Vikan


Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 44

Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 44
KLIPPIÐ HÉR Röntunarseðill Vinsamlegast sendið mér sniðiS, sem ég krossa framan við, ( þv( númeri, sem ég tilgreini. Greiðsla fylgir með í ávísun/póstávfsun/frímerkjum (strikið yfir það sem ekki á við). ..... Nr. 16 (9305) Stærðin skal vera nr. .. Nafn Heimili Víkan - Simplleity ----------------------------KLIPPIÐ HÉR ist hafa álitið slíkt hið sama, ranglega þó. Hann hefur greini- lega ruglazt á nýjum málflutn- ingi per se og leyfi til að höfða nýtt mál og því sagði hann eftirfarandi: Tryggingarfélagið áfrýjaði til fjármálaráðuneytisins og Mansfield lávarður var þar yf- irdómari. Hann viðurkenndi, að lögbækur styddu eigendur Zongs, en hélt því samt fram, að „æðri lög ættu að ráða í þessu máli.“ Hann dæmdi í vil fyrir tryggingarfélagið. Því hélt Mannix því ótví- rætt fram með röngu, að „Þetta var fyrsta málið, sem enskur dómstóll dæmdi svo um, að ekki væri hægt að fara með þræla eins og hvern annan varning." Það er að vísu ekki unnt að neita þeirri staðhæf- ingu Averils Mackenzie-Grie- ve, að engin skýrsla hafi verið gefin um síðari málaferlin, vegna þess að þau hefðu senni- lega verið dæmd samkvæmt staðreyndum og því ekki kom- ið fram neinn nýr lagabókstaf- ur, en hitt ber þó að hafa í huga, að bæði Stuart og Mann- ix gáfu út bækur sínar meðan kynþáttaólgan var sem mest og höfðu því tilhneigingu hvor fyrir sig til að óska hins bezta um liðna tíð. Granville Sharp, sem hafði hafið málflutninginn í Somer- set-málinu 1782 áleit, að hann hefði náð í annað couse celé- bre með Zong-málinu, þegar Mansfield úrskurðaði, að ný réttarhöld skyldu hafin. Sharp kom nú helzt til seint til að skipta sér af Zong-málinu. í dagbók hans er hægt að lesa, að hann hafi ekki vitað neitt um það mál, fyrr en réttar- höldunum var lokið í marz 1783. Fátækur svertingi, Gus- tavus Vasa benti honum á þetta, en annars má lesa um fjölbreytilegan æviferil og langferðir mannsins í sjálfs- ævisögu hans, sem var fyrst gefin út 1789. Vasa eða Olau- dah Equiano, svo að Ibo-nafn hans sé notað, fæddist í landi því, sem nú er nefnt Bíafra og þrælakaupmenn náðu honum, þegar hann var tíu ára gamall. Hann var gáfaður og læs og keypti sér frelsi 1766, þegar hann var tuttugu og eins árs að aldri. Hann barðist fyrir frelsi svertingja og það var því ekki að undra, þótt hann leit- aði stuðnings hjá Sharp til að hefna morða kynbræðra sinna. Það væri hlálegt að halda því fram, að Sharp hafi ekki verið mjög snortinn af frásögn Vasa, sérstaklega ekki eftir að hann hafði kynnt sér alla mála- vexti. Sharp gat aldrei séð neina ástæðu til þess að drepa saklausan mann af fúsum vilja. Honum fannst ekki jafn- grimmdarlegt að myrða marga menn af slysni eins og að myrða fáeina eða jafnvel einn sakleysingja. Morð hlaut að stoða til eyðileggingar eilífs lífs ekki aðeins fyrir þá, sem frömdu það, heldur og fyrir þá „sem stuðla að því og óska eft- ir því“. Þegar Lee hafði hald- ið því fram, að þrælar væru eign, gleymdi hann að grand- skoða lögin um eignir. Því mið- ur hafði hann á réttu að standa löglega séð og það var þjóðar- hneyksli. En hér var einnig um það að ræða, að lífverum var varpað fyrir borð og það var einmitt á því, sem Sharp hamraði: „ . . . þeir eru samt menn . . . þeir lifa sem mann- verur og réttur þeirra sem manna, nei. bræðra, verður ekki fyrir borð borinn.