Vikan


Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 46

Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 46
— Hvernig getum við laðað jerðamenn hingað, þegar þessi fjandans skepna er svamlandi hér alla daga? Það tók auðvitað lögregluna langan tíma að tala við allt fólkið, þótt hún kæmist ekki að öðru en því sem Jim, Lana, vikadrengurinn, lyftudrengur- inn og herbergisþernan gátu sagt. Von Holzen hélt fast við fyrri framburð sinn og John Tovery bar vitni með honum. Það var aðeins eitt, sem lög- reglan vissi ekki og það var að Lana Blake hafði haft morð- vopnið milli handanna, þegar Jim kom að henni. Það var gamall vinur Jims, Willaker lögreglufulltrúi, sem hafði rannsóknina með hönd- um. Hann var nákvæmur, ró- legur maður, sem sjaldan yfir- sást. Það var hann sem komst að því að hnífurinn hafði verið tekinn úr eldhúsinu, en hann gat auðvitað ekki sagt hver hefði tekið hann þar, eða hve- nær hann hefði horfið. Eftir miðdeeisverðinn var eldhúsið oftast mannlaust og hver sem var gat hafa tekið hnífinn. Þegar öll gögn voru komin til skila, var það lióst að sex manneskjur höfðu haft aðgang að herberginu, þar sem Peter Blake var myrtur. Og af þess- um sex, var það aðeins eín manneskia, sem vitað var með vissu að hefði verið þar: Lana Blake. — Von Holzen hefði getað myrt Blake. sagði Willaker við Jim, — farið svo út á svalirnar og verið vitni í stað þess að vera grunaður. En bar sem bæði hiónin. herra og frú Hoi- zen héldu því fram að þan hefðu aldrei séð Peter Blake. þá var ekki gott að ímynda sér ástæðuna til þess. Þessutan kom vitnisburður Johns To- very í mótsögn við bað. Vanda- málið er að finna hvernig morðinginn komst út úr her- hertdnu. Op ef enginn kom út úr íbúðinni, hlaut morðið að hafa verið framið af einhverj- um, sem var þar inni. — Frú Blake? — Já. — En ég... ég get ekki trúað því að hún hafi gert það. — Við eigum engra annarra kosta völ. Þú mátt heldur ekki láta blekkjast af fögru andliti, Jimmy. Jim var órólegur. — Ætlið þið þá ekki að taka hana fasta? — Ekki að svo stöddu, sagði Willaker. — Ekki meðan nokk- ur vafi er um sekt hennar. — Hvað áttu við með því? — Vikadrengurinn heldur því fram að hann hafi heyrt raddir inni í herberginu. Karl- mannsraddir. Hann heldur því líka fram að það hafi verið að- eins raddir tveggja manna og ahnn sver og sárt við leggur að þar hafi ekki verið kvenrödd. En ef hann hefir heyrt til tveggja karlmanna, væri fróð- legt að vita hver hinn maður- inn var. — Einmitt, sagði Jim ákafur. Willaker leit snöggt á hann. — Ég reikna með að þú veit- ir okkur aila þá aðstoð sem þú getur, Jim. — Auðvitað. Því fyrr sem þetta kemst upp, því betra fyr- ir hótelið. — Já, ég set tvo menn á vakt við íbúðina. En heyrðu mig ... Er starfsfólk þitt hiátrúarfullt? — Ekki frekar en aðrir inn- fæddir. Af hverju spyrðu? — Drengurinn sem heyrði raddirnar er alltaf að tönnlast á því að herbergið hafi „suðað“. Hann sagði að það gæti hafa verið „dauðasöngur“. Kannast þú nokkuð við eitthvað þess- háttar? Jim hrukkaði ennið og hugs- aði um samkundur innfæddra, til dæmis félagsskap sem kall- aði sig gombi og stundaði næt- urathafnir á eyðilegum stöðum. — Nei, hann hlýtur að hafa heyrt í ryksugu eða mótorbát. — Þá hefði hann vitað hvað það var, því að þetta suð hafði mikil áhrif á hann. Jæja, rann- sóknin getur tekið langan tíma. Við verðum að senda símskeyti út og suður til að fá upplýsing- ar um fólkið, sagði Willaker, mæddur á svipinn. — Þetta er leiðindamál, sem ég vona að vi?5 Vomum til botns í. Að minnsta kosti vona ég að við finnum fljótlega hvað liggur á bak við morðið. — Hvað liggur á bak við? Heldurðu að hann hafi arfleitt konu sína af miklum auðæfum? — Einmitt. Hún ... Willaker leit á klukkuna og stóð upp. — Hún var einkaritari hans og þau kynntust ekki fjrrr en sex mánuðum áður en þau giftu sig. Eini ættingi hans var bróður- sonur hans, sem setti allt á annan endann út af þessu brúð- kaupi. Hann