Vikan


Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 5
Ævintýrið reyndist blekking ein Marga rekur vafalaust minni til þess, þegar norska stúlkan Annamaría Rasmussen giftis'i Steve Rockefefler, syni eins rík- asta manns í Ameríku. Brúðkaup þeirra vakti heimsathygli og þótti ævintýri líkast. Annamaría hafði verið vinnukona á heimili Rockefeller-hjónanna og kynnzt syni þeirra þar. Brúðkaupið var haldið í litla norska bænum Sogne og mynd- ir af brúðhjónunum birtust í biöðum um allan heim. Mörg stúlkan á Vesturlöndum hefur eflaust öfundað Önnumaríu af hlutverki hennar og talið hana hafa höndlað hamingjuna eins og frekast er unnt. En það ber ekki allt upp á sama daginn, og nú eftir tíu ára hjónaband sækir hún um skilnað við mann sinn. Þau eiga þrjú börn: Steve, sem er níu ára, Ingrid, sex ára og Jennifer, fimm ára. Ævintýbið reyndist blekking ein, og Annamaría hef- ur ekki átt sjö dagana sæla í „auðlegðinni“. Það kom í ljós, að sambúð við milljónamæring er ekki allt- af eintómur dans á rósum. Önnu- maríu kom ótalmargt á óvart í nýja draumaheiminum, og fæst var í takt við það, sem hún hafði gert sér í hugarlund. Að- eins fáeinum mánuðum eftir brúðkaupið, á meðan hún átti von á fyrsta barni þeirra hjóna, kom fyrsta áfallið. Steve lýsti Fyrir tíu árum: Brúðkaup vinnukon- Eftir tíu ára hjónaband þoldi Anna- unnar og milljónamæringsins vakti maria ekki lengur fangelsi auðlegðar- hcimsathygli. innar. Hún vildi fá að njóta lifsins. Steve Rockefcllcr cr orðinn öfgafull- konu sinni að kiæða sig glæsilcga og ur fríkirkjuprestur. Hann bannaði nota fegrunarlyf. • visur vikunnar Draugavísur Vér höfum fengið sæng í sjó sviptir öllu grandi; höfum þó á himni ró hæstan guð prísandi. Mjög var órótt þá að dró nótt. Dapur er dauðinn kaldi. Mig bar að þar sem margur var á lifandi manna landi. Frost og fjúk er fast á búk, frosinn mergur í beinum; það finnst á mér sem fornkveðið er að fátt segir af einum. Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. því yfir, að hann væri hættur að vinna og hefði ákveðið að gerast fríkirkjuprestur. Reynd- ar var lítil hætta á að þau færu á vonarvöl, þótt eiginmaðurinn hætti að vinna, en hitt var verra, að ákvörðun hans krafðist gjör- breyttra lifnaðarhátta. Steve fór á fætur í dögun til að vera við- staddur morgunguðsþjónustu dag hvern og ætlaðist til að kona hans gerði slíkt hið sama. Um skemmtanir var ekki að tala. í tíu ára hjónabandi sínu fóru þau Annamaría og Steve tvisvar sinnum út að skemmta sér. í bæði skiptin fóru þau raun- ar á Colony Club, sem er einn bezti veitingastaður New York- borgar. Þau bjuggu i lúxusíbúð, en sá galli var á gjöf Njarðar, að for- eldrar hans bjuggu þar líka, svo að Annamaría fékk aldrei að vera sjálfstæð húsmóðir á eigin heimili. Meira að segja á sumrin dvöldust þau á sumaróðali fjöl- skyldunnar, svo að Önnumaríu fannst hún vera lokuð inni í búri. Rockefeller-fjölskyldan er afar fastheldin og siðavönd: lif- ir eftir ströngum reglum, sem aldrei má brjóta. Strax eftir brúðkaupið var blaðamönnum til dæmis stranglega bannað að taka myndir af Önnumaríu og börn- unum. Steve bannaði konu sinni að klæða sig glæsilega. Hún mátti ekki einu sinni nota fegrunar- lyf. Eiginkonu guðsmanns bar að forðast allan hégóma og sýna engin merki um léttlyndi á ver- aldarvísu. Þegar Annamaría giftist millj- ónamæringi grunaði hana sízt, að hún ætti í vændum fábrotið og fátæklegt líf og að Rocke- feller-fjölskyldan væri jafn spar- söm og raun varð á. Annamaría segir: — Þeim virðist vera mest í mun að gleyma þeirri staðreynd, að þau eru ein rikasta fjölskylda í heimi. Stórir bílar og fallegir skartgripir eru forboðnir ávext- ir með öllu. Tengdamóðr hennar bannaði henni að bera neitt annað skart en giftingarhringinn og eina perlufesti. Trúlofunarhringur Önnumaríu, sem var ísettur fá- gætlega fögrum og dýrum dem- anti, var látinn í glerskáp, þar sem dýrgripir fjölskyldunnar eru geymdir, og þaðan mátti Anna- maría ekki hreyfa hann upp frá því. Móðir Önnumaríu fékk smjör- þefinn af sparsemi fjölskyldunn- ar, þegar frú Rockefeller eldri sagði við hana kvöldið fyrir brúðkaupið: — Við skulum láta bera fram freyðivin í staðinn fyrir kampa- vín. Það er miklu ódýrara! Þannig varð Önnumaríu smátt og smátt ljóst, að Rockefeller- fjölskyldan er í rauninni nízk; sparar hvern eyri, þrátt fyrir hin miklu auðævi sín. Hún þraukaði í tíu ár. Hún átti þrjú börn og elskaði enn mann sinn. En siðustu tvö árin jókst vandlæting hans, og af- neitun allra veraldargæða fór út í slíkar öfgar, að stappaði nærri sjúkleika. Annamaría vildi njóta lífsins og gat ekki fellt sig við þetta. Það varð æ algengara, að þau rifust heiftarlega. Fyrir rúmu ári fluttist hún frá manni sínum og bjó um skeið í litlu húsi, sem fjölskyldan átti. Og rétt nýlega sá Annamaría æv- intýraborg sína hrynja endanlega til grunna — í skilnaðarréttin- um í Juarez í Mexico. Hún hefur kvatt Rockefellerfjölskylduna og milljónir hennar. Hún sneri aft- ur til heimabyggðar sinnar í Noregi. og keypti sér þar hús fyrir það fé, sem féll í hennar hlut við skilnaðinn. ☆ 4i. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.