Vikan


Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 40

Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 40
reisir makkann og leikur við taumhaldið. — Að kasta mér af baki? Nei, það held ég að honum hafi ekki komið til hugar. Við höfum lokið ferðinni og erum setztir inn. Frú Kristín er komin heim frá Vestmannaeyj- um og báðir synirnir með henni. Þeir bræður hafa frá mörgu að segja þegar þeir hittast aftur, allir saman, barnslundin er ör og opinská. Fyrir mig varð þessi dagur ólíkur öðrum dögum. Mér finnst hann varla tilheyra nútímanum, fremur að ég hafi sótt hann aft- ur í fortíðina. Við erum bæði sjálfselsk, sagði frú Kristín. Það virðist góð eðliseigind, sé henni beitt á sama hátt og þau gera. Þ. M. SÍÐASTI FARAQINN Framhald af bls. 15. Þeim var fljótlega breytt í gull- stengur og smyglað úr landi (þá var bannað að flytja gull úr landi), um leið og Faruk fór í brúðkaupsferðina. Þessi brúðkaupsferð var held- ur dapurleg fyrir hina ungu brúði, því að Faruk hélt sig að- allega í spilavítunum við Mið- jarðarhafið. Mataræði hans var frægt að endemum. Hann hóf máltíðina á þre.mur til fjórum forréttum, svo lambakótelettur, nokkra humra, kjúklinga, og gífurlegar steikur, allt í einni máltíð. Hann borðaði hægt og það varð til þess að gestir hans, sem ekki höfðu slíkt magarúm, urðu að sitja í fleiri klukkutíma og bíða meðan hann raðaði í sig. Faruk lét eiginlega alveg af konungdómi þrem árum áður en hann afsalaði sér völdum. Hann skipti sér ekkert af stjórnar- störfum, tók aldrei á móti nokkr- um gestum fyrir landsins hönd, en sendi við og við skipanir til ráðherranna. Þetta jók á óreiðuna sem fyrir var og flýtti fyrir byltingunni. 16. janúar 1952 fæddist honum hinn margþráði sonur, en þjóðin sýndi engin gleðilæti. í júlí sama ár, gat fámennur hópur liðsforingja með aðstoð fámennra hersveita, steypt Far- uk og hirðklíkunni af stóli. Far- uk var sjálfur í Alexandríu meðan Naguib og Nasser tóku völd í Kairo. Nú var ekkert framundan hjá Faruk annað en bitur og auð- mýkjandi ár í útlegð. Hann kom dætrum sínum fyrir í Sviss, en sjálfur settist hann að í Róm og þaðan ferðaðist hann oft til Frakklands. 17. - marz árið 1965 var Faruk staddur á veitingahúsi með vin- konu sinni, Annemarie Gatti. -— Þar féll hann dauður niður. Hjartað, sem hann hafði ofboðið í svo mörg ár, gafst upp. Þegar hin vandasama spurn- ing um það hvort grafa skyldi „prins Faruk Fuad“ í kristileg- um grafreit fjarri ættlandi sínu, sýndi Nasser meira göfuglyndi en menn bjuggust við. Kistan með síðustu leifum Faruks var flutt til Egyptalands og fenginn staður í grafhýsi fjölskyldunn- ar.... EF ÞÉR BJARGIÐ SYNI MlNUM Framhald af bls. 33. og lauk ekki við setninguna. Hann beygði sig niður og opn- aði töskuna. Seðlarnir lágu þar í snyrtilegum búntum, þeir höfðu ekki einu sinni slagað, þótt þeir væru búnir að liggja tvö ár í jörðu. — Sjáðu sjálfur! sagði hann. — Hús við Arno, sagði Bran- ca yfirforingi, um leið og hann settist upp í bílinn. — Hvað eig- um við mörg hús eftir? í hundr- aðatali! — Ekki innan þess svæðis sem kemur til greina, sagði Silva. Hann hafði ekki sagt neitt, síðan skilaboðin komu frá ráðs- konunni hans um það að Tino hefði hringt heim, en hann hafði fylgt lögregluforingjunum inn í öll hús á leiðinni. — Ef hann hefur hjólað, get- ur hann ekki verið kominn öllu lengra. -— En hann hefur haft góðan tíma til að grafa upp peningana og koma sér undan. Hefði kerl- ingin aðeins spurt hvernig húsið liti út! Hvort það væri stórt eða lítið, rautt eða gult. Þetta kven- fólk! sagði Branca ergilgeur. — Andartak, sagði hann allt í einu, — bakkaðu svolítið! Hann sneri sér við. — Stendur ekki reið- hjól við girðinguna þarna? Jú, svo sannarlega! Hann stökk út úr bílnum og klifraði upp hæðina. Mikið rétt, við vegabrúnina stóð gamalt reiðhjól, svart með gulum rönd- um með aurhlíf á afturhjólinu. Og skammt í burtu mátti greina húsþak. — Það lítur út fyrir að heppn- in sé með okkur, sagði Branca. — Þið fjórir læðist bak við hús- ið. Dreifið ykkur og farið var- lega. Þið megið ekki tefla á nokkra hættu. Við nálgumst húsið héðan. Enrico stakk hendinni í skyrtuvasa sinn. — Hér eru bíllyklarnir. Hann fleygði þeim til Cavallos. — Þú getur komizt undan ef þú flýtir þér. Hann beygði sig niður og tók upp þykkt seðlabúnt. :— Fimm milljónir! Það eru fjöru- tíu búnt eins og þetta. Lögregl- an getur komið á hverri stundu. Drengurinn hringdi heim til sín, skilurðu það? Þeir eru komnir á sporið. — Það er satt, kallaði Mar- ina. — Hann hringdi meðan hann var einn hérna í nokkrar mínútur. Hann var að tala í sím- ann, þegar við komum inn. — Jæja, þú fjandans ormur- inn.... Andlitið á Cavallo afskræmd- ist og hann beindi byssunni að Tino. — Þú snertir ekki drenginn! Af öllum krafti slengdi En- rico seðlabunkanum framan í Cavallo, þaut til Tinos og fleygði honum í gólfið. Fyrsta skotið reið af, en ekki annað. Það þriðja kom á sömu sekúndu og hitti Cavallo í öxl- ina. Hann féll og byssan rann úr hendi hans. Marina starði á þetta sem dá- leidd. Hún starði líka á rjúkandi byssuna í hendi sér. En svo Vfll hinnn víiii dlntu SKEIFUNNI 3A — REYKJAVÍK 40 VIKAN «• tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.