Vikan


Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 36

Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 36
I meir en hálfa öld hefur HEMPELS skipamálning haft forystuna á heimshöfunum Yfir 50 ár eru liðin, síSan J. C. Hempel í Kaupmanna- höfn hóf framleiSslu á skipamálningu. — HEMPEL's skipamálningin er nú framleidd í 19 verksmiðjum og seld úr birgðastöðvum við 185 hafnir um allan heim. HEMPEL’s MARINE PAINTS rekur umfangsmikla rann- sókna- og tilraunastarfsemi, ekki aðeins I Kaupmanna- höfn, heldur einnig I Bandaríkjunum, Svíþjóð, Eng- landi og viðar. Þar er stöðugt unnið að endurbótum málningarinnar. Miklar kröfur eru gerðar til skipamálningar, sérstak- lega af flokkunarfélögunum. Stærstu flokkunarfélögin, eins og t. d. Lloyd’s, Norsk Veritas, Germanische Lloyd’s o. fl. hafa öll viðurkennt hinar ýmsu tegundir HEMPEL’s skipamálningar. Slippfélagið í Reykjavik h.f. hefur einkaleyfi til fram- leiðslu á HEMPEL's skipamálningu hérlendis. Það fær þvi nýjar formúlur og upplýsingar um endurbætur send- ar frá aðalstöðvum HEMPEL’s jafnótt og þær eru gefn- ar út. Þannig tryggir Slippfélagið sér — og yður, beztu fáan- legu vöru á hverjum tíma. Framleiðandi á íslandi: Málningarverksmiðjan Dugguvogi — Símar 33433 og 33414 FYRSTA NÖTTIN AÐ HEfMAN Framhald af bls. 17. fyrirlitlega á Roger og sagði: — Reyndu ekki að líta svona sakleysislega út. Það er ekki mér að kenna, að þú ert að grenja. Þú skalt hafa verra af, ef þú gerir veður út af þessu. Það leið nokkur stund, þar til Roger litli hafði jafnað sig eftir ósigurinn. Hann stóð kyrr við skrifborðið, þar sem móðir hans sat, og spurningin, sem hann hafði ekki fengið svar við, var honum enn efst í huga. — Mamma, sagði hann, — hvort mundir þú heldur bjarga sjálfri þér eða mér? Frú Clark leit upp: — Hverslags spurning er þetta, elskan mín? Auðvitað mundi ég bjarga þér fyrst. Augu þeirra mættust og í sömu andrá mundi hún eftir því, að einu sinni að vorlagi fyrir langa- löngu hafði hún horfzt í augu við dádýrskálf. Hún gat ekki gleymt augnaráði kálfsins. Það lýsti í senn sakleysi og undrun. Slíku augnaráði hafði hún síðan ekki mætt, fyrr en hún sá son sinn í fyrsta sinn. Og enn var sama sakleysið og undrunin í augum hans, þótt hann væri að verða sex ára gamall. Mikið vildi hún á sig leggja til þess að það hyrfi ekki. Hún hló ofurlítið og klappaði honum á kinnina: — Mér þætti gaman að sjá það brennandi hús, sem gæti komið í veg fyrir, að ég reyndi að bjarga þér. — Já, mér datt í hug, að þú mundir segja þetta, sagði Roger og varð heldur daufur í bragði. Síðan hélt hann áfram og næsta athugasemd hans gerði það að verkum, að frú Clark varð skelf- ingu lostin: — Kannski get ég bjargað mér sjálfur! Að svo mæltu gekk hann inn í herbergið sitt. Foreldrar hans störðu á eftir honum. — Hvað í ósköpunum . . . tautaði faðir hans. — Ég skil heldur hvorki upp né niður í þessu, sagði frú Clark og sneri sér aftur að bréfaskrift- unum. Örskömmu síðar hringdi sím- inn. Frú Clark svaraði og talaði góða stund við einhvern frammi á ganginum. Að því búnu kom hún aftur inn, kallaði á Roger og sagði með undrunarhreim í rödd- inni: — Roger! Hvers vegna hefurðu ekki sagt mér, að þér er boðið í ferðalag um helgina? Mamma hans Bobby var að hringja og vildi fá að vita, hvort þú ætlar að koma eða ekki. Ég kom al- veg af fjöllum og dauðskammað- ist mín. — Þú hefðir hvort sem er ekki viljað leyfa mér að fara, svo að mér fannst ekki skipta neinu máli, hvort ég minntist á það eða ekki, sagði Roger og var þegar kominn í æst skap. — Hvað áttu við? Roger svaraði ekki, heldur tók að hoppa um á öðrum fæti, svo að frú Clark varð alveg rugluð í höfðinu. Bobby var einn af skólafélögum Rogers, og enda þótt hún þekkti ekki foreldra hans, virtust þeir vera hið bezta fólk. Hvað hafði hún eiginlega við þetta að athuga? — Viltu fara með, spurði hún og leit um leið til manns síns. — Já, viltu fara með, Roger, tók hann undir. Roger hélt áfram að hoppa um á öðrum fæti fram og aftur. — Þau eiga sitt eigið hjól- hýsi, sagði hann. ■—■ Og herra Faller á seglbát, sem Bobby segir að sé alveg agalega fínn. — Viltu fara með, Roger? Roger leit tortrygginn á pabba sinn: ■— Fæ ég að fara? Eg hef dót- ið mitt með mér í skólann og svo sækir mamma hans Bobby okk- ur þangað klukkan þrjú. Hann hikaði, en hélt svo áfram: — Mamma þarf ekki að fara með. Fæ ég að fara, pabbi? Ákafinn í rödd hans ruglaði frú Clark alveg í ríminu. Hann hafði aldrei verið nótt að heim- an. Og ennþá kom hann um miðjar nætur og skreið upp í hjónarúmið til þeirra. Ætli sé ekki bezt að ég hringi til frú Faller og afþakki boðið, sagði hún óafvitandi. — Þarna sérðu, sagði Roger sigri hrósandi. — Ég vissi þetta alltaf. — Vissir hvað, spurði hún reið og skipaði honum að fara inn í herbergið sitt. En hún framkvæmdi ekki hót- un sína. Þvert á móti hringdi hún nokkrum mínútum síðar til frú Faller og sagði blíðlega: Rog- er er svo glaður yfir því að fá að fara með. ... En þegar hún hafði lagt tólið á, vissi hún í rauninni ekki, hvað hún hafði sagt. — Jæja, það er vist bezt að fara að pakka niður, svo að allt sé tilbúið fyrir morgundaginn, tautaði hún. Á meðan hún var að taka sam- an dót Rogers varð henni aftur 36 VIKAN «• tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.