Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 10
Eins og lesendur rekur eflaust minni
til, heimsóttum við þrjár sjónvarps-
þulur í fyrrasumar, þœr Sigríði Rögnu
Sigurðardóttur, Ásu Finnsdóttur og
Kristínu 11. Pélursdóttur. Síðan tiafa
hæi/A við Ivær nýjar, og er þetta birtist
fyrir almenningssjónum, eru þær senni-
íega orðnar þrjár i viðbót.
Við brugðum okkur i lieimsókn til
Sólveigar Thorarensen einn daginn í
haust, og spjölluðum lítilsháttar við
Iiana yfir kaffibolla og gómsætu með-
læti.
Sólveig er Reykvíkingur í húð og hár,
fædd hér og hefur búið atlt sitt líf —
nú í Fossvoginum. Hún bað okkur að
afsaka „frumbyggjuháttinn“ á heimil-
inu, en þau væru bara ekki enn búin að
koma íbúðinni í endanlegt horf, þó nú
væri farið að sjá fyrir endann á fram-
kvæmdum við liana.
Við erum búin að búa hér í um
|>að bil tvö ár, segir Sólveig, — og vor-
um lengi eingöngu i kjallaranum, en
nú erum við komin hér upp og búumst
við að geta klárað fullkomlega á þessu
ári.
Maður Sólveigar er Sturla Eiriksson,
framkvæmdastjóri hjá Agli Guttorms-
syni, og eiga þau fjögur börn, á aldrin-
um 5—15 ára.
- Sturla vann mikið við íbúðina
sjálfur hér áður fyrr, það er að segja
þar til við fluttum inn, heldur Sólveig
áfram. — Það er lcannski ekki til fyrir-
myndar að vera að segja frá ]>ví, en ég
hef ekkert unnið í henni sjálf. Ég hef
alltaf haft nóg að gera við að sinna
börnunum og að auki höfum við ekki
séð ástæðu til þess að ég væri að slíta
mér út á þessu.
— Jú, á margan hátt er ég sammála
,,Rauðsokkunum“, en ég er ekki nægi-
lega dugleg til þess að gera neitt í þeim
málum sjálf, og ég hef ekki trú á að
mér takist að segja við mig einn góðan
veðurdag. — Jæja, nú ferð þú út og ger-
Syngui* í Fií
og leikut* á
VIKAN heimsækir
Sólveigu Thorarensen, sjón-
varpsþul, og spjallar við hana
yfir kaffibolla.
ir eitlhvað til að jafna það misrétti sem
er á milli kynjanna. Framtakið verður
að koma frá einhverjum öðrum en mér.
Það er jú alveg sjálfsagt að konur
geti unnið sjálfar og þurfi ekki að vera
bundnar yfir börnum sínum alla ævi,
en ég er þeirrar skoðunar, að börnin
þarfnist móðiu* sinnar meira en föður-
ins, enda segir það sig sjálft að barnið
er tengdara móðurinn en föðurnum;
einfalt, líffræðilegt alriði. Og það er