Vikan


Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 43

Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 43
LIQUI - MOLY AFTUR FYRIRLIGGJANDI HVAÐA ÞÝÐINGU HEFUR LIQUI-MOLY SMURHÚÐIN FYRIR BIFREIÐAEIGANDANN? Ein dós af LIQUI MOLY sem kostar rúmar kr. 150,00 myndar slitlag á núnings- fleti vélarinnar sem endist 4800 kílómetra. Á þessu tímabili er rétt að skipta um olíu eins og venjulega, en eiginleikar LIQUI MOLY slitlagsins breytast ekki við það. Þetta gífurlega sterka slitlag, sem er 50— 60% hálla en olía, smyr því betur sem leguþrýstingurinn er meiri og engin hætta er á að það þrýstist burt úr legunum eða renni af og niður í pönnuna eins og olía þó vélin kólni að næturlagi eða í löng- um kyrrstöðum og útilokar því þurra (ósmurða) gangsetningu sem talin er valda 90% af öllu vélasliti. LIQUI MOLY auðveldar gangsetningu og eykur endingu rafgeymisins, jafnvel í 20° frosti snýst vélin liðugt. LIQUI MOLY slitlagið minnkar núningsmótstöðuna, við, það eykst snúningshraðinn og vélin gengui kaldari, afleiðing verður bensín- og olíusparnaður. • Minnkar sótun vélarinnar. • Veitir öryggi gegn úrbræðslu. • Eykur tvímælalaust endingu vélarinnar. • LIQUI MOLY fæst á bensínafgreiðslum og smurstöðvum. Nánari upplýsingar veittar hjá LIQUI MOLY-umboðinu á tslandi. (SLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ HF. Lugavegi 23 - Sími 19943 Hennar keisaralega tign Framhald af bls. 25. Jóhann Salvator var algerlega dolfallinn. Þessu hafði hann ekki búizt við. Hann starði á frænda sinn.’ — Hvernig má það vera ... Þá hlýtur að hafa verið njósnari á heimili mínu ... — Já, tók herforinginn fram i fyrir honum, — og slíkt verður maður alltaf að taka með í reikn- inginn, þegar maður er staðsettur við rússnesku landamærin. Þá er ekki hentugt að láta skjöl liggja á glámbekk, svo að pólsk ráðs- kona geti afritað þau og sent vin- um sínum. Pólsk ráðskona ... Það var eins og elding hefði slegið niður. Þess- vegna var það... Þessvegna hafði Milly verið tekin föst. Njósnari! Það var hlægilegt. Blóðið steig honum til höfuðs. — Sá grunur er algerlega út i bláinn! Ég tek fulla ábyrgð á ráðskonu minni, hún er saklaus af þessu! Það er örugglega Fabbri, sem er með einhver af refabrögðum sínum, hugsaði hann. — Hún er rússneskur njósnari, sagði hershöfðinginn, — því að á leiðinni hingað voru það Rúss- ar, sem náðu henni frá fanga- vörðunum. Það kom greinilega í ljós við framburð varðanna. Að öllum líkindum er hún fyrir löngu komin yfir landamærin. Barónsfrúin hafði þá haldið loforð sitt. Milly var frjáls! Inni- leg gleði greip Jóhann Salvator, en á næsta augnabliki var sem skvett væri framan í hann köldu vatni. — Hans hátign, skríkti hers- höfðinginn, — hefir ákveðið að láta ekki fara fram opinbera rannsókn. Hans Hátign vill forða þér og fjölskyldu okkar frá slíkri hneisu. Þessvegna hefir Hans Há- tign fengið mér vald til að at- huga hvort ekki sé hægt að leysa þig frá störfum. — En frændi! hrópaði Jóhann Salvator undrandi. Herforinginn stóð upp og Jó- hann Salvator gerði ósjálfrátt það sama. Hann vissi ekki hvað var að ske. — Þessvegna hefi ég ákveðið að þú hverfir úr þjónustunni strax. Ég hefi ekki lengur not fjTÍr þig í hinum keisaralega her. Jóhann Salvator trúði ekki sín- um eigin eyrum. — Ekki not fyr- ir mig, stundi hann milli saman- bitinna tannanna. — Vegna þess að Rússar hafa fengið að vita um þessar úreltu