Vikan


Vikan - 04.06.1970, Page 21

Vikan - 04.06.1970, Page 21
Skið?.kappinn Muria verður tæplega léttur á sér í þessum búnaði. Hann verður að hafa súrefni og fallhlíf meðferðis, þegar hann klífur „þak i:eimsins“. Skíðaferðir við Moiint Everest í hengjunum verða þeir oft að taka 60 gráðu beygjur. Japanir láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna, eins og Ijóst er eftir vel heppnaðan leiðangur þerira á efsta tind jarðarinnar, Mount Ever- est í Himalaja, ,,þak himinsins". Þeir leika sér líka á skíðum ( þessum snævi þöktu tindum. Jap- önsku skíðagarparnir Yuichiro Muira og Masura Tschuchida renndu sér úr 5500 metra hæð, 1000 metra í beina línu, niður suður-kamb Everest. Þar blöstu við suðaustur brúnirnar, sem enginn ofurhuginn hefir ennþá klif- ið. I sumar æltar þrjátíu og þriggja manna hópur að freista þess að kom- ast upp á þannan tind. Þaðan ætla þe:r líka að hefja sögulegustu skíða- ferð aldarinnar, yfir hinar eilífu snjó- breiður suðurhlíðar Everest, fyrir neðan 6900 metra hæð. Skíðamennirnir verða að hafa súr- efni meðferðis, eins og allir fjall- göngumenn, og þessutan verða þeir að hafa fallhlífar, þær eru einskonar neyðarbremsur. Þarna verða þeir oft að taka 60 gráðu beygjur (í stað þess að venjulega er hámark 40 gráður), ! aðrennsli að stökki, og hraðinn getur orðið 200 kílómetrar á klukkustund, en með fallhlífunum geta þeir bremsað sig niður í 50 kílómetra. Atta kvikmyndatökumenn verða með í leiðangrinum og það er ætl- unin að hraða þessu svo að gestir á heimsýningunni ,,Expo 70" í Os- aka, fái tækfiæri til að sjá þá kvik- mynd. ☆ Hraðinn getur orðið 200 kílómetrar á klukkustund, svo skíðakapparnir verða að hafa fallhlífar til að bremsa. 23. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.