Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 41

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 41
AUT A 5AMA J5T»Ð Finnslui snjóbjólbftrðarmr NOKÍA Það eru finnsku hjólbarðarnir sem slegið hafa í gegn hér á landi HAKA Það er hið óviðjafnanlega snjómynstur, sem gerir þá eftirsótta. Flestar stærðir snjóhjólbarða fyrirliggjandi. BIFREIÐAEIGENDUR Munið að næg bílastæði eru fyrir viðskiptavini á horni Rauðar- árstígs og Grettisgötu. N? SENDING Sendum í kröfu EQUL Y UHJ/UMSSON HF. Laugavegi 118 - Sími 2-22-40 allt. Flestir aðstoðarmenn Krist- offersens voru handteknir, þ.á.m. Jarvold kaupmaður, sem að lok- um hafnaði í turni Akershúss. Hann lézt nokkrum árum eftir stríð. Hilmar, aðstoðarmaður hans, sem var tekinn til fanga, var heppinn. Þjóðverjum skildist strax, að hann var ekki aðalmað- urinn. Hann hefur nú lokið skip- stjórnarprófi og er í verzlunar- flotanum. Þegar Kristoffersen hafði reik- að um í 14 dagá, komst hann loks í samband við annan heima- varnarmann. Þeir stálu báti og héldu austuryfir. En áður tókst Kristoffersen að hafa tal af Ole Johannessen (núverandi trygg- ingagjaldkera í Lurey), og þeir komu sér saman um ákveðna til- kynningu frá London, ef Kristof- fersen kæmist undan. (Og sem dæmi um ágætan árangur hinn- ar leynilegu neðanjarðarstarf- semi má nefna, að þessi sérstaka tilkynning frá London barst alla leið til móður Kristoffersens, sem þá var í haldi é. Falstad). Kristoffersen og félagi hans komust sem sagt til Melfjarðar, þar sem þeir hittu aðra félaga úr sömu deild. Núverandi skatta- fulltrúi í Mo í Rana, Erling Moe, og maður frá Finnmörk höfðu orðið að flýja frá sínum athug- unarstöðvum á Renga-eyju, nokkrum mílum norður af Lur- eyju. Þjóðverjarnir höfðu einnig þefað þá uppi. Þegar Kristoffersen hitti þessa félaga sína, var hann að niðurlot- um kominn. En kjötstappan, sem Moe bjó til, og sú staðreynd, að hann var meðal vina með vopn og mat. hleypti Hfi í hann.. Hann hefði þá vel treyst sér til að ráð- ast á allan hinn þýzka Wehr- macht (ríkisher). En þegar þeir svo enn á ný neyddust til að leita til eyjasvæðisins, lá við að hann gæfist upp. Þeir lágu úti við eyju eina hjá Hestmannen og biðu komu Catalina-vélarinnar. En hún kom að lokum og flutti þá yfir til Englands. Eftir langt hlé í Englandi var hann aftur kominn á kreik. í ágústmánuði 1944 stökk hann út í fallhlíf yfir Larvik-héraði. f febrúar 1945 var hann handtek- inn við Kolsás og settur inn í Akershus. Þetta var erfiðasti kaflinn á öllum stríðstímanum, og hann bjóst við að verða tekinn af lífi um miðjan maímánuð. Hann fékk lítinn mat, og það kallaðist hátíðarfæði fengi hann heila saltsíld til miðdegisverðar. En allri síldinni voru gerð góð skil, roði, beinum og innyflum. Uppgjöf Þjóðverja hinn 8. maí 1945 bjargaði honum frá lífláti. Og hann fékk greidd laun sem „etterretningsagent" til sama dags. Eftir stríð var hann vitni í landráðamálum, svo sem Rinnan- málinu. Hann stofnaði Heima- varnarblaðið og var ritstjóri þess í 6 ár. Blaðið mun engan sinn líka eiga í heiminum. Eftir það var hann yfirmaður í Forsvarets rekrutteringskontor í 3 ár. Þá var það að hann