Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 39

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 39
þykkur. „Starf konu er að þjóna manni sínum," segir hann. „En karlmennirnir hafa látið kon- urnar ganga of langt. Við höfum veitt þeim jafnrétti og það er nokkuð sem ég trúi ekki á. Tal- aðu við sjálfstæða konu nú til dags og það sem hún segir við þig er: ,,Hvernig get ég hlustað á þig? Ég verð að standa mig sjálf, vegna þess að ég trúi ekki á karlmenn." En ef karlmaður er maður, raunverulegur maður, þá vill hver kona leggja allt sitt traust á hann. Þegar kona er með manni þá sér hún eitthvað við hann. Það er ekki aðeins kyn- ferðisleg þörf, heldur sér hún eitthvað við persónuleika hans og hún gefur sig alla. Karlmað- ur getur sofið hjá hvaða konu sem er og það kemur hvergi nærri tilfinningum hennar eða tilfinningum hans til konu sinn- ar. Konur láta sem svo að þær séu jafnar á við karlmenn, en þær eru það ekki, því að þegar kona elskar mann sinn er hún honum trú Það er nefnilega þannig að konuást er mun sterk- ari en karlmannsást." Tom lýkur hljómleikaferð sinni um austurströndina með því að syngja í Philadelphia. f „the Spectrum", sem er risastór íþróttaleikvangur. Aðdáendurnir æpa sig hása fyrir utan á meðan Tommi klæðist í húningsher- berginu og lúðrasveit leikur marsa svo þokukennt, að engu er líkara en að þeir séu í gufu- baði. Enn einu sinni er svo þétt- setið í kringum senuna að kon- ungurinn birtist í lögreglufylgd. Þegar hann svo stekkur upp á sviðið þenjast 35000 lungu (tvö á mann) af aðdáun og hrifningu. Hávaðinn í fólkinu er svo mik- ill að manni líður eins og höfuð- ið á manni sé innan í bongo- trommu og glampar ljósmynda- vélanna blossa hraðar en hægt er að ímynda sér; hreint stacca- to-bít. Ung kona hleypur skyndilega fram og býður Tom Jones sjálfa sig; mannfórn. Lögreglumaður grípur hana og þeytir henni til baka. En þá koma þær. í hundr- aðatali æða þær að sviðinu, þar sem þær lenda á þéttri lögreglu- mannakeðju er þeytir þeim aftur til baka, hvað eftir annað, rétt eins og þeir væru að handfjatla lélega skreið. Umboðsmaður Tomma gengur á milli og krefst þess að enginn verði meiddur. Það heyrist ekki orð af því sem velski verkamaðurinn syngur. Konurnar hafa þegar hent til hans öllum þeim vasaklútum sem til eru í salnum og þá hefjast þær handa við að rífa utan af sér fötin. Er hljómleikunum lýk- ur liggja á sviðinu tugir belta og snúra, tveir baðmullarkjólar, skór, nælonsokkar, fleiri en nokkur entist til að telja og einn brjóstahaldari. í sitt hvoru horn- inu liggja hárkollur, fjórar tals- ins. Stúlkukind ryðst í gegn og heldur á stórum kassa í höndun- um. Lögreglumaður slær hann af henni um leið og hún kemur upp á sviðið og kassinn dettur á gólf- ið. Lokið af og þar með opinber- ast stór og mikil terta — í þrem- ur bútum — sem á er letrað með bleiku: „Við elskum þig, Tom, — Thelma og Carol." Bak við sviðið er rætt um það hvernig eigi að koma honum af senunni án þess að hann verði troðinn undir. Loksins fær hann höfuðhneigingu írá umboðsmann- inum, Gordon Mills (sem upp- götvaði hann), PÚFF! allt er svart og Tom horfinn. Niðri í kjallaranum bíða átta ungir menn í einni röð. Þeir eru allir í hjólastólum og nýkomnir frá Viet Nam. Því hafði verið komið þannig fyrir að þeir yfir- gæfu salinn nokkrum mínútum áður en hljómleikunum lauk, svo þeir gætu heilsað upp á Tom og fengið eiginhandaráritanir. Þeir eru ekki sérstaklega hrifnir, er alveg sama, en einhverjum datt þetta í