Vikan - 27.08.1970, Qupperneq 7
an innbyrðis, en þar sem mikið
keppnisskap fylgir merki þessu,
getur það stundum farið út í
öfgar, þegar tveir úr því leggja
saman.
Hann var mér ótrúr
Kópavogi, 10/8 ‘70.
Dásamlegi Póstur!
Ég ætla loksins að láta verða
af því að skrifa þér og senda
bréfið, en öll bréfin sem ég byrja
á enda í ruslafötunni minni. —
Jæja, ég var með strák sem ég
er agalega hrifin af, og við vor-
um voða happy saman.
Svo eitt skipti er ég talaði við
hann, þá sagði hann við mig
hvort það væri ekki bezt að við
hættum að vera saman, því að
hann hefði verið mér ótrúr.
Ég er alveg að deyja, ég er
svo hrifin af honum. Ég veit að
hann er hrifinn af mér. Getur
það verið að hann hafi sagt mér
upp af því að ég lofaði honum
ekki að lifa með mér?
Getur þú nú, Póstur minn,
hjálpað mér eins og mörgum
öðrum.
Vonast eftir að sjá þetta birt
en ekki finna það á haugunum.
Hvernig er skriftin og stafsetn-
ingin?
Virðingarfyllst,
ein í ástarsorg.
Það getur svo sem meira en ver-
ið að hann hafi hætt við þig
vegna þess að þú vilt ekki „lifa“
með honum; það vantar ekki að
þeir séu margir þannig. En um
það getum við að vísu ekkert
fullyrt, þar eð ekkert í bréfi
þínu gefur neina vísbendingu
um hvernig persónuleika eða
viðhorf þessi vinur þinn hefur
til að bera. En ertu alveg viss
um að hann sé ennþá verulega
hrifinn af þér? Il.eldur ólíklegt
er að hann hefði slitið sambandi
ykkar ef hann væri það. Ráð-
Iegast mundi fyrir þig að bíða
aðcins og sjá hvað setur; hafi
hann raunverulega áhuga á þér
enn, ætti varla að líða mjög
iangur tími áður en hann hefur
samband við þig aftur, ekki sízt
þar sem hann hlýtur að vita að
þú ert hrifin af honum.
Bæði í skrift og stafsetningu
áttu vonandi eftir að taka veru-
legum framförum.
Ekki efni á að lifa
Kæra Vika!
• Beztu þakkir fyrir allt gam-
alt og gott, til dæmis greinina
„í fullri alvöru“ um mengunina,
sem kom í blaðinu sem ég var
rétt að fá í hendurnar. Það er
svo sannarlega ekki hægt að út-
mála þann voða nógu sterkum
litum og nógu oft, svo skelfileg-
ur er hann, eins og daglegar
fréttir utan úr heimi bera með
sér. í mestu stórborgum heims,
þar sem ástandið er verst, er
fólk næstum hætt að geta dreg-
ið andann og er þegar farið að
veikjast í stórum stíl. Og í sjón-
varpinu var nýlega þáttur um
eitt stærsta stöðuvatn í Banda-
ríkjunum, sem nú er ekkert ann-
að en dauður drullupollur út af
mengun, en var áður fullt af
fiski og svo tært að hægt var að
drekka það, en það er heldur
sjaldgæft um vatn erlendis, eins
og þeir sem verið hafa þar á
ferðalagi kannast við. Og ennþá
er ekki hægt að sjá að neitt al-
varlegt sé verið að gera til að
hindra þessi ósköp, það er sagt
að þetta sé svo dýrt að erfitt sé
að ráða við það. Það liggur því
við að segja megi að mannkynið
hafi ekki lengur efni á því að
lifa.
ísland er eitt þeirra landa
heims þar sem mengunin er enn
lítil, en áreiðanlega fer hún
bráðlega að verða vandamál hér
líka. ef ekkert verður að gert.
Það hefur heyrzt talað um hugs-
anlega mengun í Faxaflóa, vegna
þess að við hann er þéttbýlið
mest hér á landi. Og skyldi hætt-
an ekki vofa yfir Mývatni? Það
þarf að vinna bráðan bug að
rannsóknum á þessu máli, því
að með því móti væri kannski
hægt að koma í veg fyrir meng-
un hér, áður en hún ætlaði al-
veg að kæfa okkur eins og íbúa
New York og Tókíó.
Með beztu þökk fyrir birtingu.
E.G.
$var til Gittu
Hætt er við að lítið sé hægt að
gera í málinu í bráð. Hann er á
föstu með annarri, segir þú, en
slær þó greinilega ekki hendinni
á móti þér fyrir því. Kannski
hann sé á báðum áttum, þyki
vænt um ykkur báðar og viti
ekki í hvora löppina hann á að
stíga. Kannski hann hafi bara
dálítið gaman af vkkur báðum
og ef til vill fleirum, en sé alvara
með hvoruga. Þetta hvorttveggja R
og fleira gæti staðizt.
Framhaldið er að miklu leyti
undir því komið hvað þú sættir
þig við. Ef þú ert mjög hrifin af
honum og vilt halda í hann fyrir
hvern mun, er trúlega hyggilegt
að láta í bráðina eins og ekkert
sé. að þú hafir ekkert frétt. Ef
þú snerir upn á þig og skammað-
ir hann, er mikil hætta á að upp
úr slitnaði fyrir alvöru.
Rjómaís er fita»di. en miólk-
urís miklu siður. Úr skriftinni er b
erfitt að lesa nokkuð ákveðið, en
líklega væri þér hollt að temja
þér meiri viljafestu.
SÁ BEZTI
REYNIÐ RUSKOLINE KRYDDRASP
Með nýja „RALLY"*bílabóninu frá
Du Pont má bóna bílinn á aðeins (3ICPL3LC51
1/2 klst. Reynið//RALLY"*strax í dag. kfmfS176
• skrásett vðrumerkl Du Pont
crumb dressing
FÆST í NÆSTU MATVÖRUVERZLUN.
HEILDSÖLUBIRGÐIR: JQHN LINDSAY H.F.
SÍMI 26400 GARÐASTRÆTI 38, R.
35. tbi. VIKAN 7