Vikan


Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 15

Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 15
ið maðurinn hennar. Ennþá var svo margt við hann, sem hún elskaði . . . Ef hann rétti nú út höndina . . . ef hún fyndi eitthvað af hlýjunni frá hon- um . . . Kristján, öskraði eitt- hvað innra með henni, þetta er rangt, rangt, heyrirðu það, rangt! Ó, Kristján, haltu mér, segðu að þetta sé ekki satt, segðu að við getum ekki skil- ið! Hann þagði, en henni fannst sem hún hefði hrópað hátt í bæn sinni, að hún hefði sært hann og beðið hann, þegar það hefði auðvitað átt að vera öf- ugt og hún færði sig ósjálfrátt til hliðar og hraðaði sér til stóru lögmannsskrifstofunnar. Það var auðheyrt á lögfræð- ingnum að Pétur hafði gefið honum upplýsingar um málið. Hann var óaðfinnanlega hátt- vís og tók ekki persónulega afstöðu. En samt voru blæ- brigði í rödd hans eftir því hvort þeirra hann talaði við og það fór ekki framhjá Önnu. Skildi Kristján finna það líka? Hún leit á hann út undan sér. Það var auðséð að hann hlust- aði á lögfræðinginn, og hann hallaði höfðinu lítið eitt í átt- ina að glugganum. Hún gat ekki greint vel andlitsdrætti hans, sá aðeins háðssvipinn við munninn og hún fann hjá sér heita löngun til að hefa sín á honum. Já, hún ætlaði að hefna sín á honum, ekki að brydda upp á samtali, sem gæti fært þau hvort nær öðru. Já, hún skyldi særa hann, særa hann ólifisund, það var það sem hún vildi gera. Sýna honum hve einskisvirði hann var orðinn henni og hann ætti ekki nokk- urt rúm í hjarta hennar. Að hann gæti tekið Kristínu sér við hönd og haldið hvert á land sem hann vildi, það snerti hana ekki! — Ég hef þá skilið málið rétt, sagði lögfræðingurinn var- færnislega. - - Frú Norrman fer fram á skilnað strax vegna hjúskaparbrots. Þá komum við að fjárhagshliðinni; - látum okkur sjá, ég er hér með nokkr- ar athugasemdir . . , — Það skiptir ekki máli. Anna heyrði sína eigin rödd, skæra og greinilega. — Það eina sem ég fer fram á er að halda íbúðinni, enda finnst mér það ekki ósanngjarnt, þar sem bróðir minn aðstoðaði mig og ég greiddi sjálf útborg- anirnar. Eg kæri mig ekki um framfærslukostnað. Framháld á bls. 32. 26. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.