Vikan


Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 20

Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 20
Lára Ágústsdóttir, miðill: „Hún er einkaritari þriggja látinna lækna" var fyrirsögn sænska blaðsins á viðtalinu við hana. öllu landinu, ssm skildi þessa æðislegu norðurnorsku mállýzku hans. ,,Sá dog mannen knall og fall,“ segir Olofsson frá. Og ekkjan fór á fund hjá Hafsteini. Og hún varð ekki fyrir vonbrigðum: bæði hún og aðrir fundarmenn fengu brátt að heyra bónda hennar heitinn ávarpa hana gegnum miðilinn — og á heimsins æðislegustu norsaramállýzku! Olofsson minnir hér öðru sinni á að Hafsteinn hafi aldrei verið erlendis og skilji og tali ekkert tungumál nema íslenzku. Hann tekur einnig fram að íslenzkir andatrúarmenn telji spíritisma alls ekki til trúar- bragða — þetta er vitneskja en ekki trú, hefur hann eftir Otto Mic- helsen. Þá víkur Olofsson að Láru Ágústsdóttur, sem honum virðist ekki síður athyglisverður miðill en Hafsteinn. Hennar sérstaða er eink- um fólgin í hjálp við sjúka, og til dæmis um það nefnir greinarhöf- undur að segja megi að hún sé jarðneskur einkaritari þriggja látinna lækna. Einn þeirra er persneskur og heitir Abdúlla, en nöfn hinna munu hljóma íslenzkum lesendum kunnuglegar í eyrum: Þórður Sveinsson og Matthías Einarsson. Læknar þessir þrír hafa fyrir vana að heimsækja Láru milli klukk- an tólf og tvö um nóttina og aftur milli fimm og sjö undir morgun- inn. Þá segir hún þeim frá sjúklingunum, sem leitað hafa til henn- ar. Þeir greina sjúkdóminn og gefa góð ráð við honum. Þar getur bæði verið um að ræða lyf- og skurðlækningar. Lára kemur svör- unum svo til sjúklinganna. Svo virðist sem Olofsson þyki þessar næturheimsóknir læknanna til einkaritara þeirra allt að því óviðeig- andi, því að hann tekur fram að þeir séu að vísu líka fáanlegir til að líta við hjá henni „vid kristligare tider“, þegar Lára hefur miðils- fundi fyrir hina sjúku. Lára, sem nú er sjötug að aldri, fær bréf víðs vegar að af jörð- inni, flest frá sjúklingum sem leita ráða hjá læknunum hennar. Bréfin koma. einkum frá öðrum Norðurlöndum, Bretlandi og Hol- landi. Þau skipta mörgum þúsundum ár hvert. Aðspurð sagðist Lára aldrei fá eftir á kvörtun frá sjúklingi, sem leitað hefði til hennar, en hins vegar skrifuðu margir fullir þakklætis og kvæðust hafa fengið bót meina sinna. Ennfremur sagðist Lára ekki mæta neinni andúð af hálfu islenzkra lækna. Lára þarf ekki að falla í trans þegar læknarnir koma til hennar á nóttinni, en vitaskuld gerir hún það á miðilsfundunum, þegar læknarnir hafa sjálfir samband við sjúklingana. Þegar Persinn Ab- dúlla tekur á móti þarf túlkur að vera viðstaddur, þar eð hann tal- ar ensku í gegnum Láru. Bæði hann og aðrir mæla gegnum miðil- inn röddum, sem eru gerólíkar hennar eigin. Það vottuðu margir viðmælendur Olofssons og sjálfur hlustaði hann einnig á raddir læknanna af segulbandi. Túlkur Olofssons er hann ræddi við Láru var frú Gunnlaug Thor- arensen, lyfsalaekkja á Akureyri. Hún sagði Svíanum að á miðils- fundum virtust hendur Láru minnka og stundum hyrfu handleggir hennar gersamlega. —- Eins og þegar hefur verið drepið á hefur Lára tekið upp á segulband margar þeirra radda, er talað hafa í gegnum hana á fundum. Þar á meðal er Magnús nokkur, sem brennd- ur var fyrir galdra árið 1632. Allir á Norðurlöndum muna eftir þegar dönsku smábarni, Tinu Wiegels, var rænt rétt fyrir jólin 1965. Lára sýndi Olofsson bréf frá foreldrum telpunnar, þar sem þau biðja hana hjálpar og senda henni jafnframt flík af dóttur sinni. Lára sagðist hafa séð að ekkert gekk að telpunni og heyrði um leið innri rödd, sem minntist á Helsingja- eyri og Svíþjóð. Lára kvaðst þegar hafa komið þessum upplýsing- um áfram til dönsku lögreglunnar, og þær leiddu til þess að hún komst á sporið og fann Tinu litlu heila á húfi! Ekki kemur þetta nú alveg heima við upplýsingar lögreglunnar sjálfrar. Að visu var leitað til miðla og skyggnra manna í sambandi við þetta mál, en það sem kom lögreglunni um síðir á rétt spor var bréf frá nágranna konunnar, sem rændi Tinu. En á því leikur enginn vafi að Lára sá fvrir Surtseyjargosið. Að minnsia kosti vitna þeir um það báðir, Sigurður Ólason hæsta- ré'tariögrr.aður og séra Sveinn Víkingur. Lára minntist á það við gestinn að „þetta með Bítlana“ hefði eitt- hvað dreift hug æskunnar frá andatrúnni. En ekki sá Olofsson sjálf- ur annað en að áhuginn væri vel vakandi. Á Akureyri sá hann fjölda bóka um þetta efni í útstillingarglugga bókabúðar, og í Reykjavík fengu stúdentar Hafstein Björnsson til að tala yfir sér í Háskólan- um, þrátt fyrir andróður guðfræðideildarinnar. Forustumenn spíritista í Reykjavík sögðu Olofsson lika að engin hætta væri á öðru en nýir miðlar fengjust til að taka við af þeim öldruðu, þegar þeir „færu héðan“. í því sambandi getur Svíinn um tvítuga flugfreyju hjá Flugfélagi íslands, sem bæði sé skyggn og forspá. Er greinilegt að hinum sænska blaðamanni þvkir sérlega frá- sagnarvert að á íslandi skuli flugfreyjur, einhver hámódernasta stétt samtímans, einnig standa í sambandi við andaheiminn. Og með því lýkur skrifum Rune Párs Olofssons frá íslandi, „landinu bar sem þeir látnu lifa“, eins og hann orðar það. dþ. Hcnnar sérstaða er einkum fólgin í hjálp við sjúka, og til dæmis um það nefnir greinarhöfundur að segja megi að hún sé jarðneskur einkaritari þriggja látinna lækna. Einn þeirra er persneskur og heitir Abdúlla, en nöfn hinna munu hljóma íslenzkum lesendum kunnuglegar í eyrum . . . 2') VTKAN 23-tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.