Vikan


Vikan - 01.07.1971, Side 14

Vikan - 01.07.1971, Side 14
ÞAÐ, SEM GERZT HEFUR: ANNA ogr KRISTJÁN hafa verið g'ift í tvö ár, en Kristján hefur oft lent í ástarævintýr. um utan hjónabands. Anna hefur borið sig vel, því að þau Iofuðu eitt sinn hvort öðru, að þau skyldu alltaf vera frjáls í slíkum efnum. Vinkona Önnu KRISTÍN flyt- ur heim til þeirra til að jafna sig eftir verðandi skilnað og erfiðleikana í sambandi við hann og Anna rekst kvöld nokkurt á þau Kristján í svefn. herberginu og missir alla stjórn á sér. Hún eys úr sér allri þeirri biturð, sem safnazt hefur sam- an innra með henni og notar Ijót orð fyrir framan fjögurra ára son Kristínar, STEFÁN, og máliu lýkur með því, að Kristj- án, Kristín og Stefán fara það- an. Anna fer til bróður síns, PÉTURS, til að ræða málið við einhvern og hann lofar að taka málið að sér, enda veit hann um framhjáhald Kristjáns. — Taka það að sér? Anna skildi ekki við hvað hann ætti, en henni skilst þó, að hann hafi á réttu að standa, þegar hann segir henni, að hann hafi beð- ið um tíma hjá lögfræðingi til að ganga frá skilnaðinum. Skilnaður . . . Anna sat við skrifborðið sitt og starði á orðin, innan um hringi, strik og krossa. Nú voru það ekki blóm. Áður hafði hún alltaf teiknað blóm, þegar hún var hugsi. Stór blóm, lítil blóm, stílhrein blóm, venjuleg blóm, sem urðu að hreinum frum- skógagróðri, þangað til síma- númerið, sem hún hafði skrif- að niður var horfið með öllu. En nú var það ekki síma- númer. Það var þetta eina orð og hringirnir, sem urðu æ fleiri, eins og þegar steini er kastað í lygnan sjó. Henni var ljóst að hún varð að hrista upp í sjálfri sér. Hún mátti ekki láta samstarfsfólk sitt komast að þessu, hún gat ekki hugsað til að svara spurningum þeirra. En það hafði ekki farið fram hjá þeim. Lotta, sem var næsti yfirmaður hennar, vissi það. Leifur, ljósmyndarinn, spurði, hvort hún væri komin í dóp- ið, sjáöldur hennar væru svo óvenjulega stór. Svo að þau Kristján ætluðu að skilja. — Klukkan fjögur, hafði Pétur sagt. — Það var gott að lögfræðingurinn gat tekið svona fljótt á móti okkur, finnst þér það ekki? Ágætt? Það gat verið. Ágætt að koma þessu frá sem fyrst. Núna, þegar þau voru á einu máli. Kristján hlaut að vera á sama máli, annars hefði hann hringt að minnsta kosti. Lík- lega ekki heim til Péturs bróð- ur hennar, vegna þess að hann vissi hver afstaða Péturs var, en hann hefði getað hringt á skrifstofuna, — hún hafði ver- ið þar alla vikuna. En hún vildi ekki að Pétur kæmi með henni til lögfræð- ingsins. Hún hafði hugsað þá hlið málsins vel. — Þú skilur, Pétur, ég verð að gera eitthvað sjálf. Ég get ekki dembt öllu á þig. Ég veit að þú ert hræddur um að Kristján hafi of mikil áhrif á mig, en þetta er mitt líf. Pétur skildi hana, hann hafði ekki hreyft neinum mótmæl- um. Og nú var klukkan tvö ... Hún fór inn á kaffistofuna til að fá sér kaffi og brauð, en hún gat ekki komið niður nokkrum bita. Hún skolaði niður kaffinu og fór í lyftunni upp á loft aftur. Svo sat hún við skrifborðið og teiknaði hringi og krossa . . . Hvers vegna hringdi Kristj- án ekki í hana? Hann hlaut að hafa fengið tilkynningu frá lögfræðingnum líka. Eða . . . hafði hann