Vikan


Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 9

Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 9
Loksins. Loksins eftir allt tekkið: Pira- System gefur yður kost á aS lifga uppá híbýli yðar. Ljósar viðartegundir eru sem óðast að komast í tízku. Framúr- skarandi f barnaherbergi. Skrifborð úr Ijósri eik. Uppistöðurnar svartar eða Ijósgráar eftir vali. Smekklegt, nýtt, margrr uppröðunarmöguleikar. Hvorki skrúfa né nagli í vegg. Ekkert annað hillukerfi hefur þessa kosti. Því ekki að velja ódýrustu lausnina, þegar hún er um leið sú fallegasta. Lifgið uppá skammdegisdrungann með Ijósum viði. Skiptið stofunni með Pira- vegg. Frístandandi. Eða upp við vegq. Bezta lausnin í skrifstofuna. Höfum skápa, sem falla inní. Bæði í dökku og Ijósu. Komið og skoðið úrvalið og möguleikana hjá okkur. Pira fæst ekki annarsstaðar. PIRA Frábær lausn í húsbóndaherbergið EINKAUMBOÐ FYRIR PIRA-SYSTEM Á ÍSLANDI HUS M SKIP Ármúla 5 - Sími 84415 - 84416 og kemur aldrei til með að vita út af hverju stöfuðu. Eitthvað munu hagir þínir breytast við þetta, en þér í vil. Skildi eftir sig djúpa ró... Kæri draumráðandi! Mér fannst ég vera eitthvað smávegis veik, og lá ég uppí rúmi. Það voru nokkrir krakkar hjá mér, en ég man ekki eftir neinum nema systur minni, 11 ára gamalli. Svo kemur inn í herbergið strákur sem ég er hrifin af (hann veit það ekki) og sezt á arminn á stól sem ég rétti að honum. Ég þekki þennan strák ekki það mikið að hann myndi koma að heimsækja mig þó ég væri veik, en þó varð ég ekki sérlega hissa á að sjá hann. Mér fannst hann stara á mig og ég á móti. Svo rís hann upp og leggst á bakið við hliðina á mér og tók utan um mig. Mér leið ákaflega vel og fannst sem einhver ró væri yfir öllu. En svo man ég ekki meira, en fannst það vera nokkru síðar, að hann var horfinn, en skildi eftir sig þessa djúpu ró. Það fannst eng- um sem þarna inni var þetta vera neitt skrítið, það var eins og allir hefðu vitað þetta fyrir- fram. En það kom mér á óvart. Kæri draumráðandi, ef þú heldur að þetta sé bara ósk- hyggia, þá skaltu ekkert vera að ráðast í þetta, en ég vona að þetta hafi þó einhverja þýðingu. Ef litir skipta einhverju máli, þá var ég í hvítum náttfötum með bleikum rósum, rúmfötin hvít, herbergið var i ljósum, grænbláum lit, en strákurinn var í dökkblárri úlpu og brúnum buxum. Vonast eftir svari. Nancy. P.S. Hvernig er skriftin og staf- setningin? Einhver viðskipti muntu eiga við þennan pilt, eða þegar þetta birtist muntu þegar hafa átt, og voru þau þér heldur óheppileg. P.S. Skriftin er vel læsileg, en of fastbundin til að geta talizt falleg. Stafsetningin er góð. Tveir draumar Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma sem mig dreymdi fyrir stuttu: Mér fannst ég eiga von á barni með stráknum sem ég er með. Vorum við að velja nafn á barnið og átti það að heita Vera Þóra, ef það yrði stúlka, en Guð- mundur Valgeir, ef það yrði drengur. Hvorttveggja er eftir foreldrum okkar. Mér fannst við rífast út af síðara nafninu; ég vildi að hann yrði látinn heita Valtýr, en ekki Valgeir, og er ég lét undan varð hann ánægð- ur. Síðari draumurinn er svona: Mér fannst þessi sami strákur vera með lítinn hring með blá- um steini. Hann horfði lengi á mig eins og hann væri að hugsa um hvort hann ætti að gefa mér hann eða ekki, en svo rétti hann hringinn fram og setur hann mér á baugfingur. Mér fannst hann heldur lítill, en þó passaði hann alveg. Ég vaknaði við það að mér fannst ég horfa á hring- inn og strákinn til skiptis. Með fyrirfram þakklæti. Sonja. Fyrri draumurinn er þér fyrir ósamkomulagi á milli þín og piltsins þíns, og endar það senni- lega me® því að slitnar upp úr vináttu ykkar, þér í haginn, og það rækilega. Síðari draumurinn boðar þér svipað.. . . Rúnar Freyr Kæri draumráðandi! Þennan draum dreymdi mig fyrir skömmu og þætti mér vænt um ef þú gætir ráðið hann. Ég hef sent þér draum áður, og þakka þér kærlega fyrir ráðn- inguna, því draumurinn kom fram eins og þú hafðir spáð. Mér fannst að ég ætti að fara að halda barni undir skírn. fig veit ekki hver átti þetta barn, en er þó á þeirri skoðun að ég hafi ekki átt það. Það var allt í háalofti þarna í kringum mig og margt fólk sem kássaðist utan í mér og barninu, og í öllum þess- um látum var ég að reyna að finna nafn á krakkann, en það virtist hafa gleymzt í öllum lát- unum. Ég ætlaði að láta barnið heita tveimur nöfnum, og var að hugsa um Rúnar sem fyrra nafn, en gat ekki fundið sjaldgæft nafn sem færi vel við það. At- höfnin átti að fara fram í ein- hverjum sal, og voru gestirnir þar komnir. Ég tók mér stöðu fyrir fram- an fólkið með barnið í fanginu og var enn að hugsa um nafnið á meðan ég beið eftir prestin- um. Ég var hálfgert í uppnámi, en var þó búin að ákveða að nafnið skyldi verða Rúnar Freyr. Draumurinn varð ekki lengri. Með fyrirfram þökk. E. P.S. Geturðu lesið úr skrift? Ef svo er, hvað sérðu þá út úr minni? Ef við byrjum á péessinu, þá höfum við komizt að þeirri nið- urstöðu að þú sért óvenjulega þroskuð stúlka fyrir þinn litla aldur, ákveðin og sjálfstæð. Að auki er skriftin falleg. Draumurinn boðar þér hins vegar tímabundna erfiðleika, sem þú átt eftir að eiga töluvert í, en þá mim allt í einu skipta um veður, því síðari hluti draumsins boðar þér mörg og mannvænleg börn, auðsæld og hamingju. Þér sparið með áskrift IIIKAN SKIpliom 33 - síml 35320 4i. tw. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.