Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 46
Ginsbo vinnur alltaf á
Vandað glæsilegt úr
Glæsileg tækifærisgjöf
*
Franch Michelsen
úrsmíðameistari Laugavegi 39
Það eru líka „eðlileg“
vandamál.
— Þegar þannig er ástatt, seg-
ir Lisbeth Palme, -— er það rétt
að álykta sem svo að þetta „jafni
sig“. Þótt börn séu afar mismun-
andi skapi farin og þroskist á
mismunandi hátt, þá eru vanda-
málin sjálfsagt ósköp lík, það
geta verið róleg tímabil og svo
önnur, þegar þrjózka og óþekkt
kemur til, og það getur tekið á
foreldrana. Það getur verið að
öllum sé þetta ekki jafn ljóst.
Tveggja ára, — sex ára
og táningar.
— Hvaða aldursskeið eru erf-
iðust, fyrir utan táningaaldur-
inn?
— Tveggja ára, eða í kringum
það tímabil sem barnið verður
talandi. Og sex ára aldurinn.
Tveggja ára barn er að springa
af lífsorku og vill vita alla hluti,
það hendist yfir hvað sem fyrir
er og heyrir stanzlaust boð og
bönn. Barnið getur ekki beðið
um skýringar og það getur ekki
heldur tjáð sig, þegar því finnst
sér ekki gert rétt undir höfði og
það hefur ekkert vopn annað en
að beita vonzku. Við verðum að
muna að þessi litla vera er að
reyna að gera sig skiljanlega og
það er ekki svo auðvelt. Við er-
um einmitt núna með yngsta son
okkar Matthias á þessu skeiði.
Hann er, eins og öll börn á þess-
um aldri, alveg dásamlegur. Og
mjög framtakssamur og það get-
ur stundum verið erfitt. En þetta
er ákveðið tímabil og þegar
manni er það ljóst, þá er allt
auðveldara.
Sex ára börn eru á eins
konar breytingarskeiði.
— „Sexára-vandamálið“ er
kannske ekki eins ljóst?
— Það getur litið þannig út.
Hér er það oft að barn, sem hef-
ur verið rólegt og meðfserilegt,
mjög ástúðlegt, getur allt í einu
umhverfzt, orðið frekt og fyrir-
gangsmikið, þá þreytast foreldr-
arnir oft og eru sí og æ að nöldra
í því.
„Sittu kyrr“. „Borðaðu fal-
lega“. „Þú mátt....“ „Þú mátt
ekki. ...“
Ef við hefðum öll þau nei og
boð og bönn, sem við viðhöfum
á einum degi á segulbandi! En
ég veit að allt verður auðveld-
ara ef foreldrarnir temja sér svo-
litla kímni, en það er ekki hægt
að gefa neina ákveðna uppskrift.
En það væri ákjósanlegt að við
gætum litið fram hjá smámun-
um, sem venjulega eru ekki svo
mikilvægir. Og temjum okkur að
vera skilningsrík.
Við skulum líta á sex ára barn.
Litli kroppurinn er að teygja úr
sér, er ekki lengur hnöttóttur og
þybbinn, barnið ræður jafnvel
ekki við lengdina. Það verður
kannske fljótt þreytt, bæði af
leik og ýmsum fyrirgangi, það
verður hnuggið og veit ekki
ástæðuna fyrir því. Sex ára barn
er í þörf fyrir hlýju, sem það
hefur orðið aðnjótandi fram að
þessu og svo getur allt farið
þversum, vegna þess að það hef-
ur ætlað sér of mikið. Það síðast-
nefnda er mjög táknrænt fyrir
það aldursstig. Það eru sérstak-
lega drengirnir, sem eru að losa
sig frá pilsum móðurinnar. Þá
eru þeir eiginlega í mikilli þörf
fyrir skilningsríkan föður, en
hann er þá ef til vill sjaldan
heima.
46 VIKAN « tw.