“ Sharp höfðaði til „æðri dómstóla", en þau orð hans urðu fleyg í Bandaríkjunum, þegar hann sagði: „Að telja sig eiga ann- an mann . . . er aftar takmark- að . . . vegna þess, að við hljót- um að hugsa til þess (ef við erum ekki dýrslegir sjálfir), að þeir eru menn.“ Því var líf veiku svertingjanna, þótt þeir væru þrælar, meira virði en sú eign, sem þrælasalarnir gátu krafizt fyrir þá. Þannig var ekki hægt að telja það farm, sem hent var fyrir borð á Zong. Þar var greinilega um að ræða afbrot gegn Guði og mönnum. Þetta, sem hér fer á undan er lítilsháttar úrdráttur úr bréfi Sharps. sem hann skrif- aði siglingarmálaráðuneytinu brezka á þeim forsendum, að hann hefði rétt til að „spyrj- ast fyrir um öll þau morð, sem framin eru á brezkum skipum, sem siglingamálaráðuneytið á að hafa umsjá með“. Sharp lagði fram lýsingar og skýrsl- ur vitundarvotta um aðferð- irnar á Zong og óskaði þess, að morðingjarnir yrðu sak- sóttir lögum samkvæmt, ef ástæða þætti til. Þetta bréf var skrifað í júlí 1783, en allt frá 20. marz hafði Sharp unnið að þessu máli, eða daginn eftir að hann ræddi fyrst við Vasa. Hann hafði einnig rætt við fræðimanninn dr. Thomas Be- ver um málarekstur á hendur þrælamorðingjum. Innan fárra daga hafði hann fengið lög- fræðinga til að takast á hend- ur málsókn í siglingamálaráðu- neytinu fyrir eigin kostnað. Gentleman's Magazine hrósaði honum fyrir „sanna föður- landsást, sannan kristilegan vilja“. Samt er hvergi hægt að lesa í réttarskýrslum morð- kæru eða réttarsókn fyrir slíkt i sambandi við Zong, og allt bendir því til þess að allar til- raunir Sharps í þessa átt hafi verið gjörsamlega tilgangs- lausar. Einfaldasta útskýringin er sú, að svertingjar voru ekki taldar mannverur lagalega og að áliti flestra Englendinga ár- in 1780—1790. Svo má einnig líta á það, að sökudólgurinn Luke Collingwood lézt árið sem Zong-málið vakti fyrst at- hygli, nefnilega 1783. Það vill svo til að sama ár neyddist ekkja hans, Sarah, til að lög- sækja fyrrverandi vinnuveit- endur hans um 300 punda laun, sem hún hélt fram, að Luke hefði ekki fengið greidd. Við vitum afar fátt um Coll- ingwood. Því var fleygt árið 1783 að hann hefði verið kom- inn í ónáð, þegar hann ákvað að henda föngunum fyrir borð. Ef tekið er tillit til þessara gróusagna, mætti minna á það, að George Gregory skrifaði ár- ið 1788, meðan þræladeilurn- ar stóðu sem hæst, að „mjög illa hefði verið farið með þenn- an ógæfusama mann“. Dr. Gregory þekkti Collingwood vel og neitaði því, að „hann væri ómannúðlegur“. Eftir því sem Gregory sagði var hann betur menntaður og mannúð- legri en flestir þrælasalar; frjálslyndur, vingjarnlegur og elskulegur maður. En hann var „ undir áhrifum þessara órétt- látu kyndómaforréttinda, sem marka alla, sem hafa með þessa verzlun að gera. Þeir álíta svertingja óæðri verur, sem leyfilegt sé að koma fram við eins og dýr.“ Gregory áleit, að enginn skipstjóri á þessari siglingarleið hefði breytt öðru- vísi en Collingwood. Gregory var aðeins einn hinna mörgu sem voru dregn- ir fyrir dómstól vegna við- bjóðs þrælatökunnar á Zong. Granville Sharp á raunveru- lega skilið meirihluta þess hróss og almennrar athygli, sem beindist að þrælunum. í bréfi til hertogans af Port- landi, sem þá var forsætisráð- herra, sendi Sharp, hinn óþreytandi, afrit af bréfi því, sem hann hafði áður sent sigl- ingamálaráðuneytinu og bent þeim á, hvílík nauðsyn væri að afnema þrælasölu í Vestur- Indíum með tilliti til þeirra 44 VIKAN 26. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.