Vikan


Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 32

Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 32
Hvað varð af lögreglunni, hugsaði Enrico reiður. Það voru fleiri klukkutímar síðan drengurinn hringdi heim til sín. Hvern fjandann voru þeir að slóra! Þeir voru þó nógu fljótir stundum, en nú, þegar hann hafði þörf fyrir aðstoð þeirra----- 6. HLUTI SÖGULOK Nú var mesta erfiðið yfir- staðið. Gatið í gólfinu var orðið nógu stórt til að hann gat kom- ið rafmagnssleggjunni niður um það. — Slökkvið þið ljósið og dragið tjöldin frá, sagði hann í skipunarróm. — Eg kann betur við dagsbirtuna. Tino, þú stend- ur við gluggann og segir mér strax til, ef einhver kemur! Drengurinn hlýddi. Marina hlýddi honum líka, það var eins og hún væri dá- leidd. Heitir kossarnir brunnu ennþá á vörum hennar. Það var algerlega óskiljanlegt að hún skyldi hafa þessar tilfinningar gagnvart honum. Hún var æst . . . rugluð.... Hvemig gat þetta verið, þegar henni var ljóst hvers konar maður hann var. Hún var ekki beinlínis að hugsa um bankaránið eða frekjulega framkomu hans, heldur var það drengurinn og áhrifin, sem hann hafði á barnið. Hann hafði látið hann finna til öryggis og trún- aðartrausts, til að nota það svo sér í hag. Það var óskiljanlegt að nokkur maður með mannleg- ar tilfinningar gæti framið slíkt níðingsbragð. En þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir allt, fann hún hvemig hún hallaðist á sveif með honum. Gat jafnvel skilið hann. Hún var sjálf í andstöðu við þjóðfélagið, á vissan hátt. Hún hataði mis- ræmið í þjóðfélaginu og hamr- aði á því í bókum sínum. Hún dró fram spillinguna, ljúfa lífið og hina hræðilegu eymd, sem sumir þurftu að líða, án þess að yfirvöldin lyftu einum fingri. Hún hafði sjálf komið sér fyrir utangarðs, þótt hún væri fædd inn í sérréttindastéttina.... — Nú setjizt þér þarna á stólinn og þér skuluð ekki reyna neinar hundakúnstir, því að þá.... — Gerið það sem þér viljið, sagði hún með hljómlausri rödd, — en hugsið um drenginn! Hann leit snöggvast til henn- ar. Svo sagði hann: — Tino, vertu vel á verði! Hann stakk meitlinum í raf- magnssleggjuna og þrýsti á hnappinn. Húsið lék á reiði- skjálfi og hávaðinn var ærandi. Steinsteypan var hörð eins og stál og Enrico hamaðist eins og brjálaður maður. Fram að þessu hafði honum fundizt tíminn sniglast áfram en nú flaug hann. Klukkan var ellefu, þegar hann loksins gat lagt sleggjuna frá sér og farið að moka mjúkri moldinni upp. Hann var alveg uppgefinn. Hann hafði fleygt af sér jakkan- um og skyrtan var blaut af svita. Ög nú átti hann heftir að moka upp moldinni, en hugsun- in um töskuna veitti honum nýj- an kraft. Allt í einu fann hann að skófl- an snerti eitthvað hart. Hann þurrkaði sér um ennið á skyrtu- erminni. — Komið og sjáið! É'g trúi þessu varla sjálfur! Tino, komdu og sjáðu. Þau störðu öll þrjú niður í holuna. Svo leit Marinna upp og horfði á Enrico. Svipur hans var gjör- breyttur. Þannig hlaut hann að hafa litið út þegar hann var lít- ill drengur, áður en lífið mark- aði spor sín á andliti hans. Hann brosti til hennar, biðjandi, og henni fannst sem hann hefði rétt fram hendurnar til að biðja hana að taka þátt í gleði hans. Hún fékk kökk í hálsinn og flýtti sér að líta aftur niður í holuna, þar sem hornið á tösk- unni kom greinilega í ljós. Henni fannst sem það glotti háðslega framan í Enrico. Hún óskaði þess heitt og innilega að hann bæri gæfu til að skilja hvað þetta átti eftir að hafa í för með sér. Hana langaði til að segja við hann að þetta myndi fylgja hon- um ævilangt, ef hann skilaði ekki þessum peningum. En hún sagði ekki neitt. Hann myndi ekki hlusta á hana. Nokkur augnablik hafði hún gleymt því að hann var bankaræningi, — glæpamaður, án mannlegra til- finninga, sem sat fastur í þrj ózkufullum ásetningi um að ná þessum peningum, hvað sem það kostaði. Hún sá gleðisvipinn á andliti drengsins og hún fann til reiði gagnvart manninum, sem rugl- aði þannig réttlætiskennd barns- ins, manninum, sem hafði þau bæði á valdi sínu. Enrico greip skófluna og mok- aði nú af miklum móði og nokkrum mínútum síðar kom öll taskan í ljós. Hann hafði gleymt öllu öðru, skeytti ekkert um hætturnar, sem hlutu að vera á næsta leiti. Þá heyrði hann að Tino rak upp öskur og sá að hann stóð upp. Hann stóð hreyfingalaus og starði í augu Carlos Cavallo, sem stóð í dyrunum, meg byssu í hendinni og hæðnisbros á vör- um. Svo beygði hann sig niður og greip töskuna. Hugsanirnar ólm- uðust í höfði hans, svo honum fannst heilinn vera að springa. Hann vissi að í þetta sinn var engin spurning um að skipta jafnt. Nú var um lífið að tefla. Ekki aðeins hans eigið líf, held- ur líf drengsins og stúlkunnar. Hvernig gat hann ráðið niður- lögum Carlos? Hvað átti hann að gera? Hann stökk upp úr gryfjunni og Tino kom hlaupandi til hans og þrýsti sér að honum, skjálf- andi af hræðslu. — Eg sé að ég kem mátulega! sagði Cavallo. — Nú, eftir hverju ertu að bíða? Ætlarðu ekki að opna töskuna? Þú varst svo ákafur, áður en ég kom inn. Flýttu þér að opna hana- Enrico leit á Marinu. — Komið yrður burt éhðan! Farið þarna út í horn, og hreyf- ið yður ekki! Þú líka, Tino! 32 VIKAN 4i. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.