Vikan - 04.06.1970, Síða 30
Spennandi framhaldssaga
Ævintýri á Spáni
Eftir Jan Anderson
3. hluti
Tveir menn úr ríkislögreglunni voru eflaust að
leita að karlmanni og tveim konum. Þessvegna
hafði Desmond dreift okkur....
Er ég var búinn að fá nóg af að horfa út um gluggann, sá ég, að
Anna hafði skipt um rúm, og þá sá ég, að hitt hlyti að vera þægilegra.
Eg skipti um kjól og hrukkaði ennið við tilhugsunina um Desmond.
Ég gat vel hugsað mér, að enskan hans væri ekki sem allra réttust.
Það var eins og hann væri ekki alveg öruggur með sjálfan sig að því
leyti. Að tala við Desmond var eins og að tala við vel uppalinn útlend-
ing, en ekki Irlending, eins cg þann, sem ég hafði einu sinni kynnst.
Þegar hann fór aftur til írlands, hafði hann neyðst til að læra móðurmál
sitt aftur.
4. KAFLI
„Hafi Valencia verið fræg fyrir nokkuð, hlaut ástæðan að vera appels-
ínurnar ellegar dómkirkjan," sagði Desmond gamansamur. „I borgara-
styrjöldinni notuðu hægrisinnarnir dómkirkjuna sem geymslu fyrir bíla
sína og skotfæri, töldu að kirkjan yrði ekki fyrir skothríð. Og það reynd-
ist líka rétt. En sjálfir skemmdu þeir hana. Ég skal spyrja prestinn, hvort
við megum skoða guðshúsið. Hér er geymdur Santo Caliz, — hinn heilagi
Gral." Hann brosti. „En það vita ekki allir, enda er hann umdeildur.
Það er til leiðbeiningabæklingur á ensku. Ég skal biðja prestinn að gefa
ykkur sinn hvorri sem minjagrip."
Anna virtist hrifin af þessumu upplýsingum og mælti: „Hinn heilagi
Gral. Attu við, að bikarinn, sem Jesús drakk úr við síðustu kvöldmáltíð-
ina sé hér niðurkominn? Bikarinn, sem blóðið frá krossinum draup í?"
„Já," svaraði Desmond. „En hérna kemur presturinn og get ég spurt
hann."
Ekki varð ég neitt hrifin af dómkirkjunni. Hún liktist einna helzt tómri
hlöðu, og var það sjálfsagt sök þeirra, sem athafnað höfðu sig þar í
borgarastyrjöldi'nni.
Ritlingurinn, sem Desmond útvegaði okkur, var skrifaður á spænsku og
slæmri ensku. Hinn heilagi Gral, var talsvert skreyttur og því ótrúlegt,
að það gæti verið bikarinn, sem Kristur drakk úr. En bikar þessi minnti
talsvert á þann, sem Leonardo de Vinci sýndi á málverki sínu af síðustu
kvöldmáltíðinni.
Þá er við komum út úr kirkjunni, sagði Anna: „Hvað nú?"
„Ég vildi gjarna sjá málverkasafn," svaraði ég. „Hef heyrt að þau séu
mjög góð hér."
„Hefurðu áhuga fyrir listum?" spurði Desmond.
„Ég átti oft erfitt með að draga hana út úr söfnunum í Italíu," greip
Anna fram í.
„Það eru tvö söfn í Valencia, og ég mæli með Muso Provincial de
Bellas Artes. Þar eru verk eftir Goya, Ribera og Velasquez. Á ég að ná
í leigubíl?"
„Ekki vil ég eyða góðum sólardegi í að glápa á gömul málverk með
Lísu", sagði Anna á bragði. „Fékk nóg af því í Ítalíu. Heldur vil ég skoða
búðir eða annað skemmtilegt. En hvað finnst þér, Desmond? Ertu með,
Lísa? Án túlks er ég alveg hjálparlaus í búðunum."
