Vikan


Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 37
KRISTJÁNSSON h.f. Ingólfsstrœti 12 Simar: 12800 - 14878 og aftur hugsað til þess, hversu rólegt yrði á heimilinu, á meðan Roger væri í burtu, og hve nota- legt þau hjónin mundu hafa það. Enginn mundi vekja hana eld- snemma á morgnana og enginn mundi skaprauna henni með stöðugum spurningum, sem varla var hægt að svara. Auðvitað varð þetta ekki eins og hún hafði ímyndað sér, þótt það byrjaði vel. Hún fylgdi Ro- ger að skólahúsinu, þar sem hún var enn þeirrar skoðunar, að ekki væri óhætt að láta hann fara einan yfir umferðargöturn- ar. Þegar þau komu að skólahlið- inu, sagði hún: —- Hafðu það nú gott, elskan, og hegðaðu þér vel. En hún gat ekki fengið af sér að fara heim strax. Klukkan þrjú var hún enn við skólaportið. Henni þótti einkennilegt, að Ro- ger sýndi engin merki tilhlökk- unar. — Hann virðist ætla að rigna, sagði hún, þegar frú Faller kom og hugsaði til þess feginsamlega um leið, að hún skyldi láta Ro- ger hafa regnkápu og stígvél með sér. — Bless og góða ferð, kallaði hún og veifaði, þegar bíllinn lagði af stað. Um hádegisbilið á laugardag- inn var frú Clark enn í morgun- sloppnum, en samt naut hún engan veginn friðarins, eins og hún hafði vænzt. Hún sat við matborðið og drakk kaffi. — Slökktu á útvarpinu, góða mín, sagði hún við Elisabetu, um leið og hún hlustaði á regnið bylja á rúðunum. — Góða Elisabet, slökktu á útvarpinu, endurtók hún gremju- lega. — Ég mátti svo sem vita, að Roger yrði jafnmikið til ama, þótt hann væri ekki heima, hreitti Elisabet út úr sér og slökkti á tækinu. — Ég banna þér að tala svona. Hver veit nema eitthvað hafi komið fyrir bróður þinn í þessu óveðri. Hún hafði orðið óróleg strax á föstudaginn, þegar fyrstu regn- droparnir féllu. Og um nóttina, þegar þrumurnar byrjuðu, hafði hún tvívegis farið að auðu rúmi Rogers. Aumingja Roger! Hvernig skyldi honum nú líða í þessu óveðri? Hjá hverjum gat hann leitað sér huggunar og trausts? Hún sá fyrir sér ótta- slegið augnaráð hans. Um morguninn bárust fréttir um ofsarok á suðurströndinni. Símalínur höfðu slitnað niður. — Hann getur ekki einu sinni hringt til okkar, litla greyið, andvarpaði hún og lét sig falla í stól. Klukkan tvö hafði óveðrið versnað enn. Það hrikti í húsinu. Þá hélzt herra Clark ekki leng- ur við og gekk út. — Elisabet, geturðu ekki reynt að finna einhverjar frétt- ir í útvarpinu, sagði frú Clark og ýtti frá sér kaffibollanum. Elisabet leitaði og leitaði, en fann engar fréttir. — Það væri búið að láta okkur vita, ef hann hefði drukknað. Alveg væri mér sama þótt ég drukknaði, en þér, mamma? Það tekur fljótt af. .. . — Elisabet! Þær þögðu báðar lengi. Elisa- bet spilaði með fingrunum á borðplötuna. — Fyrirgefðu, mamma, sagði hún loks. Ég var bara að stríða þér. Henni varð hugsað til bróður síns, sem var enn svo lítill og vanmáttugur. Það var synd að segja, að hún væri góð við hann. Auðvitað var hún oft ónotaleg við hann, en hún vissi að fleiri systur voru það líka við sína bræður. En ef einhver annar ætlaði að vera það við hann, þá brást hún reið við og varði hann með kjafti og klóm. Nú var hún líka kvíðin á sama hátt og mamma þeirra, þótt henni dytti ekki í hug að láta það í ljós. Bara að ég hefði hafnað þessu boði, sagði frú Clark. Hún leit upp, þegar hún heyrði útidyrnar opnast. Maður hennar stóð á gólfinu, holdvotur en him- inglaður: — Ég hef góðar fréttir að færa. Síminn er kominn í lag. .. . í sama bili hringdi síminn og frú Clark spratt á fætur. — Nei, það er bezt að þú svar- ir, sagði hún við mann sinn og rétti honum tólið, sem hún hafði tekið af. — Halló! Þetta var rödd Rogers. — Roger! Það er pabbi. Hvernig er veðrið já ykkur? — Það er hætt að rigna núna. En það rigndi alveg ægilega í nótt. Það voru þrumur og eld- ingar. Það var alveg svakalegt. Roger hikaði, lækkaði róminn, en hélt síðan áfram: Heyrðu, pabbi! Var mamma hrædd? - Nei. Mamma þín veit, að þú getur vel bjargað þér einn. í gærkvöldi, þegar þi'um- urnar byrjuðu, þá varð ég hræddur. Þá óskaði ég þess, að ég væri kominn heim. En svo hætti ég að vera hræddur og þá sofnaði ég. — Það var nú gott, sagði fað- ir hans. — En nú vill mamma þín tala við þig. Og Elisabet. Hún hélt, að þú mundir drukkna. Frú Clark þagði nokkra stund með tólið við eyrað. Henni datt ekki neitt í hug til að segja. Loks gat hún stunið upp: — Holló, Roger! Hún spurði hann ekki, hvort hann hefði gætt þess að vera vel klæddur. Hún spurði hann ekki einu sinni, hvenær hann kæmi á sunnudaginn. Hún hlustaði að- eins á lýsingu hans á hjólhýsinu, seglbátnum — og óveðrinu. — Það er gott, að þér varð ekki meint af óveðrinu, sagði hún að skilnaði og rétti Elisa- betu tólið. Síðan gekk hún fram í eldhús og hressti sig á kaffi. Þegar dyrabjallan hringdi á sunnudagskvöldið, stóð hún í eldhúsinu og virti hann fyrir sér, á meðan faðir hans hjálp- aði honum að bera inn dótið. Hann virtist hafa stækkað, þótt 3bcssve9"“ nQ"” - m álkimW1* Vitondi. 5' 09 9'|í>“nd' gcrir 41. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.