Vikan


Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 4

Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 4
Meðal sem stöðvar hárlos Margir hafa spreytt sig á að finna upp meðal við hárlosi, en enn hefur engum tekizt það. Sá sem hefur komizt næst því er lyfjafræðingur í Júgóslavíu, Ce- domir Mitic að nafni. Það þykir sannað, að lyf hans, Allin, stöðvi hárlos, en hins vegar megnar það ekki að fá hár til að vaxa aftur á stöðum, þar sem hár- frumurnar eru dauðar. En sem sagt: Þær stöðva frekar hárlos, og það þykir flestum betra en ekkert. Mitic hefur í tuttugu ár verið smátt og smátt að fullkomna þetta lyf sitt, sem er aðallega fólgið í jurtum. Hann fékk hug- Á meðan við bíðum Það var yfirfullt á biðstofu læknisins. Sjúklingarnir sátu þétt saman og sumir urðu að standa. Þeir sem ekki voru á kafi í dag- blöðum og vikublöðum, störðu þreytulegir út í loftið. Og tíminn leið... Að lokum hafði gamall maður með hvítt, sítt skegg fengið nóg. Hann stóð á fætur með erfiðis- munum, skjögraði að dyrunum, sneri sér þar við og sagði hátt við hina: — Nei, þá er betra að fara heim og deyja eðlilegum dauð- daga. Því lastar hegrinn vatniS, að hann kann ekki að synda. íslenzkur málsháttur. Stefan Oílson, fjögurra ára, fór skyndi- iega að missa hárið og kunnu læknar enga skýringu á því. Tveggja vikna kúr með Allin stöðvaði hárlosið og meira að segja tók ofurlítið hár að vaxa, en mjög þunnt og rytjulegt. myndina þegar á stúdentsárum sínum, þegar herbergisfélagi hans byrjaði skyndilega að misa hárið — og auðvitað vitið um leið. Mitic minnist þess að hafa lesið einhvers staðar, að í Kína á fimmtándu öldu hefði hvít- laukur verið notaður sem lyf gegn hárlosi. Hann tók að sulla saman ýmsum jurtum og gerði jafnharðan tilraunir á hinum ör- væntingarfulla vini sínum. Loks hafði hann sett saman blöndu, sem gerði gagn, svo að hárlos vinarins stöðvaðist. Síðan hefur hann verið að full- komna lyfið sitt og hefur öðlast mikla frægð fyrir það. Sumir segja, að hann sé orðinn jafn þekktur í heiminum og sjálfur Tító. Ritningin og siSferðið Kennslukonan í kvennaskólan- um var guðhrædd og siðavönd og var vön að tala til nemenda sinna um kristileg efni. Eitt sinn sagði hún: — Við verðum að bera það sem drottinn leggur okkur á herðar. Minnist jafnan orða ritningar- innar: Slái einhver þig á hægri kinnina, þá bjóð þú hina vinstri. Þá gellur við í einni stúlkunni: — En fari nú svo, að einhver kyssi mann á aðra kinnina, á maður þá að bjóða hina? Maxí-Maxí-tízkan? Nei, þetta er ekki maxí-kjóll, eins og virðist við fjrrstu sýn. Hér er sýningarstúlkan Judy Beevers að kynna hundrað ára gamalt teppi frá Kákasus á sýn- ingu í Melbourne í Ástralíu. ☆ l,æknar fela mistök sín með joði, arkitektar með vafningsviðum og nýgiftar frúr m.eð majonesi. Cilla Black eignast son Hin þekkta dægurlagasöng- kona, Cilla Black, sýnir stolt frumburð sinn, tíu daga gamlan son, sem hlotið hefur nafnið Ro- bert John. Cilla er gift Bobby Willis og búa þau í risastóru einbýlishúsi í námunda við Lon- don. ☆ STUTT OG LAG- GOTT 4 VIKAN 4i. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.