Desmond horfði til skiptis á okkur stöllurnar meðan hún masaði. „Ég
held við tökum bíl og hleypum Lísu út við safnið og tökum hana aftur
á heimleiðinni," svaraði Desmond. „Nei, við tökum tvo bíla og ég segi
bílstjóranum, hvert fara skal. Svo sækjum við þig
Desmond leiddi okkur nú hvora við sína hlið að leigubíl og gaf öðr-
um merki.
„Eigum við að segja klukkan fimm?" spurði hann. „Þá höfum við
t'ma til að fá okkur eitthvað að drekka fyrir kvöldmat."
Ég ætlaði að andmæla, en áður en mig varði var hann búinn að koma
mér inn í bílinn og loka og borga bílstjóranum. Að svo búnu hvarf
hann með Onnu.
Bíllinn ók undir eins burt með mig. Mér rétt gafst ráðrúm til að sjá
Desmond flýta sér að vísa Önnu inn í hinn bílinn. Og í sömu andránni
sá ég tvo menn úr ríkislögreglunni. Þeir gengu hægt í áttina að dómkirkj-
unni, og það glampaði á rifflana.
Einmitt Desmond hafði þá séð menn þessa, og þess vegna flýtt sé'
svona óskaplega að komast burt. Ég brosti með sjálfri mér. Þeir voru
sjálfsagt að leita að manni og tveim konum saman. Þess vegna hafði
Desmond dreift okkur. En hann hafði valið Önnu handa sér
í listasafninu gleymdi ég þessum hugsunum við að sökkva mér niður
myndir eftir Goya. Yfir henni var kynleg stemning.
Svo vissi ég ekki fyrri til en ég heyrði sagt: „Hvað sagði ég ekki? Auð-
vitað hefur hún setið hér síðasta klukkutímann."
Þetta var rödd Önnu. Desmond stóð við hlið hennar með fangið fullt
af pinklum. „Lísa er fyrsti kvenmaðurinn, sem ég hef vitað til að dáðist
að Goya," sagði hann. „En kvenfólkið getur líka haft gaman að því
óhugnanlega. Hafið þið nokkurntíma horft á nautaat? Ég skal koma ykk-
ur í kynni við þann leik í Madrid."
Ég hristi höfuðið. „Nei, takk fyrir, Desmond. Það er ekki fyrir mig."
„Nú, en ég hef séð bandarískar konur hafa gaman af hnefaleika-
keppnum, og er það þó blóðugt sport."
„Þetta á ekki við allar bandarískar konur!" var ég fljét til að svara.
Hann hló. „Það er satt. Alveg eins og sumar spænskar konur eru
englar. En flestar þeirra eru það sannarlega ekki."
„Ef þú átt við, að þær séu afbrýðisamar og eigingjarnar, þá er það
rétt hiá þér," svaraði ég.
„Já, auðvitað." Hann gekk móti útganginum. „Þær gera allt til að hefna
sín, ef elskhuginn svíkur þær. Menn hafa verið drepnir af þeirri ástæðu."
„Og konur líka," bætti Anna við. „Eins og með morðið í Barcelóna,
sem við heyrðum um í útvarpinu."
Hann leit á Önnu og svaraði með hægð: Máske. Hafið þið nokkuð
heyrt meira síðan? Jæja, við skulum annars gleyma því."
Anna hristi höfuðið. „Nei, þú ráðlagðir okkur að hlusta ekki á Gíbraltar-
stöðina. Við höfum ekkert hlustað á útvarp síðan. En hvert eigum við nú
að fara?"
Hann svaraði brosandi: „Það er „Bodega" hér í nágrenninu. Ég hygg
það sé okkur að skapi. Þangað koma margir ferðamenn."
Jú, þetta var snoturlegasti staður með tónlist og sígaunadönsurum. Og
þar var mergð af íerðamönnum. Maturinn var líka furðugóður. Við urðum
ásátt um að vera um nóttina í Valencia og halda áfram daginn eftir. Anna
30 VIKAN ^3-tbl-