Vikan


Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 12

Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 12
Hláturinn, sem hljómaði yí- ir flóann var glaðlegur. Æska, líf og sakleysi. Þykkt hár, sem stundum var hnýtt í hnút í hnakkanum ýfðist og bylgjað- ist í hlýjum kvöldsvalanum. Það leiftraði bál handan vatnsins í rökkrinu. Yljaði rós- rauðum vöngum og glitraði í augunum. Drengir og stúlkur — það var erfitt að ákveða hvort kynið það var í fjar- lægðinni — virtu það fyrir sér úr fjarlægð. Síðhærð og í níð- þröngum buxum. Hláturinn, sem hljómaði frá eyjunum sagði henni allt um æskuást og lífsgleði. Kvöldin og æskuna og yljandi eldinn... Hún sá fáeina máva fljúga yfir vatnið. Henni leið ekki rétt vel um hjartaræturnar í kvöld. Það var ekki gott að vera einmana við flóann. Ekki gott að missa allt það, sem var handan hans. Að hafa glatað því eða van- rækt að njóta þess. Það er erfitt að vera einmana. En ilmurinn var góður. Hann vakti ímynd- unaraflið. ímyndun þess, sem hefði átt að verða. Já, það hefði átt að gerast í kvöld. Hún fann innra með sér ákafa þrá til að snerta aðra mannveru. Snerta og láta snerta sig. Faðma og vera föðmuð. Hérna í rökum sandinum Um- lokin ilminum frá engjum og hafi. Dögg... Eitthvað, sem hreinsar og gerir konu þung- lynda, þegar hún situr ein og finnur hana falla á sig, meðan hún horfir á glóðarmola og heyrir ungæðislegan hlátur í fjarlægð. Var það einu sinni...? Nei, hún minntist þess ekki, að það hefði nokkru sinni verið þann- ig. Það var alltaf aðeins óskin, eitthvað, sem hún þráði. Hún hafði alltaf verið ein, líka hjá Ragnari. Hann var þó maður- inn hennar. Hann var með stuttar, breiðar hendur, sem gældu aldrei við hana aðeins til að gæla og voru aldrei blíð- ar. Hann káfaði bara á líkama hennar og þreifaði sig áfram, þegar hann vildi njóta hennar sem konu. Ef ...? Hún elskaði líkama hans. Svörtu hárin á hvelfdri bring- unni og stutta kröftuga leggina. Hún fylltist alltaf einhvers konar ást, þegar hún leit hann þannig. Einhverri djúpri og ó- þekktri blíðu, sem gerði hana næstum vitskerta, því að hann skildi ekki neitt. Hann vildi ekkert skilja. Má vera. Því að hún var farin að éldast og ekki aðlaðandi lengur. En hann ...? Þau voru jafngömul og höfðu gift sig ung, kannski alltof ung. Nú voru þau bæði yfir fimm- tugt. Hún starði á eldbjarmann á skerinu. Höfðu þau nokkru sinni verið svona ung? Höndin, sem strauk yfir enn- ið skalf. Hana sveið í hjarta- stað eins og það vildi þrýsta frá sér allri biturð, allri reiði. Eins og það vildi hrinda frá sér öll- um þeim ófelldu tárum, sem höfðu hrannast þar saman um árin. Ragnari var illa við grát. Lokkarnir við gagnaugun voru farnir að grána. Það var eðlilegt og eins og það átti að vera. Hún hafði alltaf dáðst að silfurhvítu hári ömmu sinnar, þegar hún var ung. Núna fannst henni það ekkert fallegt, enda var hún sjálf farin að grána. Fáein grá hár, sem sögðu til um aldur hennar og minntu hana á svo margt sem aldrei varð eins og maður vildi, að það yrði. Hvernig var hægt að sætta sig við slíkt? Hún andvarpaði. Hana lang- aði mest til að þvo af sér þess- ar andstyggðartilfinningar, láta saltan sjóinn lyfta sér og faðma og hylja allt, sem þjáði hana. En hún vildi ekki ónáða nokkurn og engan láta vita um nærveru sína. Hún hafði svo sem áður setið við ströndina. Eins og þegar hún var sautján ára þar ásamt Lars. Það hafði nú eiginlega aldrei verið neitt þeirra á milli, en ef það hefði nú orðið Lars ...? Hún hafði oft hugsað um það, þegar allt gekk á móti henni. „Ef“ er svo biturt orð. Þá hafði hún gengið léttilega og haft yndis- þokka og hann hafði elt hana með augunum. Hann var átta árum eldri en hún. Þá vissi hún, hvað var gleði, ylur og blíða. Hann hafði tekið andlit hennar milli handa sér og horft á hana. En hún hafði ekki skilið neitt. Hún hafði slitið sig lausa, hlegið og stokkið út í vatnið. Ef einhver hefði nú litið hana Myndi hann þá sakna hennar? Hann var eiginmaSur hennar, lífsförunautur hennar. En, hvenær hafði hann síSast horft á hana? Smásaga eftir: KERSTIN HANSSON þeim augum núna! Augum ást- arinnar. Ástar, sem ekkert girnist. Hún hafði oft séð þetta augnaráð í sambúð þeilrra Ragnars. Þá hafði hún skil- ið það alltof vel og saknað þess um of. Vegna þess að hún sá slíkt aldrei í augum Ragn- ars. Og samt hafði hún valið hann... Hún var með nálardofa og þurfti að styðja sig við hend- urnar, þegar hún reis á fætur. Það var svo óvanalegt að sitja svona lengi og henni var líka kalt. Sumarkvöld ... Lofaði nokk- urt orð jafnmiklu, var nokkurt orð jafnilmandi og jafnþrungið tilfinningum? Lyngið, sem óx meðfram stígnum að húfeinu blómstraði fagurlega og kaldir klettarnir voru litkaðir rauð- leitum bjarma. Þau höfðu sett niður blóm við húsið og borið mold þangað. Gróðurmold. Þau höfðu fundið allskonar blóm og jurtir. Litl- ar og auvirðilegar, sem ilmuðu og stórar og fallegar, sem ilm- uðu alls ekki. En allar áttu sína endurminningu og allar höfðu þær glatt og grætt. Hún hreinsaði arfann úr rab- arbaranum og tíndi eina næpu, sem var svo skinandi hvít úr beðinu. Hún horfði á bláhvítan biarma sjónvarpsins í stofu- glugganum. Hann sat þar inni. Ragnar. Horfði á sjónvarps- mynd, meðan sumarkvöldið var Framhald á bls. 36. 12 VIKAN 26. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.