Vikan


Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 19

Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 19
kjörinn fjórði þingfulltrúi þess. Sama saga gerðist 1963, en við alþingiskosnjngarnar 1967 hreppti Jón efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins og varð annar þing- maður Vestlendinga. Mun hann enn hyggja á þingsetu og fá þann vilja sinn, ef að líkum lætur, þó að forlög ráði. Þess munu engin dæmi, að vart verði skörungsskapar í fari Jóns Arnasönar. Hann er í ræðustóli einn af daufustu kennimönnmu Sjálfstæðis- flokksins og forðast því sér- hver stórræði í málflutningi. Hins vegar er Jón foringjum sínum svo dyggur og fylgi- spakur, að þeir vilja hann gjarnan í flokki sínum og reynast honum ærið hjálp- samir. Jón er formaður fjár- veitinganefndar alþing'is, en ferst ]>að starf báglega út á við, þó að hann standi sam- nefndarmönnum sínum varla langt að baki á lokuðum fundum, þar sem rótað er í plöggum af gömlum vana og skeggrætt ' um tillögur og málaleitanir. Helzt gætir þess, að Jón þekki til kaupsýslu og útgerðar og komi hagsmun- um stéttar sinnar á framfæri við alþingi og ríkisstjórn. Heima í héraði er hann sæmi- lega mannblendinn, en gerist þungur og stirður með aldrin- um, ])ó að vaxtarlagið og holdafarið sé óbreytt og Jón gangi keikur leið sína. Honum er raunar hlýtt til fólksins, sem byggir Akranes og Borg- arfjörð, en dytti aldrei í hug, að það eigi aðrar kröfur en litilsiglda einkahagsmuni. Jón er svo værukær og íhaldssam- ur, að honum blöskra átök og umsvif eins og um væri að ræða uppreisn eða byltingu. Vellíðan hans er sú að bæla sig þægilega í forréttiridum og tína í munn sér gómsæta mola úr framréttri hendi flokksins eða mund forlag- anna. Honum líkar skár að þiggja en veita, en stillir öllu í hóf og jafnvel óskum sín- um. Persónulega er Jón Áma- son vinsæll, þó að enginn ætl- ist til mikils af honum. Hann er greiðvikinn og kjósendum sinum hlaupalipur eins og dalabóndi, sem reyndi að hvgla hjúum og skylduliði í kaupstaðarferðum vor og haust forðum daga. Jón ger- ir sér far um að inna af hendi ýmiss konar smámunalega fvrirgreiðslu og metur hana til þakklætis við sig að hætti fyrri tíma, þegar Tslendingar voru hnípin þjóð í vanda og áttu fárra kosta völ. Mörgum finnst sú umhyggja lítilmót- leg, en hún telst samt styrk- leiki Jóns Arnasonar. Kj ós- endur hans eru svo önnum kafnir að vinna fyrir sér á sjó og landi, að þeir fara sjaldan til Reykjavíkur annarra er- inda en horfa á knattspyrnu eftir lokunartíma sölubúða, en ágirnast samt ýnrislegt, sem höfuðborgin leggur af mörkum. Jón Arnason kaup- ir fyrir þá muni í bú og lætur þeini í té þjónustu, en fær að launum metorð sjálfum sér til handa og völd og áhrif flokki sínum. Hins vegar má búast við því, er fram líða stundir, að sú hrausta og káta æska á Skipaskaga, sem skarar iðu- lega fram úr í djörfum leik, heimti kvnslóð sinni mikinn hlut og álíti mannvirðiugar þess virði, að þær skuli að- eins köppum falar. Áhugamál Jóns Árnasonar munu fá önnur en pólitísk viðleitni hans og félagshyggja í ])ví sambandi. Hann er hversdagslegur í framgöngu og hverfur í mannþröng eins og dropi í hafi. Eigi að síður leynist seigla í fari hans og viðmóti. Hann er fulltrúi manngerðar, sem dregur sér feng og gætir hagsmuna sinna. Jón þykir ekki stórtækur eða fyrirferðarmikili, en hann trúir því, að ástundun og iðni geri smátt stórt, þegar saman kemur. Slíkur afli hefur gefizt honum. Þess vegna búnast Jóni sýnu betur á veraldar- vísu en mörgum snjöllum garpi, sem virðist eiga alls,- kostar við hann í orðasennu eða annarri keppni. Hann veit táplevsi sitt, en gefst ekki upp. TTonum veitist eigi að- eins frami af tilviljun heldur og því hægláta langlundar- geði, sem þreyir þorrann og górina. Pétur Ottesen var einn sér- stæðasti og slyngasti mælsku- maður þjóðfulltrúanna á al- þingi langa hríð, enda gáfað- ur og fjölfróður, skapríkur og sjáll'stæður. Bar svo á honum, að lengi verður muriað. Sann- arlega hefði búhöldurinn á Ytra-Hólmi eigi síður sómt sér vel sem fulltrúi allra Vest- lendinga en Borgfirðlnga einna, því að hann sá og heyrði um land allt úr bæ sínum langa ævi, en slíkt átti ekki fyrir honum að liggja. Þegar hann vélc af albingi, var sem ljón hyrfi úr skógi, en í órokið ból þess skytist mal- andi köttur. Lúyus. 4i. tbi. viriAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.