Vikan


Vikan - 01.07.1971, Page 50

Vikan - 01.07.1971, Page 50
/ nœstu Úld er liðin síSan búseta hófst á Sauðárkróki Sauðárkrókur heldur upp á aldarafmæli sitt um þessar mundir. í tilefni af því birtir Vik- an efni frá Sauðárkróki í næsta blaði. Við segjum bæði frá fortiðinni og nútíðinni, birt- um skemmtilegar lýsingar á bæjarbragnum fyrir aldamótin, sem fengnar eru úr hinni merkilegu Sögu Sauðárkróks eftir Kristmund Bjarnason. Þá birtum við litmyndir frá Sauð- árkróki eins og hann er nú til dags, bæði að sumar- og vetrarlagi. Hann trúir á sálnaflakk Þá er vert að geta um grein, sem segir frá manni, sem trúir statt og stöðugt á sálna- flakk og telur sig hafa óyggjandi sannanir fyrir því. Ævisaga Marilyn Monroe Marilyn Monroe gleymist ekki, þótt mörg ár séu liðin síðan hún lézt. „Monroe-look" er nýjasta nýtt í heimi tízkunnar. I næsta blaði birtist fyrsta grein af þremur um dapurlega ævi hinnar dáðu leikkonu. Náðuð til að deyja 1 „Náðuð til að deyja" er fyrirsögn á frásögn af einu frægasta sakamáli eftirstríðsáranna. Ruth Blaue var sökuð um að hafa myrt eigin- mann sinn með aðstoð elskhuga síns, sem var kunnur myndhöggvari. Sjá nánar í næsta blaði. • Kalt og gott, sumarréttir í Eldhúsi Vik- unnar, sem Dröfn H. Farestveit, húsmæðra- kennari, annast. • íslenzk smásaga, Golgata, eftir Sigurð M. Brynjólfsson. • Tvær framhaldssögur, Ugla sat á kvisti og í brúðkaupsferð með dauðanum, báðar hörkuspennandi. • Spánný snið frá Simplicity, sem fást hvergi nema í Vikunni. • Og ótalmargt fleira. HITTUMST AFTUR - I NÆSTU VIKU þetta barn, þó við viljum alls ekki segja neitt um það: til þess er málið allt of alvarlegt. En þú ættir að leita læknis og leita ráða hjá honum . . . „Uss, ekki segja ...“ Kæri draumráðandi! Ég er hér ein sem er mjög óheppin í svokölluðum éstar- málum en fyrir nokkru dreymdi mig eftirfarandi draum, sem ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig. Ég var í partý og var með strák sem við skulum kalla M, en var hrifin af strák sem við skulum kalla V. Allt f einu kemur V og er með vatnssprautu og ætlar að sprauta á mig en ég segi: „Nei, ekki gera þetta!" Um leið geng ég aftur á bak og lendi inn á klósetti. Þá tek- ur V mig og kyssir mig þar til einhverjir strákar, á að gizka 8 ára, koma að okkur. Þá segjum við bæði: „Uss, ekki segja." Við það vaknaði ég. Ég vil taka það fram að ég hef verið með V og eru svona tvær vik- ur sfðan við hættum að vera saman. V er á föstu núna og ég líka. Ein sem dreymir oft í Stykkishólmi. Hræddir erum við um að af- staða fólks og þýðing hugtaks- ins „að vera með einhverjum" hafi breytzt undanfarin ár. Og það er það sem okkur þykir merkilegast við þennan draum. Hann er að öðru leyti aðeins staðfesting á því að þú ert hrif- in af V og átt eftir að vera með honum aftur — til að hætta því fljótlega. Svar til Jónu Nafn mannsins í fyrri draumn- um hefði getað orðið okkur góð hjálp, en því miður verðum við aðeins að vera með lauslegar ágizkanir í þetta skipti. Sem sé að þú komist í einhverja pen- inga fljótlega, mögulega arf og fleira verður til að gleðja þig. Síðari draumurinn er þér fyrir veikindum og boðar þér að féð hverfur jafn skjótt og það kom. 50 VIKAN 26. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.