Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 48
minn skilur þetta vel. Hann tal-
ar við drengina um áhugamál
sín, jafnvel um stjórnmálaskoð-
anir sínar. Hann fer með þeim
á íþróttamót og stundum í ferða-
lög. Þótt hann eigi svona ann-
ríkt, hefur honum tekizt að
halda mjög nánu sambandi við
syni sína.
— En móðir þeirra, sálfræð-
ingurinn?
— Hún er svo illa sett að hún
veit hvernig hún á að vera, en
er það sjaldan! En svo er hún
líka það vel sett að hún veit að
þannig er það hjá flestum for-
eldrum. En börn eru mjög mis-
munandi skapi farin. Ég held að
það sé fyrir mestu að þau finni
öryggi, finni að foreldrunum
þykir vænt um þau. Við megum
heldur ekki gleyma að eiga með
þeim notalegar stundir, skemmta
okkur með þeim, það þarf ekki
alltaf svo mikið til. Sem betur
fer erum við flest svo heppin að
eiga hrausta og duglega krakka!
KINKS f HÖLLINNl
Framhald af bls. 29.
Eins og kemur fram í viðtal-
inu við Gosling, þá er Ray Da-
vies greinilega hljómsveitar-
stjórinn, og það virðist sem hann
ákveði jafnóðum hvaða lög skuli
flutt. Hann byrjar allt í einu að
syngja og hamra á gítar sinn, og
svo koma hinir inn í smátt og
smátt.
Sviðsframkoma KINKS er all-
sæmileg, en til að gera langt mál
stutt, voru þeir ekki nærri eins
skemmtilegir nú og þeir voru
fyrir 5 árum, þó svo þeir hafi
ekki verið neitt sérstakir þá
heldur.
Eftir hljómleikana hitti ég þá
félaga að máli að tjaldabaki, og
hér á eftir eru svör þeirra við
spurningunni: Varstu ánægður
með hljómleikana?
John Dalton: Já, en þú?
Mick Avory: Já, ég bjóst svo
sem ekki við miklu, en mér
fannst þetta gott. Sennilega var
fullfátt til að geta skapað góða
stemningu, en Reykjavík er nú
ekki það stór borg. Betra en síð-
ast? Ja, nú veit ég ekki, því ég
man satt að segja ekkert hvern-
ig þetta var hér síðast. Senni-
lega hefur það verið ágætt, því
annars hefðum við ekki komið
aftur.
Davie Davies: Til að segja eins
og er, þá var ég svo þreyttur, að
ég gat ekki fylgzt vel með því
sem var að gerast. En mér fannst
þó gaman....
John Cosling: Ég vissi það
strax í dag að annaðhvort yrðu
þetta góðir hljómleikar eða
slæmir, það væri ekkert mitt á
milli. Og ég er mjög ánægður
með útkomuna. Hljómburðurinn
var miklu betri en ég bjóst við,
og ég skemmti mér alveg kon-
unglega. Viðtökur fannst mér
góðar og hef ekkert út á íslenzka
áheyrendur að setja.
Ray Davies: Mér finnst gaman
að koma hér, og mér þykir vænt
um íslenzka áheyrendur. Hefðu
áheyrendur verið fleiri hefðu
þetta orðið mjög góðir hljóm-
leikar, en samt er ég ánægður.
Það ber að geta þess, að áður
en KINKS hófu leik sinn lék
hljómsveitin Ævintýri nokkur
lög, þar á meðal þau tvö sem
þeir hljóðrituðu í London fyrir
mánuði síðan, og það er víst að
Rúnar Júlíusson talaði fyrir
munn margra þegar hann sagð-
ist ekki hafa gert sér grein fyrir
því hvað Ævintýri var góð
hljómsveit fyrr en KINKS fóru
að spila.
HÖFUM NÝTT FRAM
AÐ FÆRA
Framhald af bls. 31.
— Hver heldurðu að sé skýr-
ingin á því að poppóperur sem
þessar hafa mannanöfn? Hér á
íslandi hefur verið sett upppopp-
ópera, eða poppleikur, og hann
ber einnig mannsnafn.
— Ja, það er ekki gott að
segja, en mér persónulega finnst
mannlegt líf mjög áhugavert efni
til að gera eitthvað gott úr; það
er hægt að gera svo gott sem
hvað sem er með svo fjölbreyti-
legt hráefni. „Tommý' var t.d.
um blindan, heyrnarlausan og
mállausan dreng, en „Arthur“
fjallar um hinn venjulega, brezka
verkamann. Annars held ég ekki
að það sé nein sérstök ástæða,
og því síður sameiginleg, fyrir
því að bæði Ray og Pete Town-
shend hafa notað mannsnöfn.
— Ert þú persónulega hrifinn
af „Arthur"?
— Já, mjög svo. Og staðreynd-
in er sú að ég er hrifnari af
„Arthur" en „Tommy“. Mér
finnst verk Pete’s vera á of miklu
flökti og ekki hafa nægan tón-
listarfræðilegan „ballans“. Þá er
Ray mun raunsærri í sínu verki
— og eftir að hafa séð marga
„Arthura" í London og víðar,
þá finnst mér Ray hafa tekist
ótrúlega vel upp. Hann ,,er“
þessi verkamaður, ef svo má
segja.
