Vikan


Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 34

Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 34
Við framleiðslu íspan-einangr- unarglers er notuð nýjasta tækni með reyndu starfsfólki. Leitið tilboða og nánari upplýsinga. Athugið að gera pantanir tímanlega. 'S'SSffimj irnnrnn;'1^, EKSffiEn-'TR HSmníj Igniii miBi nrrl PBB m EINANGRUMRGLER Framleitt með Aðferð nmrm ■nrainni ■nniiiiin l'niiiiiiiii 10 ára ábyrgð rui Lm EINANGRUNARGLER Skeifan 3B - Reykjavík - Sími 84481 eru leifarnar frá myndatök- unni í gær — ég veit ekki um neinn, sem þyrfti frekar á þeim að halda ,en þig. Svo Lotta hafði sett boðkerf- ið af stað! Nú vissu allir það! Það var kannski ágætt, en hún óskaði þess, að hún losnaði við þennan sting í hjartastað i hvert skipti, sem hún hugsaði um allt það, sem nú var henni horfið að eilífu. Það voru einu stundirnar, sem hún fann, að hún var lifandi, en hún gat verið án þess lífsvotts. Þá var grámi hversdagsleikans betri. Dagarnir liðu og urðu að vikum. Vikurnar að mánuði, tveim mánuðum, og svo kom úrskurðurinn, sem þau Kristj- án höfðu beðið eftir. Þau voru skilin og í þeirri viku fékk hún brúnt umslag frá Kristjáni með lyklum hans að íbúðinni. Ekk- ert bréf með, ekki eitt orð, en hún þekkti lyklana og vissi, að nú var hann fluttur. Pétur virtist ekkert hrifinn yfir því, að hún skyldi flytja aftur, en hún vissi, að honum hlaut að létta lítið eitt. Hún var ekkert skemmtilegur fé- lagi og það ekki heldur, þótt elskandi bróðir ætti i hlut. Lotta benti henni á þetta í vinnunni. — Þú getur ekki grafið þig svona niður. Þú ert grindhor- uð. Og leiðinleg. Þú kemst fljótlega að því, að það fyrir- finnast karlmenn á hverju strái. Það er gott að losna við einn þeirra. — Já, einmitt, sagði Anna og reyndi að gera sér upp hlátur. — Heldurðu það? — Komdu með í jólaboðið á laugardaginn og skemmtu þér. Ekki veitir þér af. Þú hefur gott af smávegis drykkju og slæmum siðum. Svo geturðu líka skemmt þér undir drep, ef þú vilt. Jólaboð? Guð minn góður þetta var satt, það voru að koma jól. Pétur hafði spurt hana, hvort þau ættu að ferð- ast eitthvað saman, en hún hafði ekki gefið honum neitt ákveðið svar ennþá. En þessi spurning Lottu hafði ekki ver- ið nein spurning. Anna þekkti hana það vel, að hún vissi það. Lotta var að vísu bæði örlát og auðveld í umgengni og hún levfði undirmönnum sínum að skipuleggja vinnu sína eins og þeim þótti hentugast, en stund- um skipaði hún fyrir og það hafði hún verið að gera núna. Hún hajiði raunverulega sagt: Þú kemur, Anna, og skemmt'r þér, því að annars get ég ekki hugsaff mér aff vinna meff þér. Hún hefur nú eiginlega á réttu að standa. hugsaði Anna, án þess að viðurkenna, að radd- blær Lottu hefði skelft hana. És verð eitthvað að gera. Hún fór út og keypti sér grænar. víðar samkvæmisbux- ur og jakka með ívöfðum silki- þráðum í sama lit. Svo fékk hún sér litla flösku af Old Glenn Whisky. Kvöldið, sem veizlan átti að vera, setti hún viskíglas á bað- karsbrúnina og fór að snyrta sig. Hún hlustaði á kalypso- lagið, sem hún var að spila inni í stofu á meðan. Þ.au Kristján höfðu keypt plötuna saman. Skrýtið, að henni skyldi aldr- ei hafa komið til hugar að spila plötu hingað til. Það var ekki kynlegt, þó að henni fyndist íbúðin þögul og leiðinleg. Hana fór að langa til að dansa. Og það var heldur ekkert við andlitið að athuga. Augun voru orðin fallegri eftir að hún hafði grennzt. Og liturinn — já, hver vissi betur en hún, hvað hægt var að gera með nokkr- um dósum! Það var mjög kalt úti, en þegar hún kom á blaðið voru allir gluggar uppljómaðir og fyrir utan dyrnar stóðu tveir jólasveinar í risastórum tré- skóm með hálmi í og veittu gestunum rjúkandi heitt púns. Hvað skyldu þeir hafa sett í það, sem var bæði svo sætt og svo sterkt um leið, að maður fékk tár í augun? En það ylj- aði og fór vel í maga. Menn voru orðnir hreyfir í borðstofunni. Það hafði m. a. s. verið fengin hljómsveit. — Og svo er bara kalt borð. sagði Lotta og gretti sig. — Ég var að vonast eftir því, að ég fengi auglýsinga-Jóhann sem borð- herra. Hann fær mig alltaf til að gráta af hlátri. En þarna kemur hann annars, ég ætla að hlaupa, áður en einhver önnur nær í hann . . . Veizlan hélt áfram. Ritstjór- inn hélt þakkarræðu ársins og hrósaði þeim á hvert reipi eins og venjulega — það var nauð- synlegt, því að þetta hrós varð að nægja, þangað til að næst yrði jólaboð — svo var borð- að og dansað. Anna vissi ekki, hve marga dansa hún hafði dansað, þegar Leifur kom loksins og bauð henni upp. — Loksins, sagði hann. — Ég hef leitað að þér í allt kvöld, en það er ómögulegt að finna nokkra manneskju í þessum ormagarði. Hann fékk hana með sér út á gólfið og þau dönsuðu sam- an. — Finnst þér ekki betra, ef ég held fast utan um þig? hvíslaði hann í eyra hennar. — Það er líka heppilegra, því að þá eet ég alls ekki týnt þér. Hún hló í svarsskyni, en heyrði sjálf. hvað það var heimskulegt og fáránlegt. Leif- ur! Sem vann með henni! Hann var bezti félaei, sem hægt var að hugsa sér. En betta var aðeins veizludaður. allir döðr- uðu á svona kvöldum og það skipti engu máli. Leifur var elskulegur. Hún kunni vel við hann. Hún fann vanea hans snerta sinn. Hevrði hann hvícla í eyra sér, fann varir hans snerta gagnauga sitt. — Taktu utan um mio. hvislaði hann. — Elsku Anna 34 VIKAN 26.TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.