Vikan


Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 33
Gerið eins og ég segi. Hann sneri sér aftur að Ca- vallo. — Jæja, út með það! Komdu með þínar kröfur! — Hér verður ekki talað um samninga eða kröfur, sagði Ca- vallo og hló hæðnislega. — Þú gerir það sem ég skipa þér. Nú er það ég sem ræð. Enrico leit á drenginn. — Heyrir þú ekki hvað ég sagði? Flýttu þér frá mér! Tino hreyfði sig ekki. Hann þrýsti sér fast upp að Enrico —, sem strauk fljótt yfir koll hans. — Vertu ekki hræddur — hann gerir þér ekki neitt! Eg lofa því. Flýttu þér nú! Tino gekk hægt aftur á bak. — Jæja, svo þú lofar því, sagði Cavallo og hló hátt. Hann kom inn úr dyragættinni og gekk að bókaskápnum, þar sem hann gat haft þau öll í sjónmáli. Hann beindi byssunni að En- rico og djöfullegt glottið sýndi að hann hafði mikla ánægju af þessu. Kylfan, hugsaði Enrico. Ef ég gæti náð henni og ráðizt á hann. En kylfan lá á botni töskunnar, — hann hefði aldrei tíma til að ná í hana.... Marina starði á manninn, sem var svona grimmdarlegur á svip- inn, og henni fannst sem hjarta sitt hætti að slá. Hún hafði strax skilið hvaða maður þetta var, af því sem Enrico hafði sagt henni. Hún sá líka náfölt andlit drengs- ins, sem var viti sínu fjær af hræðslu. Hún rétti fram hendurnar til að taka hann í faðm sinn, en hann var ennþá tortrygginn gagnvart henni og vildi ekki koma til hennar. Hann stóð fast við vegginn og horfði á barna- ræningjann og andlitið var af- skræmt af hræðslu. Hún sá að jakki Enricos lá á stól og sá móta fyrir skammbyss- unni. En ég kann ekki að skjóta, hugsaði hún, ég hef aldrei hald- ið á skotvopni. Og þó að ég gæti það . . . þá held ég að ég gæti ekki fengið mig til að skjóta á mann. . . . — Hvernig vissir þú að ég væri hér? Rödd Enricos var róleg en kuldaleg og hann leit ekki af Cavallo, virti hann vandlega fyrir sér, reiðubúinn til að ráð- ast á hann, ef minnsta færi gæf- ist til að slá byssuna úr höndum hans. — Heppni, vinur minn, svar- aði Cavallo, — einfaldlega heppni. Annað ekki. Það er ekki þinn lukkudagur í dag. Eg sá þig þjóta fram hjá í bíl stúlk- unnar, -— rauðu kerrunni, sem stendur þarna 1 bílskúrnum. Og þegar ég heyrði strákinn öskra, þá elti ég ykkur. En ætlarðu ekki að opna töskuna? Langar þig ekki til að sjá þær, — millj- ónirnar þínar? Enrico hreyfði sig ekki. Hvar var nú lögregla? Hvern fjand- ann voru þeir að gaufa? hugsaði hann gremjulega. Bölvaðir sila- keppirnir! Stundum létu þeir ekki standa á sér... . Hann var næstum farinn að hlæja að sjálf- um sér, — að hann skyldi ergja sig yfir starfsmönnum lögregl- unnar, eins og hver annar hneykslaður skattgreiðandi. — Taktu töskuna og komdu þér svo burtu, sagði hann reiði- lega. — Þú ert á höttum eftir peningum. Taktu þá! Þú mátt hirða þá! En komdu þér sem fyrst í burtu! Augu Cavallos urðu eins og mjóar rifur. — Drottinn minn, það er naumast þú ert orðinn gjafmild- ur! Það er rétt eins og þú hafir rétt til að gefa þessa peninga. En það hefur þú ekki. Ekki héð- an af. Eg skal fara, en ekki fyrr en ég hef gert upp reikningana við þig, skepnan þín. — Það er mál sem kemur okkur tveimur við. Engum öðr- um. Leyfðu barninu og stúlk- unni að fara. Þau geta ekkert gert að því að þau hafa flækzt í þetta. Leyfðu þeim að fara, þau segja ekki til þín! — Þau fara hvergi! — Skilurðu ekki að það er verra fyrir þig sjálfan, ef til.... Enrico leit á Tino og Marinu Framhald á bls. 40. 41. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.