kannske ekki feng- ið tilkynningu? Ef til vill tók lögfræðingurinn það sem gef- ið að þau hefðu komið sér saman um þetta . . .? Nei, þannig gat hún ekki haldið áfram. Þessi sogandi til- finning í maganum stafaði ekkí af hungri, það voru taugarnar. Lotta var vön að eiga eitthvað róandi, sem hún fékk á sjúkra- stofunni. Hún fór inn á skrif- stofu Lottu. Lotta var þar ekki, en hún sá litla brúna pokann á hillunni innan um snyrtidót- ið. Hún tók þrjár töflur, stakk pokanum í tösku sína og gekk fram á snyrtiherbergið, til að skola niður pillunum. Svo leit hún á klukkuna. Drottinn minn, kortér yfir þrjú! Hún varð að flýta sér af stað. Hún fann fyrir máttleysi í hnjánum, þegar hún steig út úr strætisvagninum við Gúst- af Adolfstorgið, rétt eftir klukkán fjögur. Hún var ber- höfðuð og ergileg yfir því hve hárið á henni var úfið, — hún hafði aldrei skeytt neitt um slíkt áður. En einmitt í dag ... Ó, að hún gæti nú setið á sér. Hún vonaði að töflurnar hjálp- uðu eitthvað. Bara hún gæti nú verið köld og róleg. Hún kom auga á Kristján langt í burtu. Hann stóð fyrir utan kirkjugarðinn á horninu við Torggötu og hafði auga með strætisvögnunum, — já, þá myndi hann hitta hana áð- ur en þau færu inn til lögfræð- ingsins! Nú hafði hann komið auga á hana. Hann kom til móts við hana og gekk hratt. Hún fann hve hjartað sló hraðar og eitt andartak gleymdi hún hvers vegna þau voru hingað komin, hana langaði mest til að þjóta til móts við hann, fela andlit- ið við brjóst hans og gráta — gráta út. En hann sýndi enga tilburði í þá átt að taka hana í faðm sinn. Hann nam staðar, þegar hann var kominn til hennar. — Anna, sagði hann. — É’g hefði viljað tala svolitið við þig áður. Þú hefðir getað hringt, hugs- aði hún. Þú veizt númerið á blaðinu. — Jæja, sagði hún hljóðlát- lega. — Ég vil ekki að þú rasir um ráð fram. Þetta eru í raun og veru smámunir. Við Krist- ín erum búin að tala saman um þetta og . . . — Hvað áttu við? Anna rauk upp. — Hvað áttu við með því að ég eigi ekki að rasa um ráð fram? Og hvað er það sem þú kallar smámuni? Mér er reynd- ar fjandans sama hvernig þú lítur á þetta mál, ég ætla ekki að láta ykkur fara svona með mig. Ég skil ekkert í því að Kristín skuli hafa getað hagað sér svona svívirðilega . . . — Þegiðu nú! Rödd Kristj- áns var lág og hatursfull. — Það eru takmörk fyrir því sem maður getur látið út úr sér. — Það getur verið, sagði Anna hægt. En það er líka til annað, sem maður getur ein- faldlega ekki gert . . . Hún snarþagnaði og leit und- an. Hann skyldi ekki fá þá ánægju að sjá tárin í augum hennar. Nei, þessu var öllu lokið, það fann hún glöggt. Það var líka greinilegasta merkið að hún fann lamandi þreytu fara um sig alla. Nú var ekk- ert framar sem skipti máli. En þegar hún gekk við hlið hans fann hún skref hans, hreyfingar hans, nærveru . . . og þá vissi hún að þetta var ekki satt. Víst kom hann henni við. Hann hafði svo lengi ver- UfilA SAT A Kvisn Hann hefði getað komið til hennar, - að minnsta kosti hringt! Ef hann gerði ekki einu sinni það, þá hlaut það að merkja að honum fannst skilnaður bezta lausnin. Framhaldssaga Fimmti hluti 14 VIKAN 26. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.