— Þegar Kinks voru hér fyrir
5 árum síðan, voru þeir ákaflega
„commercial“. Finnst þér hljóm-
sveitin vera það ennþá?
— í augnablikinu er ekki gott
að segja nokkuð ákveðið um
hvaða stefnu hljómsveitin fylg-
ir, en þróunin undanfarið hefur
verið sú að við höfum verið „und-
erground“ og „commercial“ sam-
tímis. Þessi breyting hefur orðið
hæg, en það sem við erum að
gera nú, er að flytja jöfnum
höndum gamalt og nýtt efni á
hljómleikum — en aldrei neitt
sem við höfum ekki hljóðritað,
það er algjört grundvallaratriði.
En þessa breytingu má einnig
sjá og heyra á plötunum sem
hljómsveitin hefur sent frá sér;
ef við berum saman til dæmis
„Face to face“ og „Arthur“, þá
sjáum við muninn; óperan er
mun tormeltari og „þyngri“,
eins og það er kallað. Ég held
að endanleg þróun verði sú að
við förum nær eingöngu út i
framúrstefnuna, en á hljómleik-
um reynum við að sjá til hvað
það er sem fólk helzt vill heyra.
Hljómsveitin hefur þroskast
mikið og þróast, við hugsum all-
ir mun tónfræðilegar en áður,
en ef Ray finnur að fólk vill
heldur hlusta á gömlu lögin, þá
leikum við þau. I Bandaríkjun-
um lékum við nær eingöngu fyr-
ir fólk úr „öndergrándinni" þver-
öfugt við það sem við gerum í
Englandi.
— Hvernig gekk hljómleika-
ferð, ýlqcar um Bandaríkin? Var
húh árangursrík?
— Já, okkur gekk mjög vel,
og komumst í mjög náið sam-
band við áheyrendur okkar, sem
. sýndu mikla ánægju yfir því að
við skyldum vera byr.iaðir að
láta að okkur kveða á nýian
leik, og þeir virtust vera ánægð-
ir með þær breytingar sem hafa
orðið á hljómsveitinni, tónlistar-
lega séð. Frá okkur hafði ekkert
komið í 2—3 ár, en svo allt í einu
fórum við í tvær hljómleikaferð-
ir um Bandaríkin á einu ári, á
6 mánaða tímabili reyndar, og í
nóvember förum við í þá þriðju.
Fólk varð vissulega hissa á því
að við vorum allt í einu svo
mikið á ferðinni, því eins og ég
sagði þá hafði ekkert skeð með
hljómsveitina í 2—3 ár; Ray
fann að hljómsveitin var í ein-
hverjum öldudal, svo hann á-
kvað að bíða og vinna að sínum
eigin hugðarefnum um stund í
stað þess að breyta til um tón-
listarstefnu, fullviss þess að á-
standið myndi breytast. Hljóm-
sveitin sendi að vísu frá sér
nokkrar plötur á þessu tímabili,
en þær seldust alls ekki. Mér
fannst það sérstaklega slæmt
þegar „Shangri La“ var gefið út
á tveggja laga plötu, því það
seldist alls ekki, en mér fannst
það mjög góð plata. Jú, það varð
einhver sala í Ameríku, en alls
ekki heima.
— Nú finnst mér þú tala mik-
ið um að Ray segi þetta og Ray
hugsi hitt og finnist þetta; er
hann algjör stjórnandi hljóm-
sveitarinnar?
— Já, hann er það, þar sem
hann semur mest af efninu,
stjórnar hljóðritunum okkar og
syngur mest. En við höfum vissu-
lega okkar rétt til að láta í ljósi
okkar skoðanir og þessháttar, en
mér finnst það nú einu sinni vera
þannig að lögin hans séu góð eins
og hann vill láta gera þau, svo
ég geri engar athugasemdir. Svo
er það líka atriði að tónskáld
semja í vissri geðshræringu og
því væri það alls ekki rétt að
ég færi að endurútsetja það sem
hann hefur gert með einhverri
vissri tilfinningu. Ég segi £yrir
mig að ég yrði ekki ákaflega
hamingjusamur sjálfur væri það
gert með efni sem ég hefði sam-
ið — en ég vil að sjálfsögðu fá
að leika lagið með minni eigin
tilfinningu, hver svo sem hún
er. Hingað til hefur þetta ekki
einu sinni borið á góma.
— Semur þú ekkert siálfur?
— Jú, ég hef gert það. Á með-
an ég var þjóðlaga- og vísna-
söngvari samdi ég á að gizka 50
lög. En ég var aldrei ánægður
með þá tónlist, því möguleikarn-
ir eru svo takmarkaðir. Ég fann
mig aldrei vel í því; kassagítar-
ar og svoleiðis á ekki vel við
mig. En rétt áður en ég gekk í
lið með Kinks var ég búinn að
stofna hljómsveit sem ég batt
einhverjar vonir við í byrjun,
en komst að því innan örfárra
daga að við vorum allir á sitt-
hverri línunni, svo það flosnaði
upp af sjálfu sér.
— Ég reikna ekki með að þú
vitir mikið um íslenzka popp-
músík, en hvernig fannst þér
Trúbrot, hljómsveitin sem þú
lékst með í Glaumbæ í gær-
kveldi?
— Mér fannst þeir mjög góð-
ir. Vissulega eiga þeir margt ó-
lært, en ég hef trú á að þeir
48 YIKAN «. tbi.