Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 6

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 6
KJOLA- EFNI.. LAUGAVEGI 59 SÍMI 18647 Þér spariO med éskrift UIKflN SkiptioltiJ33 - símiíj35320 Inflúensugrímur Kæri Póstur! Ég sá nýlega mynd í einu dag- blaðanna sem vakti athygli mína. Hún var af tveimur stúlk- um, sem báðar voru með litla grímu fyrir andlitinu til þess að reyna að koma í veg fyrir að smitast af inflúensu. Eg sá ekk- ert athugavert við þessa mynd, en á vinnustað mínum var óspart gert gys að henni, svo að líklega hefur hún komið mörgum spánskt fyrir sjónir. Er ekki al- gengt að fólk beri svona grímur og þá sérstaklega fólk, sem er veilt fyrir og getur farið illa, ef það fær slæma inflúensu? Er þetta kannski algerlega nýtt fyr- irbæri, sem stafar af því, hve inflúensan. sem herjað hefur í Bretlandi nú í ár, hefur verið hættuleg og skæð? Að svo mæltu þakka ég þér fyrir allt gama'.t og gott og óska þér heilla á nýbyrjuðu ári. Ára- mótaforsíðan hans Halldórs Pét- urssonar var alveg stórkostleg. Þið birtuð góða forsíðu eftir hann um áramótin í fyrra líka, en ég held, að þessi hafi verið enn betri. Með beztu kveðjum. H. J. J. Við höfðum aldrei vitað til þess áður að fólk bæri grímur á al- mannafæri í varnaðarskyni fyr- ir inflúensu, fyrr en áðurnefnd mynd birtist á forsíðu Morgun- blaðsins. Ætli þetta sé ekki frem- ur sjaldgæft og stafi fyrst og fremst af því, hve infiúensan, sem lierjað hefur svo mjög í Bretlandi í vetur hefur verið slæm. Flugfreyjustarf Kæri Póstur! Ég les alltaí Vikuna og nú langar mig til þess að biðja þig að hjálpa mér svolítið. Eg hef áhuga á að gerast flugfreyja, en þarf að fá upplýsingar um starf- ið, menntun, aldur og þvílíkt. Svo þakka ég þér fyrir gott efni bæði fyrr og síðar og vona að þú svarir mér, en fleygir ekki bréfinu í ruslakörfuna. S.V. Við höfum oft áður veitt slíkar upplýsingar, en kannski breyt- ast þær frá ári til árs. Samkvæmt auglýsingu frá Flugfélagi fslands nýlega er aldurstakmark 19 ár og góð málakunnátta nauðsyn- leg. Nýjar flugfreyjur verða ráðnar hjá félaginu í vor og þurfa umsækjendur að geta sótt kvöldnámskeið, sem hefjast um miðjan febrúar næstkomandi. Frelsarinn og poppið Kæra Vika! Ég las í einhverju blaði ekki alls fyrir löngu, að tvær kunnar popphljómsveitir séu búnar að leika inn á hljómplötur einhvers konar útgáfu af Pílagrímakórn- um í Tannháuser. Ég hef hvoruga plötuna heyrt, en ég er sannfærð um, að um algera mis- þyrmingu er að ræða á sígildu og gullfallegu verki af trúarleg- um toga spunnu Hvernig er við öðru að búast frá þessum popp- hljómsveitum? Það fylgdi grein- inni, að a. m. k. önnur þessi plata hefði verið bönnuð í sjón- varpinu. Ég vona bara innilega, að útvarpið geri slíkt hið sama, svo að maður þurfi ekki eftir- leiðis að hlusta á skelfinguna. Það dugir ekki að segja, að mað- ur geti þá bara lokað fyrir út- varpið. Það eru ekki allir í að- stöðu til þess. Víða er útvarpið látið ganga liðlangan daginn, án þess nokkur fái rönd við reist, til dsemis á vinnustöðum, veit- jngahúsum og víðar. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. M. ÞaS væri kannski ráð að heyra plöturnar einu sinni, áður en dómur er kveðinn upp um þær. f sambandi við útvarpið má minnast á baðmull, sem hægt er að stinga í eyrun. Hún deyfir að minnsta kosti. Gjörbreyting á Vikunni Kæri Póstur! Við erum hér samankomnir nokkrir áhugaljósmyndarar, og við höfum verið að velta því fyr- ir okkur, hvernig muni standa á þessari gjörbreytingu sem orðin er á VIKUNNI. síðustu mánuði, eða allt að hálfu ári, myndirnar í blaðinu eru orðnar bókstaflega eins og ljósmyndir, skýrar og fínar eins og á ljósmyndapappír væru, til dæmis myndirnar í opnunni frá FTGARO sýning- unni. Kæri Póstur! Vilt þú nú segja okkur hvernig þetta er hægt, — eru það vélarnar eða sérstaklega góðir fagmenn, sem eru svo til nýteknir við prentuninni. Eins og allir vita höfum við alls ekki 6 VIKAN 3-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.