hug. Þeim hinum sama datt hins vegar ekki í hug að láta Tom Jones vita. Hermennirnir bíða í rúman hálftíma, en þá er gefizt upp. Það er of seint, því Tom er farinn. Því miður. Honum hefði ekki verið sama. Vor um haust Framhald af bls. 11. en á mörgum öðrum sviðum og að margir, sem lítil f járráð hafa, velji blóm til tækifærisgjafa nú en oft áður. — Hvernig virðist þér ungu fólki falla garðyrkja. — É'g held óhætt sé að segja, að margir fái talsverðan áhuga, þegar þeir kynnast starfinu, og sumir finni þar hugstæða leið til framtíðar. Skólafóík sækír fast að komast í garðvinnu á sumrin. Veldur þar miklu um, möguleik- inn til útivistar. Jón H. Björnsson býr ásamt konu sinni, Margréti Gunnlaugs- dóttur, og fjórum börnum þeirra á sólríku heimili í höfuðborginni. Þar er unnið jöfnum höndum að uppeldi barna og blóma. Senn líður að vetrarsólhvörf- um og þá er kominn tími til að undirbúa næst'u vordaga. Þ.M. Arabíu-Lárens Framhald af bls. 18. líf sitt og hét Sjö súlur vizkunn- ar (Seven Pillars of Wisdom), er svohljóðandi tilvitnun, tileinkuð „S. A.": „Ég elskaði þig, og þess vegna hrærði ég þessar öldur af mönnum með höndum mínum." Margir áhugamenn um Law- rence hafa brotið heilann um NÝTT FRÁ RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ 6614. MEÐ 4 HELLUAA, ÞAR AF 1 MEÐ STIGLAUSRI STILLINGU OG 2 HRAÐSUÐUHELLUR, STÓRUM STEIKAR- OG BÖKUNAROFNI. Yfir- o gundirhiti fyrir steikingu og bökun stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill), stór hitaskúffa, Ijós í ofni. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgS. VIÐ ÓÐINSTORG - SÍMI 10322 hver þessi S. A. hafi verið. Brezkur liðsforingi, sem vann með Lawrence í eyðimörkinni, hefur fullyrt að hún hafi verið Gyðingakona, búsett í Damaskus. Hún var í vinfengi við Law- rence, og af þeim sökum tóku Tyrkir hana til fanga og reyndu með pyndingum að fá upp úr henni hvar Lawrence héldi sig. Hún þrætti lengi vel, en þar kom að kvalirnar fóru að vinna bug á henni. Nú vildi svo til að einn böðl- anna var njósnari í þjónustu Breta. Þegar hann sá að stúlkan var í þann veginn að gefa um- beðnar upplýsingar, réð hann henni bana svo lítið bar á. Mjög hefur verið um það deilt hvort hernaðaraðgerðir Law- rences og Araba hans hafi haft mikið eða lítið gildi fyrir stríðs- rekstur bandamanna. Víst er um það að þessi undursamlegi forn- fræðingur vann mörg frábær af- rek, miðað við allar aðstæður, en hins vegar er svo sem trúlegt að Allenby hefði hrakið Tyrki úr Palestínu og Sýrlandi hvað sem arabísku skæruliðunum leið. Eftir að Lawrence var setztur að í Dorsetshire, átti hann við nokkuð sérstæða heimilisplágu að búa. Kráka nokkur (sumir segja mávur) var vön að koma á gluggann og gogga* í rúðuna. Honum líkaði þetta illa, hljóðið af höggum fuglsins gerði hann dapran í bragði og rifjaði upp fyrir honum leiðinlegar endur- minningar. Hann flutti í annað herbergi, en fuglinn flutti líka. Svo var það dag nokkurn að einn vina Lawrences tók byssu og skaut fuglinn. Og haft er fyrir satt að á sama andartaki hafi höfuðkúpa Law- rences brotnað á veginum skammt frá. dþ. Einn gegn þúsund Framhald af bls. 31. með senditækið og allt dótið. Áreiðanlegur drengur frá næstu byggð, Hilmar, varð aðstoðar- maður hans. Þar að auki hafði hann marga menn í þorpinu sér til aðstoðar, t.d. Jarvold, kaup- mann á Oneyju. Móðir Kristof- fersens kom með mat til hans í felustaðinn, eftir að þeir misstu matvæli þau, sem hann kom með. s.tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.