Vikan


Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 18

Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 18
illii EFTIR LÚPUS «1 RRRBIH Borgarfjarðarsýsla telst fagurt hérað og búsældarlegt og býður upp á jafnvægi og staðfestu, en þó niun fólk þar varla einlyndara en annars staðar á landinu, ef undan er skilið einstakt trvgglyndi Borgfirðinga við Pétur heit- inn Ottesen í minnum tveggja kvnslóða. Pétur gerðist ung- ur bóndi á föðurleifð sinni, Ytra-Hóhni á Akranesi, og var kosinn þingmaður sýsl- unga sinna fyrsta skipti 1916, þá 28 ára gamall. Hann sat óslitið á alþingi 48 ár og lengst Islendinga fyrr og síðar. Komst Pétur aldrei í umtals- verða hættu allan þann tíma, nema 19.56, þegar Alþýðu- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn efndu til hræðslu- bandalagsins svokallaða og röskuðu ýmsum fyrri kosn- ingaviðhorfum. Þá varð Borgarfjarðarsýsla allt í einu vafakjördæmi, og spáðu sum- ir, að þingmennskudagar Péturs væru taldir. Hafði hann fengið atkvæði 885 Borgfirðinga í albingiskosn- ingunum 1953, en frambjóð- endur Alþýðullokksins og FramsóknarfJokksins samtals 907, svo að goðinn á Ytra- Hólmi mátti vissulega gæta sín. Honum óx verkefnið þó 18 VIKAN «. tbi. lítt í augum. Pétur Ottesen barðist snarplega og fékk sig- ur. Ilreppti hann 1070 at- kvæði, en Benedikt Gröndal bar úr býtum 997. Iiín’ði aldrei munað svo mjóu í I íorgarfj a rðar sýs I u gerva 11 a þingmennskutíð Péturs, og hefði víst enginn sjálfstæðis- maður annar staðizt áhlanp- ið þar um slóðir. Reyndust persónulegar vinsældir Péturs farsælar þessu sinni eins og oft áður. Borgfirðingar kusu hann þingfulltrúa sinn, með- an hann gat og vildi sitja í höllinni við Austurvöll, og felldu gjarnan af sér flokks- bönd að fá því til leiðar kom- ið. Eftirmaðurinn erfði liins vegar engan veginn ríki Pét- urs fyrirhafnarlaust, en þá víkur að stjórnmálaþætti Jóns Árnasonar. Árangur hans er mjög tilviljun háður, þegar sigrar Péturs virtust jafnan líkt og sjálfsagðir, enda ólík- um saman að jafna, þó að mannamunur hverfi senn í keppninni um fylgi og met- orð, þar eð æ faírri skera sig nú úr í starfi og flokki en þeir einstáklingar fyrrum, er svipmestir þóttu og minnis- stæðastir. •Tón Ágúst Árnason fæddist 15. janúar 1909 á Akranesi, sonur Árna Árnasonar bvgg- ingameistara þar og konu hans, Margrétar Finnsdóttur. Að lokinni barnafræðslu nam Jón við Unglingaskóla Akra- ness 1924—1925, en lærði síðan bókhald í Reykjavík 1927. Hann stundaði verzlun- arstörf hjá Guðjóni Jónssyni kaupmanni á Akranesi 1928— 1932, en stofnaði þá eigin verzlun og rak til 1936. Að því búnu gerðist Jón verzlun- arstjóri við Verzlun Þórðar Ásmundssonar á Akranesi, en hefur jafnframt verið fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags- ins Ásmundar og Hraðfrvsti- hússins Heimaskaga síðan 1943. \Ennfremur liefur Jón Árnason verið forsprakki út- gerðarmanna og fikframleið- enda um afurðasölu og mark- aðsmál erlendis, en verðlag og aðstöðu heima fýrir. Jón Árnason lét félagsmál til sín taka strax í æsku og varð ungur forustumaður í skátastarfi og íþróttalífi á Akranesi, en slíkur trúnaður hefur löngum spáð framgjörn- um drengjum góðu um lýð- hylli þar í kaupstaðnum. Skipaði Jón sér brátt í sveit Sjálf’stæðisflokksins og var kjörinn bæjarfulltrúi á Akra- nesi 1942. Átti hann sæti í bæjarstjórn kaupstaðarins þangað til í sumar eða 28 ár óslitið. Hann var forseti bæj- arstjórnar 1951—1954 og 1961—1970, en bæjarráðs- máður 1946—1966. Önnur störf lians í þágu Akraness munu eins og mest gerist í sveitarfélögum hér á landi. Pétur Ottesen lét af þing- mennsku vorið 1959 vetri eldri en sjötugur. Jón Árna- son valdist þá til framboðs i Borgarl’jarðarsýslu á vegum Sjálfstæðisflokksins og sýnd- ist eiga kosningu vísá eftir að samfylking Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins var úr sögu. Urslitin reyndust hins vegar mun tvísýnni en nokkurn grunaði. Jón Árna- son tapaði drjúgum hluta af persónufylgi Péturs Ottesen, en var eigi að síður kosinn þingmaður héraðsins með 880 atkvæðum. Frambjóðandi Framsóknarflokksins, Daníel Ágústínusson, hlaut hins veg- ar 846 atkvæði og hafði þann- ig nær fellt Jón í viðureign- inni. Sigurinn reyndist Jóni harla dýrmætur, þó að heppni gæti talizt. Hann skipaði ann- að sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Vesturlands- kjördæmi haustið 1959 og var

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.