Vikan


Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 25

Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 25
Á myndinni er pabbi Palme með. yngsta soninn á hné sér, þar næst er Joakim, 11 ára, Márten, 7 ára og móðirin, Lisbeth Palme, cand. psycol. klukkutíma á dag, og síðan tek- ið sameiginlega þátt í uppeldi barnanna og rekstri heimilisins. Mér finnst að það yrði bezta til- högunin í framtíðinni, en til þess að koma þeirri skipan á, þá þyrfti, meðal annars, karlmað- urinn að hafa þannig starf að það væri betur hægt að nýta krafta hans á heimilinu, heldur en nú er mögulegt, eins og t. d. ef hann er forsætisráðherra! Lisbeth Palme hefur alltaf unnið úti hálfan daginn, síðan hún eignaðist fyrsta soninn. — Maðurinn minn hefur allt- af haft allt að því tvöfaldan vinnudag, síðan ég kynntist hon- um fyrst, og eftir að börnin komu, fannst mér að ég yrði að bæta þeim upp fjarveru föður- ins, og þess vegna hef ég skorið vinnudag minn, utan heimilis, niður í 4 stundir. Ef ég hefði algerlega hætt því starfi, sem ég hafði undirbúið mig undir, hefði LISBETH PAIME GEFUR LÍTIB FYRIR TITLANA SÆNSKA FORSÆTIS- RÁÐHERRAFRÚIN ER UNG OG AÐLAÐANDI. HUN er hljóðlát í FRAMKOMU OG MILD í MÁLI. EN HUN HEFUR MJÖG ÁKVEÐNAR SKOÐ- ANIR. EIN ER SÚ AD HÚN VILL SIGLA UNDIR SÍNUM EIGIN FÁNA. HÚN ER LISBETH PALME, SÁL- FRÆÐINGUR, STUNDAR SITT EIGIÐ STAR, ER GIFT OLOF OG MÓÐIR JOAKIMS, MARTENS OG MATTHIASAR. . . . Þarna er Lisbeth Palme í kjól með hinar hefðbundnu ermar, sem fyrir- skipaðar eru við hirðina. Hún kem- ur þarna fram sem forsætisráð- herrafrú. Hún hefur sjálf- sagt fullt í fangi með syni sína þrjá, sem líta út fyrir að vera hressilegir strák- ar. það líka komið sér verr fyrir drengina, þá hefði mér fundizt ég vera alltof einangruð. Ég hef alltaf séð of lítið af manninum mínum og þannig verður það líklega í framtíðinni, svo það er nauðsynlegt fyrir mig að vinna úti við það starf, sem ég hef sjálf valið, og það held ég að allar konur ættu að hafa möguleika á. Mæðurnar út í atvinnulífið? —• !Ég hef fyrst og fremst áhuga á að skapa konum mögu- leika til að velja sjálfar, ráða sjálfar hvað þær gera. Og í iðnaðarlöndum, þar sem fjölskyldur eru ekki stórar, íbúð- irnar þægilegar, mikill véla- kostur og þar fram eftir götun- um, ætti þetta að geta orðið flestum konum mögulegt. En frumskilyrðið er þá að nægilega mörg dagheimili verði til að hugsa um bömin, meðan for- eldrarnir eru úti, og þessi dag- heimili verða líka að vera vel staðsett. -— Er það konan, sosialdemo- kratinn eða barnasálfræðingur- inn, sem talar? — í rauninni allar þrjár. Ég held því fram að bæði fjölskyld- an og þjóðfélagið græði á slíkri tilhögun. Um það bil 5000 börn undir skólaaldri heyra undir þá nefnd, sem Lisbeth starfar við sem barnasálfræðingur, en í nefnd- inni starfa bæði félagsráðgjafar og sálfræðingar. Þetta er eins konar varðsveit, sem leitað er til Framhald á bls. 45. 41. tw. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.