Vikan


Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 7

Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 7
 Örlygur Richter og Njörður Snæhólm, rannsóknarlögreglumaSur, binda Reyni kyrfilega í bak og fyrir. Þeir máttu binda hann eins mikið og hvernig sem þeir vildu. spurðum hann fyrst um bernsku hans og tildrögin til þess, að hann setti sér það takmark að verða sterkari en aðrir menn. — Það kom til af því, að ég er alinn upp í sveit hjá vanda- lausu fólki og varð fljótt var við það, að ekki þýddi að kalla á pabba og mömmu, ef eitt- hvað bjátaði á. Ég þurfti snemma að bjarga mér sjálfur og reyna að gera hlutina hjálp- arlaust. Þetta var ástæðan til þess, að ég tók að æfa mig og smátt og smátt vaknaði löng- un til að'geta meira og meira. — Urðu menn ekki varir við, að þú varst orðinn sterkari en almennt gerðist? — Nei, lengi vel ekki. Ég hef alla tíð farið með það í felur. Auk þess var ég í mörg ár sannfærður um, að ég gæti aldrei orðið jafnsterkur og há- vaxnir menn, því að eins og þið sjáið, bá er ég lágur vexti. Nei, það var síður en svo á allra vitorði í sveitinni, að ég væri sterkur. Hins vegar var stund- um haft orð á því, að ef til vill gæti orðið maður úr mér ein- hvern tíma. — Hvenær byrjaðir þú að leysa af þér bönd? — Ég var mjög ungur, þeg- ar ég byrjaði á því. Ég fékk strax ákaflega mikinn áhuga á að láta binda mig og reyna síð- an að leysa mig úr böndunum. Ég gerði þetta oft, þegar ég var strákur. Ég fékk oft félaga mína til að binda mig í bak og fyrir og skilja mig síðan eftir, á meðan þeir fóru til dæmis eitthvað að skemmta sér. Ég var þá bundinn eftir heima, og þeir ætluðu síðan að leysa mig, þegar þeir kæmu heim um nóttina. Ég eyddi svo kvöld- inu í að reyna að leysa mig. Það tók oft langan tíma. — Leið þér ekki illa í bönd- unum? — Jú, ég fann oft til inni- lokunarkenndar, en einsetti mér alltaf að sigrast á henni. Eins reyndi ég að varast að vorkenna sjálfum mér, þótt ég fyndi dálítið til. — Þú hefur aldrei slasazt við þetta? — Nei, ekki í sambandi við þetta. Hins vegar hef ég slas- azt töluvert um ævina, til dæm- is fótbrotnað og handleggs- brotnað tvívegis. Einnig þjáð- ist ég af magasári í fimm ár, og auk þess hef ég brákað bak, svo að það hefur margt komið fyrir mig um dagana. — Hefur þetta ekki staðið þér fyrir þrifum við aflraun- irnar? — Jú, því get ég ekki neit- að. Vinstri fóturinn hefur aftr- að mér mikið og er búinn að gera það í nítján ár. Ég get til dæmis ekki farið í sund og get ekki kreppt fótinn nema lítið. — Ertu þá sterkastur í hönd- unum? — Nei, ég er sterkastur í fótunum og skrokknum. — Hvað ertu þungur? — Síðast, þegar ég vigtaði mig, var ég rúm sjötíu kíló, en síðan hef ég líklega eitt- hvað þyngzt. — Gaztu æft þig stöðugt, þrátt fyrir veikindin? — Nei, ég þjálfaði mig mik- ið, þegar ég var strákur, eins og ég sagði áðan, en síðan snerti ég ekki á þessu í tólf ár, ekki fyrr en ég byrjaði aftur núna fyrir skömmu. Hins veg- ar hef ég alltaf unnið erfiðis- vinnu, hef starfað við ýtu- vinnu, bílaviðgerðir og plötu- smíði og unnið jafnan 16 og 18 tíma á sólarhring, stundum árið um kring. — Ertu ekki misjafnlega upplagður til að fást við afl- raunir þínar? 26. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.