Vikan


Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 11

Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 11
ARNGRIMUR SIGURÐSSON OG SKÚLI JÖN SIGURÐARSON SKRIFA UM Fluovélv w a Við verðum í upphafi að benda á, að nokkurs misskilnings gætti í seinustu VIKU varðandi þátt okkar, sem sé, að hér verður ekki um að ræða þátt i nákvæmlega sama formi og nú þegar birtist í öðru blaði, heldur munum við segja frá ýmsum flugvélum, sem lands- menn hafa fyrir augunum á hverjum tíma. Ljósm.: Skúli Jón Sigurðarson. REPUBLIC SEABEE Undanfarnar vikur hafa menn séð á flugi nokkuð sérkennilega flug- vél. Þetta er flugvél af gerðinni REPUBLIC SEABEE, og eins og sést á meðfylgjandi mynd, hefur hún bæði útlit flugbáts og landflug- vélar, en hún er einmitt þannig gerð, að hún getur lent bæði á láði og legi. Þessi flugvél ber einkennisbókstafina TF-RKH, og hún var að öllum líkindum smíðuð árið 1948, en hingað til lands kom hún í iúlí 1963. Núverandi eigandi flugvélarinnar er Guðjón Sigur- geirsson flugvirki í Hafnarfirði. Varðandi stærð og önnur tæknileg atriði skal þetta tekið fram: Vænghafið er 11.47 m, langdin er 8.50 m og hæðin er 2.91 m. Fullhlaðin vegur flugvélin 1.425 kg, en hún getur borið 3 menn auk flugmanns og nokkurs farangurs. Hreyfillinn er 215 ha. Frank- lin, 6 strokka. Farflughraði (75% orka) 166 km/t, og hún getur flogið 900 km í einum áfanga. Ef flugvélin tekur sig upp af vatni, þarf hún til þess 305 m vegalengd, en flugtakið tekur 25 sekúndur. Flugvélargerð þessi hefur um árabil notið mikilla vinsælda sport- veiðimanna, m. a. vegna þess að hægt er að opna hana að framan og geta menn þannig staðið i flugvélinni eins og um borð í báti og veitt. Þess má geta, að flugvél þessi er af sömu gerð og flug- vél, sem SÍBS hafði sem happdrættisvinning en sú flugvél er löngu ónýt. SIMPLICITY SNIÐA- ÞJONUSTA VIKUNNAR SNH) NR. 16 (9305) í þessum pakka er hettukjóll með laskaermum, bæði síður og stuttur, og auk þess síðbux- ur. Þessi flík er sérstaklega hentug fyrir prjónuð efni. — Rennilás er framan á kjólnum. Buxurnar eru með teygju í mittið. Til í • stærðunum 36 — 38 — 40 — 42. Verð kr. 175 (með. póstburðaf- gjaldi kr. 189). MÁL: Stærð Yfirvídd Mittismál Mjaðmamál, 23 cm fyrir neðan Baksídd, frá hálsi að mitti 36 38 40 42 83 87 92 97 cm '61 65 69 74 — 88 91 97 102 — 40,5 41,5 42 42,5 — Sniðin má kaupa með því að koma á afgreiðslu blaðsins að Skip- holti 33 eða með því að útfylla pöntunarseðil, sem er á blaðsíðu 44 og láta greiðslu fylgja með í ávísun, póstávísun, frímerkjum. 26. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.