Vikan


Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 41

Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 41
fleygði hún byssunni frá sér og flýtti sér að sparka byssu Ca- vallos eftir gólfinu og hljóp til Enricos, sem hafði fallið niður. — Hann skaut hann — hann skaut hann — sjáið, honum blæðir út! Ó, Enrico! Enrico! Tino hágrét, hann var alveg frávita af sorg. Enrico lyfti hendinni með erf- iðismunum og strauk um kinn hans. — Gráttu ekki, þú kemst bráðum heim til pabba þíns. Skotið hafði hæft Enrico í bakið, en svo hátt upp að það gat ekki hafa hitt hjartað. Það gat ekki verið lífshættulegt. Það mátti ekki vera lífshættulegt! Hún stóð upp til að ná í sjúkrakassann, en í því komu lögreglumennirnir inn. Pabbi! Pabbi! Tino hljóp í faðm föður síns. ■— Hann skaut hann! Hann skaut Enrico! Skepnan hann Carlo! — Þeir hafa víst gengið ræki- lega hvor frá öðrum og sparað okkur ómakið, sagði Branca með fyrirlitningu. — Allt er gott þegar endirinn. . .. — Yður skjátlast heldur bet- ur! hrópaði Marina og augu hennar gneistuðu. — Það var ég sem skaut þessa skepnu þarna! Og skotið sem hitti Rocca var ætlað drengnum. Rocca bjargaði lífi hans! Þér skuluð bara reyna til að líkja þeim saman! — Ég heyri! Eg heyri! Þér þurfið ekki að öskra svona, signora, sagði Branca róandi. — Þér skuluð fá að gefa skýrslu. Ég þarf bara að koma þessum tveim náungum fyrir. — Rocca fer ekki út úr mínu húsi í lögreglubíl! Ef þér sjáið ekki til að hann komizt strax undir læknishendur og almenni- lega hjúkrun, þá skal ég sjá til að reyta af ykkur æruna, ykkur skal ekki verða vært! Standið ekki þarna eins og sauðir. Gerið eitthvað! Hjálpið mér að búa um sárið! Brapca starði, furðu lostinn, á ungu konuna, sem stóð þarna á miðju gólfi í stofunni, sem öll var sundurtætt, og öskraði eins og þetta væri lögreglunni að kenna. — Er þetta ekki yðar hús? — Jú. É'g heiti Marina Olivi, og ég á þetta hús, sagði hún óþolinmóð. •— Og hvað um það? — Ekkert. Láttu ná í sjúkra- bíl, Titone! Við höfum víst eitt- hvað til hjálpar í viðlögum í bílnum! Hann tók Titone afsíðis og hvíslaði: — Það er líklega bezt að fara varlega með Rocca. Hún getur hitað okkur. Að þetta skuli svo vera Marina Olivi af öllum manneskjum! En ef það er satt sem hún segir, að hann hafi bjargað drengnum, þá hefur Silva haft á réttu að standa, en ekki við. Hann leit í áttina til Marinu, * sem lá á hnjánum við hliðina á Rocca og talaði við hann, svo lágt og blíðlega, að enginn ann ar heyrði hvað hún sagði: — Ég er svo hamingjusöm yfir því að þetta skyldi enda á þenn- an hátt, Enrico. Þetta eru ekki endalokin, þetta er upphafið. Við skrifumst á, Enrico, og svo, -— þegar þú verður frjáls aftur. . . . — Mér finnst ég vera orðinn frjáls, langaði hann til að segja, en hann var of máttfarinn til að geta sagt henni frá tilfinningum sínum. Hann ætlaði að skrifa henni það síðar. Það var svo margt, sem hann langaði til að skrifa, margt, sem hann hafði aldrei sagt nokkrum manni, vegna þess að enginn sem hann þekkti hefði skilið hann. Hann óskaði að hann hefði strax penna og pappír, en enn- þá vissi hann ekki að „Bréf úr fangelsinu” yrði titillinn á fyrstu bókinni hans. . . . SÖGULOK. OSKILABARNIÐ Framhald af bls. 13. — Mjólk! Vekja fólk um miðja nótt, til að fá mjólk? — Þú þarft engan að vekja. Þegar við komum sá ég að það var ljós bæði hjá Sturehjónun- um og van der Heft. Ég skal koma með þér, ef þú skammast þín fyrir það. Svona, komdu nú! Þegar þau komu fram á gang- inn var Ijósið logandi og Cissi varð hrollkalt. Gat það verið móðir barnsins. . . . En svo var ekki. Þau komu rétt strax auga á húsvörðinn. Hún sá á augum hans að hann var drukkinn og fór að furða sig á því hvaða erindi hann ætti upp á loft. — Nei, komið þér sælir, herra Skopalski! Við erum komin heim, eins og þér sjáið. Hann horfði á þau, sljóum augum, án þess að heilsa. Hve drukkinn skyldi hann vera? spurði Cissi sjálfa sig, en hélt áfram í sama létta tóninum. — Það er kannske frekja að biðja yður að gera okkur greiða, svona strax, en við náðum ekki í mjólkurbúð fyrir lokun. Þér getið víst ekki lánað okkur svo- litla mjólkurlögg til morguns? Eins og einn bolla. Það var eins og hann heyrði ekki til hennar. — Karfan, sagði hann. Þetta var einna líkast hiksta, en Cissi fékk hjartslátt. — Karfa? Hvaða karfa? — Karfan hennar Söru. Þvottakarfan er horfin, það hef- ur einhver tekið hana. Hún sagði mér að leita að henni. — Hvernig var þessi karfa, Skopalski? — Stór tágakarfa með hönk- um. Það hlýtur einhver í hús- inu að hafa tekið hana. 41. tbi. VIRiAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.