Vikan


Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 45
á skerminum einhverja fýlupoka eða einhverjar síbrosándi kvens- ur. Auðvitað verður maður að vera hýr, en svipbrigði verða, að mínu áliti, að fara eftir efn- inu sem maður er að kynna. Hitt er annað mál, að maður getur sennilega aldrei gert öll- um til hæfis í þessu frekar en öðru; bara að gera það sem mað- ur sjálfur telur réttast og heppi- legast — með hliðsjón af því sem manni hefur verið kennt. — En hvað gerir þú þá í frí- stundum? -— Ég er í músík, eða „músí- séra“ eins og það heitir á ljótu máli. Bæði er ég í söngsveitinni Fílharmóníu og svo leik ég á píanó. Eg hef verið í Fílharm- óníu svo gott sem frá upphafi; hef aðeins „misst“ eitt eða tvö verk, og hef mikið gaman af. Dr. Róbert Abraham Ottósson stjórnar sveitinni og það er mér algjörlega óskiljanlegt hvernig hann fer að því að gera það á þann hátt sem hann gerir. Hann gæðir þessi gömlu og fallegu verk svo miklu lífi, svo mikilli sál, að maður er sem í allt öðr- um heimi. Já, mest hef ég gaman af klassískri tónlist, en ég hef þó einnig gaman af poppinu, og þá sérlega bandaríska söngleiknum „Hair“. Elzta dóttir mín, Snjó- laug, er einmitt á þeim aldrin- um að vera alltaf með þetta í gangi, og það er alveg sama hversu oft maður hlustar á „Hair“, það er alltaf ferskt og hressandi. Maðurinn minn sá það í London og var mikið hrif- inn. Sjálf hef ég ekki séð það en bíð eftir sýningunni þeirra í Kónavoginum! ó.vald. LISBETH PALME Framhald af bls. 25. ef einhver lítil sál fer í baklás og er að verða vandamál fyrir sjálfa sig og umhverfi sitt. Lítil börn — stór vandamál. — Stundum eru það foreldrar barnanna sem leita til okkar, en oftast eru það kennarar við leik- skóla og forskóla. Þetta fólk er yfirleitt það vel starfi sínu vax- ið, að það leitar ekki til okkar nema þörf krefji og oftast er það rétt ályktað. —- Hvað eigið þér við með því að segja „nauðsynlegt“, þegar talað er um vandræði svo ungra barna? — Þegar um greinilega erfið- leika er að ræða, óvenjulega frekju, uppgerð, hlédrægni og ýmislegt í fari barnsins, sem ekki er eðlilegt og sem hætta er á að ekki lagist af sjálfu sér, þá getur verið að það setjist að í sál barnsins fram eftir aldri og geti orðið varanlegt mein. Þá ; N EXELENT SÓFASETT AMBASSADOR Stærsta húsgagnaverzlun utan Reykjavíkur. — Ótrúlega fjölbreytt úrval sófasetta. — Sér bólstruð eftir ósk yðar. — Ný og glæsileg áklæði. — Borðstofur — Svefnherbergi. — Pírahillur og sérstök húsgögn í úrvali. — Sendum myndalista ef óskað er. — Sendum í póstkröfu um land allt. Við erum ávallt spori á undan. Þess vegna sjáið þér allt það nýjasta í DÚNA. v_________________________________________________________________________________________________________ý HÚSGAGNAVERZLUNIN DÚNA AUÐBREKKU 59 SÍMI: 42400 KÓPAVOGI verður að gera eitthvað. — Hvað er þá gert og hvern- ig? — Þá er leitað til okkar. Við komum í heimsókn, athugum barnið að leik og í samvistum við félaga sína og kennara. Við reynum þá að mynda okkur skoðun og athuga hvaða aðferð- ir er hægt að hafa til að nálgast barnið með það fyrir augum að hjálpa því. Foreldrar eru betur upp- lýstir nú. — Þótt það sé aðeins lítill hluti þessara 5000 barna, sem heyra undir mig, sem þarfnast aðstoðar, þá náum við því ekki að skipta okkur af nema þeim tilfellum, sem eru mest aðkall- andi. Við erum eingöngu ráð- gjafar. Mér reiknast svo til að á hverju ári séu það um 500 einka- samtöl, sem við eigum við for- eldra — og það leggjum við mik- ið upp úr. Það er svo margt sem verður ljóst, þegar maður situr augliti til auglits og ræðir um ýmis vandamál í friði og ró. — Kemur það ekki fyrir að foreldrum finnist sem verið sé að fara inn á þeirra svið, eða finn- ist það niðurlægjandi að þurfa að leita hjálpar og aðstoðar? — Jú, það kemur fyrir og þá reynum við að minnast þess að það er alltaf betra að vera sá sem hjálpar en hjálparþurfi. Og jafnvel þótt foreldrarnir séu nei- kvæðir fyrst, verður oft jákvæð- ur árangur af slíkum samtölum, vegna þess að við gerum fólki það ljóst að það geti leitað til okkar. En venjulega eru foreldrar samvinnuþýðir. Það er mikill munur nú, heldur en var fyrir nokkrum árum. Fólk veit miklu meira, það er litið raunsærri augum á ýmis sálfræðileg vanda- mál. Við gerum líka mikið í því að tala um þessa hluti á for- eldrafundum, þar sem við reyn- um að vera sem oftast. Þá fá foreldrarnir líka að kynnast ýmsum vandamálum, áður en það verður aðkallandi vandamál hjá þeim sjálfum og vita að það er ekki niðurlægjandi að leita aðstoðar þeirra, sem kannske vita betur. Og það eru margir í sama báti. Og svo er það annað, bæði leikum og lærðum er ljóst hve erfitt þetta var áður og fyrr. Nú lætur enginn reka á reiðanum fram að kynþroskaskeiði, en horfist 1 augu við það ef eitthvað er að barninu þeirra, ekki síð- ur við sálfræðileg vandamál heldur en líkamlega kvilla, og vita að því fyrr sem reynt er að ráða bót á sjúkdómnum, því meiri líkur eru til lækningar. Og nú er frekar reynt að finna ástæður og á þann hátt koma í veg fyrir meiri vandræði. Það er venjulega hægt að finna orsök fyrir sálfræðilegum vandamálum barna í sambandi við heimili og fjölskyldulíf og það er okkar verkefni að koma á skilningi um að fólkið verður sjálft að vinna að þessum málefnum, ef einhver árangur á að verða af starfinu. 4i. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.