heitir Sandy Blake. Við höfum sent honum skeyti. — Sagði hún ykkur þetta? — Nei, Pusey . . . reyndar móti vilja sínum. Hann er lög- fræðingur og heldur sig að staðreyndunum. Frú Blake neitar því að hún hafi vitað um þetta ósamkomulag milli mannsins síns og frænda hans og Pusey hefur líka ráðlagt henni að segja ekki frá því... En þetta minnir mig á nokkuð. Segðu barþjóninum að senda ekki meiri drykkjarföng til gestsins á númer 18. Við höfum ekki getað fengið orð af viti upp úr honum. — Já, það skal ég gera. — Og hafðu auga með starfs- fólkinu í eldhúsinu vegna hnífs- ins. Ef einhver skyldi muna eftir einhverju. Það er eitthvað dularfullt við þennan hníf. Það er rétt að hann lá þarna á borð- inu og að engin fingraför voru á honum. — Mér finnst það ósköp skiljanlegt. Einhver rekur hann í bakið á manninum, dregur hann svo út aftur og þurrkar vandlega af honum á eftir, áð- ur en hann leggur hann á næsta borð. Greindarleg augu Willakers urðu næstum of greindarleg. — Jæja, sagði hann, — svo þér finnst það ósköp eðlilegt. Svo fór hann. Jim andvarpaði. Forsalurinn var mannlaus, því það var sama hvað skeði, gestirnir héldu fast við venjurnar og höfðu fata- skipti fyrir miðdegisverðinn. Sólin var að síga og hafið var blátt og spegilslétt. Jim gekk út á grasflötina við lónið, það var uppáhaldsstaður hans og þjónn kom samstundis með glas handa honum. Jim lokaði augunum. Fyrir rúmum sólarhring hafði hann talað í fjrrsta sinn við frú Blake. Hann hafði reynt að koma henni í skilning um að það væri ekki nauðsynlegt að læsa dyrum á þessu hóteli, yfirleitt ekki á Bermuda. En hún hafði krafizt þess. Það benti til þess að hún var hrædd við eitthvað eðe um eitthvað, til dæmis gat það verið að hún væri hrædd um að maðurinn hennar jrrði myrtur. En dyrnar á íbúðinni höfðu ekki verið læstar, þegar vikadrengurinn kom inn til að setja upp sólhlífina. — Herra Smith, sagði djúp rödd fyrir aftan hann. Hann sneri sér við. Það var Ernest Pusey lög- fræðingur. — Hafið þér nokk- uð á móti því að ég setjist hérna? Nei takk, ég vil ekki drekka. Ég ætlaði aðeins að biðjast afsökunar fyrir fram- komu minni í morgun, herra Smith. Það var hugsunarsamt af yður að búa mig undir áfall- ið. — Hvernig líður frú Blake? — Veslingurinn lltli. Þetta hefir verið hræðilegt áfall fyr- ir hana. En það er lán í óláni að ég skuli vera hérna til að hjálpa henni. Peter var bezti vinur minn frá skóladögunum og hann var líka bezti við- skiptavinur minn. Lana verður ekki í peningavandræðum. — Mér skilzt að hún verði mjög auðug? — Það er hægt að svara því bæði játandi og neitandi. Lana er ekki erfingi Peters, en, samt erfir hún mikla peninga. Peter var auðugur maður og hann græddi stórfé á leigusamning- um sínum. — Leigusamningum? — Þér vitið kannski ekki hvað hann gerði. Það voru ekki leigusamningar í venjulegum skilningi, heldur samdi hann við viðskiptavini sína um leigu á gullbræðslutækjum sem hann fann upp. Hann vildi ekki selja þau, heldur vildi hann hafa fastar tekjur af leigu. Hann var eiginlega sá einý sem gerði þetta. Aðrir, sem byrjuðu á því sama, hættu venjulega fljótlega við. Meðan enginn finnur betri aðferð, mun Peter ... eða rétt- ara sagt erfingjar hans hafa af þessu mjög miklar tekjur. Að- alerfingi hans er Sandy bróð- ursonur hans. Peter reiknaði ekki með því að kvænast og var alltaf mjög hrifinn af Sandy. Þeir höfðu aldrei orðið ósáttir fyrr... jæia, það er nú þannig. Erfðaskráin var því ó- breytt, þegar brúðkaupið fór fram. Peter skrifaði Sandy bréf og bað hann að sjá vel fyrir Lönu, ef eitthvað kæmi fyrir. Wíinn hafði huesað sér að gera nýia erfðaskrá og þessvegna er ée hér. Peter sendi mér sFeyti og bað mig að hitta sig hér. — Hann hefir trevst bessum ^andy vel? — Já, það gerði hann. Cio ég °r Hka viss um að Sandy sér til bpss að Lana fái s'tt. Það bendir bá til bp«c að skíólstæðingur yðar getur ekki 46 VIKAN 26. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.