Vikan - 04.06.1970, Síða 25
barið með prikum og allt í einu ultu þeir
Paczowski og lögregluþjónninn um koll eins
og tuskubrúður.
Milly sat sem steinrunnin í horni sínu.
Hvaða læti gátu þetta verið ... . En svo heyrði
hún rödd sem hún þekkti.
— Dana . ..
Þarna úti í náttmyrkrinu stóð Yvonne Gal-
atz barónsfrú ... í svartri kápu með hettu
yíir höfðinu og sígarettu í munninum.
— Barónsfrú! hrópaði Milly undrandi. —
Hvaðan í ósköpunum . . . þér hér? Hvað á
þetta að þýða?
HvaS var þessi gamli ónytjungur aS þvæla?
Jóhann Salvator trúSi ekki sínum eigin eyrum. ÆtluSu þeir
aS reka hann úr hernum? Nú þurfti hann á hjálp aS
halda, og sá eini sem gat hjálpaS honum var Rúdolf
krónprins. En hvaS var orSiS af honum ....?
Barónsfrúin brosti. — Ég lofaði erkihertog-
anum að koma yður undan. Og voilá, þér er-
uð frjáls. Komið, mín kæra, við megum eng-
an tíma missa.
Rússarnir tveir, þeir töluðu að minnsta
kosti rússnesku, bundu kyrfilega hina tvo
meðvitundarlausu menn og fleygðu þeim út
úr vagninum. Milly klöngraðist líka út. Allt
í kring var svarta myrkur. Hvergi var hús
eða ljós að sjá. Dauf skíma af tunglinu var
eins og mjó rönd milli skýjanna.
A þjóðveginum við járnbrautarsporið beið
stór fjóreykis vagn. Fyrir aftan hann var
tvíeykisvagn.
— Hvar er Giapni? spurði Milly.
Barónsfrúin sagði henni að hann hefði ver-
ið neyddur til að fara til Vínar með aukalest,
eftir skipun frá hermálaráðuneytinu. — Hann
fól mér að sjá um yður. Ég ætla að sjá til
þess að þér náið fljótlega sambandi við hann.
Það erfiðasta er að baki, héðan af erum við
óhultar.
— En hvernig í ósköpunum gátuð þér
komið þessu í framkvæmd? sagði Milly, sem
ennþá var skilningsvana.
— O, það var mjög einfalt, svaraði Bar-
ónsfrúin rólega. — Við settum upp rautt
merki. Og meðan lestin var kyrr, kræktum
við vagninum frá. Það kemst ekki upp fyrr
en á næstu stöð, og þá erum við komnar
langt í burt. Hún hló og þrýsti Milly að sér.
— Ég gat meira að segja náð í dótið yðar,
skartgripina líka. Lítið á vagninn!
Farangursrýmið aftan á vagninum var fullt
af ferðatöskum. Milly kom ekki upp orði, en
sagði loksins: ,
— Nei, nú gefst ég alveg upp. Þér eruð
töframaður, barónsfrú!
Herra Paczowski lá friðsamlega í grasinu
og lögregluþjónninn við hlið hans.
— Við þorðum ekki að láta þá verða eftir
í vagninum, sagði barónsfrúin, — þeir hefðu
kannske verið drepnir á stöðinni, og það
hefði komið af stað meiri lögreglueftirliti,
sem gæti orðið óþægilegt.
Rússarnir settust upp í tvíeykisvagninn og
óku af stað á fleygiferð.
— Hverjir eru þessir tveir nánungar?
spurði Milly.
— Þeir eru ábyggilegir, svaraði barónsfrú-
in og vildi greinilega ekki tala frekar um þá.
Þær settust upp í stóra vagninn. Ekillinn
lét smella í keyrinu og þau óku af stað. Þau
óku til suðurlandamæranna í áttina að Kar-
patafjöllum. Hinum megin við fjöllin lá Ung-
verjaland — Búdapest...
Jóhann Salvator ók beint frá járnbrautar-
stöðinni í Vín að hermálaráðuneytinu, án
þess að gefa sér tíma til að fara heim og
skipta um einkennisbúning. Taugar hans
voru spenntar. Hann vissi ekki hvern hann
átti að tala við í hermálaráðuneytinu. En
hann var strax sendur inn til Albrechts erki-
hertoga, yfirmanns alls hersins. Þá vissi hann
að hann átti ekki á góðu von.
Gamli hershöfðinginn sat við skrifborð sitt.
Það glórði í drembileg augu hans undir þung-
um augnalokunum. Hann hafði skotið fram
neðri vörinni, sem var greinilegt merki um
Habsborgarættina, og sterkara hjá honum en
öðrum slcyldmennum hans. Þetta setti ein-
hvern fyrirlitningarsvip á hann.
— Fáðu þér sæti, sagði Albrecht erkiher-
togið, með kuldalegri rödd. — Ég hefi óþægi-
leg tíðindi að færa þér, Jóhann Salvator.
Jóhann Salvator sló saman hælunum,
hneigði sig þegjandi og settizt. Sverðinu hélt
hann milli hnjánna.
— Þau eru óþægileg lika fyrir mig, hélt
Albrecht erkihertogi áfram. — Þú munt án
efa ganga út frá að ég ætli að hefna mín á
þér, vegna þess að þú hefir breytt það út að
ég hafi sofið í orrustunni um Custozza. En
ég tek það fram, að mér er ekki í nöp við þig.
Það væri langt fyrir neðan mína virðingu að
taka slíkt alvarlega. Og hlustaðu nú á ...
Jóhann Salvator sat þráðbeinn og horfði á
hershöfðingjann. Hann þagði eins og steinn
og beið.
Albrecht erkihertogi tók upp skjalabunka.
Röddin varð ennþá kaldari.
— Ég er hér með skýrslur þínar um landa-
mæravarnirnar í Galisíu. Þetta var auðvitað
með mestu leynd sent til Hans Hátignar. Það
eitt er auðvitað ófyrirgefanleg ráðstöfun og
brot á aga. Hver einasti liðsforingi veit að
það á að snúa sér til mín með slík mál. Þú
einn óhlýðnast þeirri venju.
Jóhann Salvator var orðinn náfölur. -—
Fyrirgefðu frændi, sagði hann, -—■ en fyrir
mér var málefnið mikilvægast, ekki venjan.
Landvarnirnar eru í skammarlegri niður-
níðslu. Það er vitað fyrir löngu í ráðuneytinu,
og samt er ekkert gert í því. Þessvegna fannst
mér réttast að senda þetta beint til keisarans.
Herforinginn brá ekki svip. — Keisarinn
sendi auðvitað skýrslurnar ólesnar til mín.
En við skulum ekki tala um það núna. Það
er nokkuð annað sem er þyngra á metaskál-
unum, og það er að þú með tiltæki þínu hefir
sett öryggi föðurlands þíns í hættu.
-— Hvað ertu að segja? Jóhann Salvator
hallaði sér frama. — Öryggi ríkisins? Hvern-
ig má það vera?
— Við höfuð öruggar sannanir fyrir því að
afrit að þessum skýrslum þínum eru komnar
í hendurnar á rússneska herforingjaráðinu.
Framhald á bls. 43
23. íbi. VIKAN 25