir. Galland í Luftwaffe, hér aS leggja af staS í fiugleiSangur. Nú skjóta þeir bara endur „Ólíkt skemmtilegra en í gamlá daga," sögðu þeir Peter Tcwnsend og Adolf Galland, tveir af mestu flugköppum síðara heimsstríðsins, er þeir hittust fyrir skömmu heima hjá þeim síðarnefnda í Þýzkalandi, rifjuðu upp gamlar minningar og fóru enn á skytterí — þótt þeir að HARLECH í HEILAGA ÞAÐ í byrjun desember gekk Har- lech lávarður í það heilaga í London. Heitir sú hamingjusama Pamela Colin, og var áður fyrr einn ritstjóra kvennablaðsins Vogue. Á meðal gesta í brúð- kaupsveizlunni voru Margrét prinsessa of? Snowdon lávarður, Harold Macmillan, fyrrverandi forsætisráðherra Breta — og fimm börn Harlechs frá fyrra hjónabandi, öll í hippaklæðum. Móðir beirra dó í bifreiðaslysi árið 1967, og eftir það var lá- varðurinn álitinn tilvonandi eig- inmaður Jackie Kennedy-Onass- ic, þangað til hún tók upp á því að giftast Ara sínum. Nú veiSa þeir saman, en ekki leng- ur menn. Galland er sá til vinstri. þessu sinni dræpu aðeins endur. Sú var tíðin að þessir garpar sigt- uðu á stórmannlegri bráð. Galland er mesta flughetja Þjóðverja úr síðari heimsstyrjoldinni, skaut nið- ur hundrað og sjö óvinaflugvélar, og Bretakonungur sæmdi Town- send nafnbótinni „Lundúnahetja" fyrir framgöngu hans í orrustunni um Bretland. Síðar var Townsend orðaður við dóttur sama konungs, en það er önnur saga. •& KENNEDY VER FÖÐUR SINN LATINN Þegar Jcsep Kennedy, faðir Kennedy-bræðranna, lézt, helg- uðu mörg blöð þar vestra honum nokkrar síður, þar sem gamla mannsins var minnzt. Eitt þeirra var timaritið NEWSWEEK, en eitthvað var Teddy ekki ánægð- ur með það sem ritið hafði að segja um föður hans. „ . . . Það sem Newsweek mis- tókst, eða hugsaði ekki út í, þeg- ar ritið minntist föður míns, var að fjalla um hann af jafnvægi. Við, sem erum í sviðsljósinu alla tíð, verðum að sætta okkur við slúðrið og það sem því fylgir. Móðir mín er ekki í sviðsljósinu (a public figure), og heldur ekki barnabörn hennar, en einhvern tíma kemur að því að þau vilja fá að vita hvernig maður afi þeirra var. Fyrir þeirra hönd verð ég að mótmæla því að fað- ir minn sé lítilsvirtur að honum látnum, og það af þeim sem aldr- ei þekktu hann og reyndu aldrei neitt til þess að kynnast honum. Edward M. Kennedy, Washington, D.C." 4 VIKAN 3 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.