Vikan


Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 15

Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 15
Faruk var mjög þjófgefinn. Hann stal Hann eyddi miklum hluta ævinnar á veitingahúsum og venjulega í fylgd með feitum, Hann hafði ákaflega léleg- jafnvel af líkum. ljóshærðum stúlkum. an listasmekk. Hann safn- aði alls konar ómerkilegu drasli, þar á meðal nektar- myndum, sem hann hafði miklar mætur á. »TI FARAOINN að frá keisaranum, en það hafði Muhammed Riza Pahlavi ekki hugmynd um, og hann var mjög hrifinn af hinni ungu drottningu sinni. Faruk sendi svo sérlegan sendiboða til Te- heran til að fá rriág sinn til að skilja við drottninguna. Keisarinn skildi ekki hvað um var að vera og gekk inn á skilnað á borði og sæng, sem gekk í gildi síðast á árinu 1948. En hvað hafði Fawsia sjálf lagt til mál- anna? Þeirri spurningu svarar Hugh Mc- Leave með því að halda því fram að hún hafi verið svo vön að hlýða bróður sínum. Hann heldur því fram að sambandið milli Faruks og systur hans, hafi verið miklu sterkara en venjulegur systkinakærleikur. Faruk hafði líka í huga að hagnast á þessu; þegar farangur systur hans kom til Theran (200 ferðatöskur), lét hann greipar sópa og tók traustataki 11 töskur með skrautlegum klæðnaði og skóm, sem hann svo notaði til að gefa eftirlátum vinkonum sínum, ungum stúlkur, sem að næturlagi voru sendar til hallarinnar í fylgd með ítöslkum trúnaðar- manni konungs, ítalanum Pulli. En eitt verður maður að hafa í huga við lestur bókarinnar um Faruk, að McLeave sér yfirleitt allt með augum Englendingsins. Það eru aðeins brezku embættismennirnir sem eru flekklausir í frásögn hans. Aðrir sögufróðir draga nokkuð í efa að þar sé rétt með málin farin. Tapaði stríðinu við fsraelsmenn. Upphafið að falli Faruks varð þegar ísra- elska ríkið var stofnað 1948. Konungurinn áleit að tiltölulega auðvelt væri að ráða niðurlögum hins nýstofnaða ríkis og fannst að Egyptar ættu að hafa frumkvæði um þau mál. Hann þurfti sjálfur að auka vinsældir sínar hjá þjóðinni, sem var orðin nokkuð þreytt á líferni glaumgosans, sem átti að heita konungur hennar. Það er mjög sennilegt að Arabaríkin hefðu í sameiningu getað sigrað ísraelsmenn, —- ef Faruk hefði ekki sjálfur tekið að sér for- ustu herjanna í Sinaieyðimörkinni. Eitt af því sem ísraelsmenn notuðu sér, var lausmælgi Faruks. Hann gortaði af snið- ugum áætlunum sínum og leyniþjónustan í ísrael hafði góða heyrn. í maí og júní 1948 beið egypzki herinn niðurlægjandi ósigra, þrátt fyrir mikinn dugnað liðsforingjanna, þar á meðal sérstak- lega Naguibs hershöfðingja og Nassers yfir- liðsforingja. Á þessum niðurlægingartímum fóru nokkrir yfirmenn hersins að ræða um að steypa konungi af stóli og losna við hann og hirðklíkuna. Að lokum fann konungurinn að dagar hans í hásætinu voru taldir og honum tókst að koma miklu fé úr landi. Aðallega kom hann peningum fyrir 1 svissneskum bönkum. Og hann eyddi óhemju miklu við spila- borðin. Faruk var haldinn óstjórnlegri spila- áráttu, en þó hefur hann líklega verið ein- hver lélegasti spilamaður sem um getur. 17 ára drottning. Fyrra hjónaband Faruks var mjög óham- ingjusamt. Farida drottning og hann áttu ekkert sameiginlegt og bjuggu ekki saman. Konungurinn vildi kvænast aftur, til að eign- ast son, en Farida var vinsæl, miklu vinsælli en hann. Til þess að draga fjöður yfir þau áhrif, sem skilnaður þeirra myndi hafa á þjóðina, þá ákvað Faruk að íranskeisari og systir hans ættu að skilja samtímis! Það leit betur út ef tveir þjóðhöfðingjar Múhameðstrúar- manna „syndguðu“ um sama leyti. Þannig varð það líka, þótt íranskeisari væri því alls ekki samþykkur. Hjónaskilnað- irnir í Kairo og Teheran gengu í gildi sama dag, 7. nóvember 1948. Á næstu árum lagði Faruk lag sitt við ýmsar konur, yfirleitt stúlkur, sem höfðu miður gott orð á sér. Það var sagt að hann hefði sérstakt dálæti á söngkonum og maga- dansmeyjum. Einu sinni var hann að bjástra við eina slíka í eyðimörkinni fyrir utan Kairo, þegar skyndilega varð allt uppljóm- að í kringum hann. Faruk varð fjúkandi vondur, flýtti sér út úr bílnum og fór að skjóta í allar áttir. Mennirnir sem voru með ljóskastarana voru steinhissa, þeir voru sem sé úr hans eigin öryggislögreglu. Lögreglumennirnir flýttu sér í burtu, en þessi saga breiddist út, Faruk sagði sjálfur frá og hafði mikið gaman af. McLeave álítur að um þetta leyti hafi Far- uk alls ekki verið sjálfrátt, enda keyrði um þverbak þegar hann trúlofaðist stúlku af borgaralegum ættum, Narriman Sadek, sem var aðeins 16 ára. Narriman var trúlofuð ungum manni í utanríkisþjónustunni, Zaki Hashem, en Faruk neyddi föður hennar til að slíta þeirri trúlofun. Faruk var þá þrjá- tíu og eins árs, en leit út fyrir að vera tutt- ugu árum eldri. Nasser steypti honum af stóli. Fyrir brúðkaupið tilkynnti Faruk að hann óskaði aðeins eftir brúðargjöfum úr gulli. Framhald á bls. 40. 4i. tw. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.