Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 28

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 28
Soraja elskaöi börn. Þjóöín beið ríkiserf- ingja. Drottningin missti fóstur tvívegis. Við gerðum varla annað en ferðast milli allra helztu sérfræðinga heimsins í kven- sjúkdómum - en enginn gat hjálpað okkur. Svo að við urðum að skilja. SKILNADUR OKKAR SORAJU GERRIMIG GRAHERDAN EFTIR HANS KEISARALEGU HATIGN MÚHAMEÐ RESA PAHLAVI, SJAANSJA AF ÍRAN ÞRIÐJA GREIN í nœstu grein á undan skýrði keisarinn frá því er hann tók við völdum af föður sinum í heimsófriðnum miðjum, ennfremur frá end- urreisninni eftir stríðið og dauða gamla keisarans. Árið 1949 skildi Múhameð Resa við Fosíu drottningu, sem sneri aftur til heimalands síns Egyptalands. Enn hafði sja- inum ekki orðið ríkiserfingja auðið. Sama ár lá við að hann missti lífið við banatilrœði, en þá var hann hœfður fimm skammbyssu- skotum. Hann þjáðist stöðugt af ótta við að deyja án þess að láta eftir sig rikiserfingja. En svo hitti hann hina ungu Soraju Esfandí- ary, og nýr kafli hófst í lífi hans. Heldur hér áfram frásögn íranskeisara: Við Soraja ákváðum að ganga í hjónaband í desember, en því miður veiktist hún þá. Hún fékk taugaveiki og var um tíma nær dauða en lífi. í meira en mánuð var hún með hita yfir þrjátíu og níu stig, og það var ekki fyrr en í janúar að hún var aftur kom- in með eðlilegan hita. Eins og nærri má geta, var hún lengi veikburða eftir þetta og mátti ekkert á sig reyna. Hún mátti ekki fara út 4 Soraja var mjög veikburða 1 brúðkaupinu og leiS yfir hana þrivegis, meðan á vígsluathöfninni stóö. fyrir húsdyr, sérstaklega ekki vegna þess að vetur þessi var einhver hinn kaldasti í manna minnum. En stjórnin var óþolinmóð og vildi endilega að við gengjum í hjónaband við fyrstu mögu- legu hentugleika. Brúðkaupið varð erfitt. Vígsluathöfnin var alltof löng, með tilliti til heilsu Soraju; það leið yfir hana þrívegis meðan á þessu stóð, og þó höfðum við á morgni brúðkaupsdagsins látið klippa af brúðarslæðunni, af því að hún var Soraju of þung. Á eftir flýðum við norður að Kaspía- hafi til að hvílast þar í viku. En hveitibrauðs- dagar gátu það ekki heitið, því að ég varð að hraða mér fyrirvaralaust aftur til Teheran er forsætisráðherra minn, Ali Rasmara, var myrtur. Sá sem þá átti leik var svarinn óvinur minn, Múhameð Mossadek. LANDFLÓTTA Árin 1951—53 voru heldur óskemmtileg, bæði fyrir mig og þegna mína. Englending- arnir voru reknir á dyr, og um skeið var ekki svo mikið sem dropa af olíu dælt upp úr lindunum við Abadan. En tekjurnar af olíunni eru níu tíundu þjóðartekna frans. Þjóðin svalt og óánægjan óx. Mossadek andæfði mér á alla lund og gerði sitt ýtrasta til að einangra mig. Sjálfur var ég aðeins viss um eitt: ef íran yrði kommún- ískt, þá yrði það bani ríkisins. Mossadek tók það til ráðs að senda fjöl- VIKAN 3-»i.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.