Vikan


Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 31

Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 31
STJÖRNUSPA Á^i^- HRÚTS- MERKIÐ 21. MARZ - 20. APRÍL Piltum þessa merkis er hætt við að lenda í ryskingum og orða- skaki sem heppilegast væri þó að komast hjá. Þú færð sendingu langt að komna og lang- þráða. Þér mun nýtast tíminn mjög vel til verka þinna. NAUTS- MERKIÐ 21. APRÍL • 21. MAÍ Það ber nokkuð á nei- kvæðum eiginleikum þínum eins og er. Það gæti átt rætur sínar að rekja til ósættar þinn- ar við ákveðna per- sónu. Ráðlegast er að gleyma því er á milli ykkar hefur farið og vita ekkert af því. TVÍBURA- MERKIÐ 22. MAÍ — 21. JÚNÍ Þér hefur gengið illa að halda ákveðið loforð sem þú ættir þó að leggja þig fram við að halda. Líkur eru til að þú verðir að sitja leiðin- legt samkvæmi eða félagsfund af einhverju tagi. Heillatala 4. KRABBA- MERKIÐ 22. JÚNÍ — 23. JÚLÍ Þú verður mjög upp- tekinn við störf þín heimafyrir. Þú hefur vanrækt kunningja þína og ert nokkuð mikið einn, það er þitt að bæta úr því og góð- ur tími til þess einmitt nú. Heillatala er 7. LJÓNS- MERKIÐ 24. JÚLÍ — 24. ÁGÚST Þú færð yfir að ráða nokkuð hárri fjárupp- hæð og mikið í húfi að þú höndlir rétt. t»ú hefur reynzt nokkuð eigingjarn og laun þess eru að kunningjar þín- ir eru ófúsir að rétta þér hjálparhönd. MEYJAR- MERKIÐ 24. ÁGÚST — 23. SEPT. Þú ert fullur af óþolin- mæði og bráðlæti og það er ekki nema von. Reyndu að drepa tím- ann í skemmtilegum félagsskap og þá mun tíminn líða fljótar. Þú færð skemmtilegar fréttir innan skamms. VOGAR- MERKIÐ 24. SEPT. 23. OKT. Heillalitur rauður. Þú verður fyrir ein- hverju sérstöku, per- sónulegu happi. Þú ferð fremur ógætilega með fjármuni þína en það kemur ekki að sök eins og er. Þú lendir í félagsskap mjög skemmtilegs fólks. Heillatala 2. DREKA- MERKIÐ 24. OKT. 22. NÓV Heillalitur grænn. Það er nokkur deyfð og drungi yfir öllum þín- um háttum. Þú þarfn- ast tilbreytingar. Reyndu eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður. Útiíþróttir og ferðalög myndu henta þér sérstaklega vel eins og er. Heillatala 5. BOGMANNS- MERKIÐ 23. NÓV. 21. DES. Heillalitur blár. Eitthvað verður til að breyta áformum þln- um varðandi næstu helgi. Þú átt óvenju- mikið frí og tómstund- ir sem þú skalt nýta vel. Þú hittir persónu sem gerir þér gramt í geði með tali sínu um vini þina. STEIN- GEITAR- MERKIÐ 22. DES. — 20. JAN. Þú reynir þig á nýju verkefni sem þér lánast mjög vel og færðu verðskuldað hrós fyrir hjá yfirboðurum þín- um. Þú skalt haga öll- um þínum gerðum vandlega. Þú tekur þátt í einhvers konar lagfæringu á stórum hlut. VATNSBERA- MERKIÐ 21. JAN. - 19. FEB. Þú hefur unnið sigur sem er mikilsverður fyrir sjálfan þig. Það stendur mikið til og þú ert mjög niðursokkinn i framkvæmdir mála. Vertu ekki of bjartsýnn en hugsaðu rökrétt og taktu smáatriðin með í reikninginn. FISKA- MERKIÐ 20. FEB. — 20. MARZ Það skiptast á skin og skúrir og þú veizt ekki alveg hvar þú ert staddur. Kunningi þinn kemur þér til hjálpar í mikilvægu máli. Þú kemur í framkvæmd verki sem þig hefur lengi langað til að koma í kring. Verzlunin PFAFF Skólavörðustíg la - sími 13725 26. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.