Vikan


Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 41

Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 41
Þrælaskipið ... Framhald aj bls. 25. Áherzla var lögð á mikinn vatnsskort um borð, þegar eig- endurnir lögðu fram kröfu um I bætur fyrir þrælana, sem drekkt var, enda þvi haldið fram, að vatnsskorturinn hafi lagt líf hinna þrælanna í hættu svo ekki sé nú minnzt á áhöfn- ina. Hins vegar hafði ekkert verið gert til að koma á skömmtun vatns. áður en Coll- ingwood talaði við yfirmenn- ina. Þetta var framburður fyrsta stýrimanns, James Kesals höf- uðsmanns, sem mótmælti þó að minnsta kosti ákvörðun skipstjórans í orði, þótt hann gerði það ekki á borði. Innan fárra daga var búið að fjötra eitt hundrað þrjátíu og þrjá svertingjanna, sem minnstar líkur voru til að lifðu förina af og varpa þeim fyrir borð. Vitanlega sigraði Collingwood. Síðustu tíu fórnarlömbin stukku fyrir borð — vonlaus hetjudáð að vísu — og hentu sér í sína votu gröf. Það var kraftaverk, þegar einum þeirra, sem varpað var fyrir borð, tókst að ná í kaðalspotta, sem hékk við skipshliðina, klifra óséður um borð, fela sig og lifa ferðina af. Það er athyglisvert að Kel- sal hefur skráð í skipsskýrslu, að 1. desember, þegar fjörutíu og tveir negrar voru drepnir, hafi rient í rúman sólarhring. Sex tunnum af vatni var safn- að. Þetta hefði nægt til ellefu daga vatnsneyzlu, eða til tutt- ugu og þriggia daga vatns- skömmtunar. Samt sem áður var tuttugu og sex manneskj- um hent í sjóinn eftir regnið. Þegar skipið kom til hafnar á Jamaica 22. desember voru nær 1900 lítrar eftir af vatni. Tryggingafélagið neitaði harðlega að greiða kröfu skipa- eigendanna, sem hljóðaði upp á verðmæti eitt hundrað þrjá- tíu og tveggja þræla, sem hefðu farizt milli Vestur-Afríku og Jamaica og því voru málaferli óhjákvæmileg. Málið Gregson gegn Gilbert kom fyrst fyrir rétt 6. marz 1783 í Guildhall, London. Tryggingarfélagið hélt því fram, að svo ómannúðleg- ar aðgerðir hefðu verið gjör- samlega ónauðsynlegar; að skipstjórinn hefði getað siglt til Barbados-eyja, St. Lucia, St. Kitts eða dönsku eyjunnar St. Croix; að það væri auðvelt að taka staðarákvarðanir þarna um slóðir og auðvelt hefði ver- ið að forðast Hispaniolu; að vatnsmagnið um borð hlyti að hafa verið nægilegt um til- skildan tíma, því að þær vatns- birgðir, sem Zong kom með til hafnar hefðu nægt í fimm til sex daga, ef farið hefði verið spart með þær. Kelsal viðurkenndi, meðan málaferlín stóðu yfir, að hann hefði sjálfur játazt undir stjórn Collingwoods og aðstoðað við að henda þrælunum fyrir borð. Hann viðurkenndi — líkt og Eichmann — að hann hefði álitið, að fyrirskipunum bæri að hlýðnast og þær réttlættu allt, hvort sem það væri glæp- samlegt eða ekki. Seinna birt- ist álit ónefnds manns, sem var viðstaddur réttarhöldin, í blaðinu The Morning Chronic- le and London Advertiser. Hann sagði, að framburður stýrimannsins hefði gert alla í réttarsalnum skelfda og að kalt vatn hefði runnið þeim milli skinns og hörunds og ,.Ég beið óþolinmóður þess, að formaður kviðdómsins léti vita, hvernig bæri að sækia frum- kvöðul slíkrar óhæfu til saka.“ Það var ekki nóg með, að slíkt færist hjá, heldur þurfti kvið- dómur ekki að hika við dóms- úrskurð. Trvgeingarfélagið átti að greiða skaðann. Tryggingarfélagið vildi ekki borga og því var málinu áfrýj- að til Mansfields lávarðar. William Murray var af skozk- um ættum og gerður að barón Manshfield árið 1756 og seinna að hæstaréttardómara. Það er víst óþarfi að geta þess, að málið Gregson gegn Gilbert var ekki fyrsta málið, sem hann fjallaði um, þar sem svertingjar áttu í hlut. 1772 hafði hann dæmt í Somerset- málinu, sem ákvað að þræla- hald í Englandi væri bannað. í maí 1783 hlustaði hann ásamt tveim öðrum dómurum á mál- flutning Gregson gegn Gilbert. Davenport, Pigott og Hey- wood voru fulltrúar trygginga- fyrirtækisins og þeir endur- tóku þá fullyrðingu sína, að ekkert hefði komið fram í mál- inu, sem réttlætti þá ákvörðun skipstjóra og áhafnar að henda þrælunum fyrir borð. Vatns- birgðir hefðu verið nægar, hvað svo sem eigendur skips- ins segðu. Gregson og félaear hefðu haldið því fram, að Zong hefði tafizt á leiðinni vegna slæms sjóveðurs, óheppilegra strauma og annarra slysa, sem hefðu gert það að verkum, að skipið fúnaði og leki kom að hehnurinn segirjá viðhinum iogagytltu BENSONand HEDGES 26. TBl. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.