Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 14
„Látum Farúk lifa,
hann verSur hvort sem
er siðferðilega
dauðadæmdur af
sögunni,“ sagði Nasser
þegar konunginum
var steypt af stóli.
Sú varð raunin,
Farúk fékk orð fyrir að
vera aumasti
þjóðhöfðingi allra
tíma, - jafnvel
þjófóttur. Það er ófögur
mynd sem dregin
er upp í hinni nýút-
komnu ævisögu hans ..
Árið 1952 fæddist loksins hinn margþráði sonur, Faruk fékk það á heilann að hann ætti sjálfur að stjórna herjun-
en þjóðin gladdist ekki. um í stríðinu við ísraelsmenn, árið 1948. Það varð honum að falli.
FARUK-SÍÐAJ
23. júlí árið 1952 sátu nokkrir liðsforingj-
ar í Kairo og ráðguðust um það hvað gera
ætti við Faruk, hinn fallna konung Egypta.
Konungurinn hafði ekki opinberlega afsalað
sér völdum, en hann var í stofufangelsi í
höllinni Ras el-Tin í Alexandriu.
Byltingarráðið hafði náð völdunum í sín-
ar hendur á mjög einfaldan hátt, með að-
stoð nokkur þúsund hermanna og eiginlega
alveg án blóðsúthellinga. Það voru aðeins
tveir, sem létu lífið og sjö særðust.
En þá var sú spurning efst á baugi, hvað
gera átti við Faruk. Þeir róttæku meðal bylt-
ingarmanna vildu láta dæma hann til dauða,
meðal annars fyrir spillinguna, sem fylgdi
í kjölfar stríðsins við ísrael árið 1948.
Mohammed Naguib, hinn opinberi foringi
uppreisnarmanna, var hlutlaus. Sá sem í
raun og veru bjargaði Faruk frá dauða, var
þáverandi yfirforingi í hernum Gamai Ab-
del Nasser. Honum fannst framtíð Faruks
skipta svo litlu máli.
— Við skulum „bjarga" lífi Faruks og
senda hann í útlegð. Hann verður, hvort sem
er, siðferðilega dauðadæmdur af sögunni,
skrifaði Nasser í bréfi til Naguibs.
Nasser, sem síðan árið 1956 hefur verið
forseti Egyptalands, hafði á réttu að standa.
Faruk, fyrrverandi konungur Egypta, sá
sjálfur fyrir því að um alla framtíð verður
hann dæmi upp á lélegasta þjóðhöfðingja
allra tíma, hlægileg persóna, en aumkunar-
verður í öllum sínum níðingshætti.
Myndin af Faruk er síður en svo jákvæð
í ævisögu Hughs McLeave.
„Barnakóngurinn" Faruk hafði verið ótrú-
lega (og skiljanlega) vinsæll á æskuárunum.
Hann var tákn frelsisins fyrir hina fátæku
þjóð. Þessi goðsögn lifði ótrúlega lengi, því
að fram á fjórða áratug aldarinnar voru
aðeins fáar hræður, sem vissu raunverulega
um innræti Faruks.
Hann stal sverði sjahsins.
Einn af verstu eiginleikum Faruks var
hve þjófgefinn hann var.
Þegar þýzkar eignir í Egyptalandi voru
gerðar upptækar í byrjun síðari heimsstyrj-
aldarinnar, klæjaði Faruk í fingurna. Hús-
eignir Þjóðverja voru innsiglaðar, en Faruk
lét það ekki á sig fá, hann braut innsiglin
að næturlagi og fór með nokkra af dyggustu
þjónum sínum, til að ræna og rupla öllu
verðmætu. Hinir stolnu munir komu svo
fram í dagsins ljós í Abdin- og Kubbah höll-
unum, en enginn þorði að ákæra konung-
inn fyrir þjófnað, þótt allir vissu hvaðan
þetta kom.
Þjófgefni Faruks ágerðist með árunum.
Fólk, sem átti von á honum í heimsókn, faldi
allt sem verðmætt var, áður en hann kom.
Frægast að endemum var þegar hann stal
heilu testelli (úr gömlu silfri) frá Shevikiar
prinsessu. Hann og þjónar hans stungu því
öllu inn á sig!
Einu sinni borðaði emirinn af Jemen hjá
honum. Faruk varð yfir sig hrifinn af sverði
höfðingjans og fékk hann til að leggja það
frá sér meðan á máltíðinni stóð, það væri
þægilegra. Sverðið hvarf og fannst aldrei
síðar....
Einn af stuldum Faruks varð milliríkja-
mál. Það skeði þegar faðir núverandi frans-
keisara, Riza Shah, lézt í Suður-Afríku árið
1944. Lík Riza Shah var smurt og sent heim
til Teheran með flugvél, sem hafði viðkomu
í Kairo.
Þegar kistan kom til Theran, sá hinn ungi
keisari að embættissverð föður hans var
horfið, ásamt belti og slíðrum, alsettum eðal-
steinum.
Muhammed Riza Pahlavi, sem þá var
kvæntur Fawsiu systur Faruks, var alveg óð-
ur af bræði og skipaði svo fyrir að þessir
dýrgripir yrðu að finnast, hvað sem það kost-
aði.
Rannsókn leiddi fljótlega í ljós að dýr-
gripirnir höfðu orðið eftir í Kairo, nánar til-
tekið í Abdinhöllinni. Þeim hafði verið kom-
ið þangað, það var jafnvel til kvittun fyrir
þeim hjá hallarstjóranum.
Muhammed Riza Pahlavi missti nú alger-
lega þolinmæðina með mági sínum. Hann
hótaði að yfirlýsa hann þjóf fyrir öllum
heiminum, líkræningja. . . . Keisarinn hótaði
líka að loka sendiráði írans í Kairo, ef þess-
um hlutum yrði ekki skilað.
Faruk sór og sárt við lagði, kallaði Allah
spámann til vitnis um það að hann væri sak-
laus. Málið féll niður, en eftir byltinguna,
árið 1952, kom hið sanna í ljós. Þá fundust
þessir dýrgripir og voru sendir til íranskeis-
rara, með afsökunarbeiðni frá stjórn Egypta-
lands.
Hefndin er sæt.
Faruk og sjahinn sættust ekki og egypzki
konungurinn beið tækifæris til að ná sér
niðri á mági sínum. Það tækifæri kom, þeg-
ar systir hans, keisaradrottningin, fékk ma-
laríu og Faruk bauð systur sinni að koma til
Kairo, til að jafna sig eftir sjúkdómsleguna.
Sjahinn hafði ekkert á móti því að drottn-
ingin færi til æskustöðvanna.
Konungurinn hafði ákveðið það fyrirfram
að drottningin færi ekki aftur til Teheran,
heldur yrði um kyrrt í Kairo og fengi skiln-
14 VIKAN «• tbi.