fékk boð frá 14. deild Fótgönguliðsins um að mæta til herþjónustu sem „korp- oral". Þegar Kristoffersen er spurð- ur, hvað hafi verið erfiðast eða farið verst með hann í starfi hans á stríðstímanum, þá svarar ahnn þegar: — Það var biðin og óvissan. Hringur soldánsins Framhald af bls. 21. Nú hló hún hátt. Hún baðaði út stórri hendinni, og það Ijómaði af rúbíninum. — Allt í lagi. allt í lagi, stúlka litla. Þú ert greinilega ákveðin og skapstór, er það ekki? Mér hefir allt- af llkað vel við fólk, sem segir sann- leikann. En ef þú hefir svona mikla trú á því að lifa í friði, hversvegna komstu þá hingað? Ef ég segði að það væri af fjöl- skylduást, þá yrðir þú örugglega reið, sagði ég hlæjandi. — Við get- um bara kallað það forvitni. — Hvað hefir þú heyrt um mig, sem gerir þig forvitna? — Það er mikið talað um þig. Þú ert ein sérkennilegasta persónan ( Líbanon. Ég held að ekkert hefði aftrað mér frá því að reyna að ná tali af þér, nema sióðandi olía. — Mundu það, John. Það er sjóð- andi olía, sem við þurfum að hafa við hendina. Jæja ,svo það .er mikið talað um mig? Hvaða fólk er það? — O, ég heyrði talað um þig á hótelinu í Beirut. — Við hvern varst þú að kjafta á hótelinu í Beirut? — Ég var nú ekki beinlínis að kjafta. Það var dyravörðurinn. Ég var að tala við hann um að fara fram hjá Dar Ibrahim, og — Hvaða hótel var það? — Phoenicia. — Það er nýtt hótel, skaut John inn í. Hann virtist ennþá áhyggju- fullur. — Haltu áfram, hvað var sagt um mig á þessu hóteli? — Aðeins að þetta væri forvitni- legur staður, og að ég ætti að skoða hann. Þá sagði ég að ég þekkti fjölskyldu þína, — ég sagði ekki að ég væri í ætt við þig. En ég spurði dyravörðinn hvort hann vissi hvernig þér liði. — Og hvað sagði hann þá? — Að þú værir við góða heilsu, eftir því, sem hann bezt vissi, en að þú hefðir ekki verið á ferli um langt skeið, — já, og að þú hefðir vitjað læknis frá Beirut . . — Vissi hann það? — Já, það hafði víst staðið í öll- um blöðunum. Ég fann að það marraði I sandi undir fótum mér, þegar ég hreyfði mig. Þetta stóra herbergi var ákaf- lega loftlaust, og mér var farið að líða illa. Ég fann ákafa löngun til að komast undir bert loft. — Christy. . . . Christy. . . . tuldr- aði veran í rúminu. — Það er skrít- ið nafn á stúlku. En það er gælu- nafn, hvað heitir þú í raun og veru? — Christabel. John Lethman hallaði sér fram. — Ættuð þér ekki að hvíla yður, lafði Harriet? Það er kominn tími til að þér takið töflurnar yðar. Á ég ekki að hringja á Halidu og vfsa ungfrú Mansel út. — Nei, sagði Harriet frænka. — Ég vil ekki taka töflurnar strax. Ég er alls ekki breytt. Sittu svolítið lengur, góða mín. Segðu mér hvar þú hefur verið og hvað bú hefur haft fyrir stafni. Hve lengi hefirðu verið í Beirut? — Síðan á föstudagskvöld. Eg var með ferðamannahópi. Ég sagði hanni frá ferðinni og reyndi að vera eins skemmtileg og mér var unnt. Eg hefði þegið að losna við þetta samtal, en ég vildi ekki láta Johh Lethman reka mig út úr herberginu fyrr en ég hafði svo að segja sagt henni alla ævi- sögu Charlesar. Ég var eiginlega 3 tbl VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.