Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 24
IIV;:: í-
ffanm&mu
wmmm
Lisbeth Palme er ekkert hrif-
in af því að láta kalla sig „for-
sætisráðherrafrúna" eða „frú
Olof Palme“ og því síður vill
hún láta blaðamenn tala við sig
sem eiginkonu mannsins sins. En
barnasálfræðingurinn Lisbeth
Palme hefur ekkert á móti því
að láta álit sitt í ljós. Það er því
einkasamtal við hana eina, sem
hér fer á eftir. Norskur blaða-
maður fékk viðtal við hana á
vinnustað hennar, skrifstofum
barna og ungbarnaverndarinnar
í Vállingby, sem er útborg í
Stokkhólmi og það er einmitt
þar sem Palme hjónin hafa búið
í venjulegu raðhúsi í 15 ár, síð-
an þau giftu sig.
Frú Palme að tala vlð einn af hinum
ungu vinum sínum.
Það er ung og spengileg kona,
sem tekur á móti blaðamannin-
um, í stuttum kjól og hvítum
blúndusokkum. Augun eru brún
og glaðleg, hárið dökkt og stutt-
klippt. Hún hefur líka sérlega
fallega og milda rödd. Hún er
reyndar svo ungleg að það er
tæplega hægt að ímynda sér a£
hún sé móðir þriggja barna, frá
18 mánaða til tólf ára.
Það er helzt að heyra á henni
að staða hennar sem forsætis-
ráðherrafrúar sé aukastarf. En
hún sinnir samt því starfi af
stakri skyldurækni og smekk-
vísi, eins og öllu öðru, sem hún
tekur sér fyrir hendur. En það
er langt frá því að hún ætli sér
veraldarframa gegnum starf
mannsins síns og hún hefur
megnustu andúð á því að láta
kalla sig forsætisráðherrafrú í
daglegu tali.
— Hvers vegna á maður að
skreyta sig með lánsfjöðrum. Ef
maður ætlar að „vera eitthvað“,
þá verður það að vera fyrir eig-
ið framtak. Konur hafa sinn eig-
in persónuleika, eða ættu að
minnsta kosti að hafa það. Mann-
réttindi eiga ekki að fara eftir
kynjum, bæði kynin eiga að
njóta jafnréttis.
-—- Hafið þér sérstakan áhuga
á kvenréttindamálum?
— Ég vil heldur kalla það
jafnrétti og á því hef ég haft mik-
inn áhuga á síðan á skóladögum
mínum. Mér finnst það ákjósan-
legast að hjónin geti komið því
þannig fyrir að þau geti bæði
stundað það starf, sem þau hafa
menntun og getu til, segjum 6
24 VIKAN 41 »i.