Vikan


Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 47

Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 47
ÞaS eru því sérstaklega dreng- irnir, sem eru erfiðir á þessum aldri, en þar sem við höfum ekki gert neinar rannsóknir hér, þá get ég ekki sagt neitt með sanni, en mig grunar að drengir, sem eru aldir upp í sveit séu ekki eins erfiðir. Þar geta þeir tekið þátt í daglegum störfum með föður sínum og samskipti við dýrin eru líka mjög holl þessum ungu mönnum. í sveitinni er líka miklu meira athafnasvæði fyrir bæði telpur og drengi. Forskólar, leikskólar og leikvellir eru á óskalista Lisbeth Palme. — Það er táknrænt fyrir sex ára börn að þau verða þreytt á leikföngum og leikjum, þau eru fróðleiksfús og yfirleitt mjög forvitin. Þess vegna er mjög æskilegt að láta börn hafa mögu- leika á forskóla, ég held því fram að öll börn hafi rétt á því. Það er verið að athuga þetta mál hér í Svíþjóð. Að vísu eru mjög mörg börn látin í forskóla, en það sem ég vil láta koma skýrt fram er að mér finnst þau eigi rétt á því. Hvernig viljið þér hafa forskólann? — Fyrir mér vakir aðallega félagslega hliðin. Það að börn fái að vera í hópi, þá læra þau frek- ar að taka tillit til annarra og við samvinnu verða þau örugg- ari, en auðvitað eiga þau sem hafa vilja og löngun til að læra að lesa, skrifa og reikna að fá möguleika til þess. Það sem ég álít mikilvægast er að mæta athafnaþörf barns- ins. — Þá eru leikvellir og leik- skólar yðar hjartans börn? — Nei, þeir valda mér áhyggj- um, því að ennþá er svo óendan- lega mikið ógert á því sviði. Við tölum um mannsæmandi íbúðir, og þá á fólk flest við flísar, vegg- skreytingar og parketgólf og þar fram eftir götunum; við hugsum um bílskúr, en ekki nægilega mikið um athafnasvæði fyTÍr börnin. Það er nú eitthvað verið að tala um lagaboð í því tilviki, sem betur fer. Það hefði átt að vera komið fyrir löngu síðan. Við eigum að eiga notalegar stundir með börnunum. Þegar talað er um börnin og vandamál þeirra, þá er það greinilegt að Lisbeth Palme álít- ur hlutverk foreldranna mjög mikilvægt. Og líka erfit. — En við megum ekki gera okkur það alltof erfitt. Börn eru næm og eftirtektarsöm, það er bezt að koma eðlilega fram gagn- vart þeim og án spennu. Við get- um leyft þeim að taka þátt í daglegum störfum okkar og áhugamálum, rétt eins og við viljum taka þátt í því sem þau taka sér fyrir hendur. Maðurinn TAKIÐ UPP HINA NYJU AÐFERÐ OG LÁTIÐ PRENTA ALLS KONAR AÐGÖNGUMIÐA, TIL- KYNNINGAR, KONTROLNÚMER, KVITTANIR O.FL. A RÚLLUPAPPÍR. HÖFUM FYRIRLIGGJ- ANDI OG ÚTVEGUM MEÐ STUTTUM FYRIR- VARA YMIS KONAR AFGREIÐSLUBOX. LEITIÐ UPPLYSINGA SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320 M W* S Fryslikistur 270-400 og 500 lítra Ilannaðar ei'tir kröfum norskra neytendasamtaka. Eldsnögg frysting, allt niður í -=-34°. Engin kristal- myndun í selluvökvanum í matvörunum — því miklu lengra gevmsluþol. KPS frystikisturnar eru með læsanlegu loki, ljósi í loki, á tvöföldum nylonhjólum, úr brenndu og lökkuðu stáli að utan og innan vandlega ryðvarðar. Matvælin eru örugglega geymd í KPS frystikistum. Einar Farestveíft & Co. hl. Bergstaðastræti 10 A, sími: 16995. 4i. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.