varnir, reyndar vitneskja sem þeir hafa lengi haft. Breytingatillögur mínar hefðu að öllum líkindum aldrei verið framkvæmdar! — Nei, örugglega ekki. — Einmitt! Hversvegna á þá að taka svona strangt á þessu, hrópaði Jóhann Salvator ösku- vondur. — Þú fleygir mér út úr hernum. Þú tekur frá mér lífs- starf mitt. Hvað á ég þá að gera? Ég er hermaður, — hermaður af lífi og sál. Hershöfðinginn horfði á ein- hvern blett fyrir aftan Jóhann Salvator. — Það kemur mér ekk- ert við. Ákvörðun mín er endan- leg. Ég vil ekki sjá þig í hernum lengur. — Nei, auðvitað ekki! Augu Jóhanns Salvator gneistuðu. — Það hefði verið auðvelt að taka einhverja aðra ákvörðun, keisar- inn lét þér eftir að dæma mig. En þú vildi fá hefnd. Þú hefir þá fengið hana, og njóttu hennar, herra frændi, sofðu vel, jafnvel og þú svafst við Custozza! Hann beið, þangað til andlit herforingjans var orðið blárautt. Þá sló hann hælunum saman og strunsaði út úr herberginu. Þrem dögum síðar kom Milly til Vínar frá Berlín, með fullan vagn af farangri. Hárgreiðslu- meistari í Budapest hafði klippt hár hennar, sem nú var með sinn upprunalega, koparrauða lit, en það var ekki ennþá búið að ná síddinni. Hún var fegurri en nokkru sinni fyrr, hún var orð- in þroskaðri, — kvenlegri. Milly hafði ætlað að fara beint frá Budapest til Vínar, en bar- ónsfrúin hafði ekki viljað heyra það nefnt. — Gleymdu því ekki að opin- berlega fórstu frá Vín til Berlín- ar. Það má ekki rísa upp minnsti grunur um að það sé samband á milli Dönu Lubowska og Milly Stubel... Milly var búin að trúa baróns- frúnni fyrir leyndarmáli sínu, hver hún var og hversvegna hún hafði haft dulnefni. Innileg vin- átta var milli þeirra, eftir að bar- ónsfrúin hafði bjargað henni, og Milly kveið fyrir að skilja við þessa vinkonu sína. — Þú verður að koma til Vín, Yvonne, sagði Milly, þegar þær kvöddust á brautarstöðinni í Budapest. — Lofaðu mér því. Fljótt! Ég vildi að þú værir alltaf í návist minni. Barónsfrúin brosti, og það komu hrukkur kringum augun og munninn, sem var nokkuð karl- mannlegur. — Já, já, en fyrst verð ég að fara til Jemica, og þaðan til Var- sjá, Búlgaríu og París. — Drottinn minn! Og þú segir bráöuml — Ég er fljót að snúa mér við, þegar dansleikirnir hefjast, þá kem ég til Vínar. — Ágætt! Milly faðmaði hana að sér. — Það verður dásamlegt. Milly fór til Berlínar gegnum Pressburg og Prag. Þaðan sendi hún skeyti til Giannis, svaf þar um nóttina og tók svo hraðlest- ina til Vínar, morguninn eftir. Um kvöldið lá hún í faðmi hans. Nú byrjaði nýtt líf fyrir Milly, ný hamingja. Nú þurfti hún ekki að koma fram með litað hár og undir fölsku nafni, nú var hún aftur Milly Stubel. Gianni var ljóst að hann gat ekki búist við neinum hlunnindum af keisarans hálfu og síðasta von hans um að fá að kvænast Milly var úr sögunni. Hví skyldi hann þá veira að fara í felur með ást sína? —, Unnusta mín, kynnti hann Milly, þegar þau voru á manna- mótum. Vitneskjan um að þetta kæmi fyrir eyru óvina hans við hirðina, veitti honum einhverja bitra fróun. — Þeir hafa fleygt hundrað þúsund gyllinum til einskis, sagði hann við Milly. — Þeir eru auðvitað fjúkandi vondir ... Þeir gátu ekkert gert honum framar. Hann var ekki lengur í hernum, hann var óbreyttur maður. Gianni og Milly umgengust fólk í hópi iðnrekenda, lista- manna og rithöfunda. Biturt háð 23. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.