Vikan


Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 08.10.1970, Blaðsíða 12
Þau fóru á Festival og sáu ,Arnarhreiðrið“ og þegar þau komu út aftur var klukkan orð- in hálf ellefu. Sten veifaði í leigubíl og Cissi maldaði ekkert í móinn, þótt henni væri ekki um þessi út- gjöld. Hún var þreytt og þráði að komast í rúmið. Flest húsin við Ryttmáster- götu voru frá því á fyrsta ára- tugnum eftir aldamótin og að kvöldlagi voru þau líkust göml- um kastalabyggingum, — há, þung og fráhrindandi. Cissi leit upp eftir framhliðinni á númer 6. Þau voru þá ekki ein í húsinu, þótt henni hefði fundizt það um eftirmiðdaginn. Á annarri hæð var ljós í tveimur af íbúðunum, báðum megin við innganginn. Það var þá einhver heima bæði hjá Sturehjónunum og van der Heft, en þau höfðu aldrei rekizt á þetta fólk. Útihurðin skall í lás og stigaljósið kviknaði. Þau gengu upp slitnu þrepin, sem voru innlögð með myndum af fornaldardýrum. Cissi var fegin að hún var ekki ein, hún var alltaf svolítið hrædd í þessum stigagangi, því að hún vissi að húsvörðurinn hafði oft þurft að fjarlægja fólk þaðan, fyllirafta og eiturlyfjaneytendur. Þau gengu fram hjá dyrunum á annarri hæð. Þar lá stiginn í hring, utan um lyftuop, lyftan var fyrir löngu orðin ónýt. f skugganum var gluggaskot og Cissi kveið alltaf fyrir að ganga í myrkrið. Svo beygði hann sig áfram. — Farðu varlega, Sten! Ef það skyldi nú vera.... — Þetta er bara karfa, Cissi. — Karfa? En ég heyri andar- drátt! Hún heyrði að það brakaði í körfunni, þegar hann lyfti henni upp. Þetta var karfa, venjuleg þvottakarfa og það var eitthvað á botni hennar, eitthvað hvítt. Það gat verið lak, eða hand- klæði. Cissi hallaði sér líka fram, og þegar hún gáði betur í körfuna. sá hún hvað í henni var. Það var svo óvænt og óskilj- anlegt. Ótal hugsanir flugu gegnum höfuðið á henni og hún fann hvernig reiði hennar bloss- aði upp, reiði gegn þeim sem hafði fundið upp á þessu. Og úr fórum hugans komu nokkur orð úr biblíusögunum frá æsku hennar: — Það sem þér gjörið einum af mínum minnstu bræðrum. . . . Rödd hugans var svo sterk að hún heyrði varla þegar Sten hrópaði upp yfir sig: ■— En Cissi! Þetta er barn! Ljóslifandi hvít- voðungur! Cissi og Sten stóðu þarna þög- ul af undrun og horfðu á litla andlitið, sem nú sást óljóst á botni körfunnar. Það var Sten sem rauf þögnina. —- Hverjum getur dottið í hug að skilja svona lítið barn eftir um miðja nótt? í þvotta- körfu? ilinn og stakk honum í skrána og opriaði dyrnar að íbúðinni. Sten horfði á hana, furðu lost- inn. — En —• en hvað eigum við að gera við körfuna? — Taka hana með okkur inn, — auðvitað. Barnið getur ekki verið frammi á gangi. Hann gerði það sem hún sagði honum, án þess að mögla, en þegar hún lokaði dyrunum, rankaði hann við sér. — Já, en þetta getum við ekki gert! Barnið hlýtur að eiga einhvern að! — Eiga einhvern að? — Já, en hvern? Einhvern, sem hefur orðið fyrir slysi og gleymt barn- inu sínu þarna frammi í glugga- skotinu? Skilurðu ekki að því hefur verið komið þarna fyrir viljandi? — Viljandi? Áttu við að þetta sé óskilabarn? Rödd hans var efablandin og Cissi skildi hann vel. Óskilabarn! Jafnvel orðið eitt var óraunverulegt, slíkt og annað eins kom aðeins fyrir í skáldsögum frá öldinni sem leið. En hún var alveg viss um að hún hafði á réttu að standa. — En ef einhver er nú á leið- inni til að sækja barnið? Cissi vissi að sú var ekki raun- in, en möguleikarnir voru þó fyrir hendi. — Það gæti svo sem verið. Settu körfuna á rúmið og farðu svo fram á ganginn og sjáðu hvort nokkur er á ferli. Þegar Cissi var orðin ein, fram hjá því, það var svo upp- lagður felustaður fyrir glæpa- menn. Eitthvert óvenjulegt hljóð kom henni til að hrökkva við og grípa í handlegginn á Sten. Það kom frá gluggaskotinu, dauft en greinilegt. Það var ein- hver sem andaði hægt og rólega. —- Sten! Það er einhver hér! Hann hafði líka heyrt hljóð- ið. Hann stökk upp síðasta þrep- ið að gluggaskotinu og gáði inn Cissi svaraði ekki. Hana hafði grunað þetta frá byrjun, en samt var hún steini lostin. — Berðu körfuna upp á stiga- pallinn, Sten! — En.... — Flýttu þér áður en ljósið slokknar! Þau rétt náðu upp áður en ljósið slokknaði og það varð svarta myrkur í kringum þau. Cissi fálmaði eftir rofanum og það birti aftur. Svo tók hún lyk- settist hún við körfuna og fór að losa um barnið. Það voru mörg ár síðan hún hafði snert á smábarni, ekki síðan hún var á námskeiði í meðferð ungbarna í skólanum. Hún fann hreinan, tóman pela undir teppinu og lagði hann við hlið sér á rúmið, svo fór hún að hneppa frá litlu treyjunni. Hve gamalt var þetta barn? Ekki alveg nýfætt, því að nafl- inn var gróinn. En varla meira en þriggja vikna, í mesta lagi mánaðargamalt. Þegar Sten kom aftur hafði hún lokið rannsókn- unpm. ’ — Var nokkur á ferli? — Ekki nokkur sál. Ég leit- aði frá efsta lofti niður í kjall- ara. En hverju hefur þú komizt að? — Ekki öðru en að þetta er drengur. Ekkert nafn, ekki einu sinni upphafsstafir. Og svo held ég að hann hafi ekki legið lengi þarna frammi, hann er þurr ennþá. Sten settist við hlið hennar á rúmið. — Óskilabarn! í stiga- ganginum okkar! Hvað eigum við að gera, Cissi? Hringja til lögreglunnar? Þetta var auðvitað skynsam- lega hugsað. Hringja til lögregl- unnar, svo þeir gætu kallað upp bíl með talstöð og sent eftir 12 VIKAN «■ tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.